Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 67
3. Tala forskoðana og fæSingarfnöldi mæðra.
Þá var gerð könnun á þvíf hvort munur væri á tölu forskoðana
hjá fjölbyrjum og frumbyrjum. Niðurstöður eru sýndar i töflu 2o.
Tafla 20.
I töflu 20 kemur í ljós, að frumbyrjur mæta best til for-
skoðana. Er sá munur greinilega marktækur. Ennfremur virðist
fDöldi forskoðana fara jjafnt og þétt lækkandi með meiri barna-
^DÖlda. Eins og áður hefur verið getið, hafa forskoðanir aukist
almennt í landinu á síðustu árum. Af því leiðir, að þær konur,
sem fætt hafa áður, hafa haldið áfram þeim hætti að mæta fremur
sjaldan til skoðunar. Ennfremur er líklegt, að konur, sem fætt
hafa áður án vandkvæða leggi ekki sömu áherzlu á forskoðanir sem
frumbyrjur.
^oks má geta þess, að árvekni lækna og ljósmæðra beinist eðlilega
®eira að frumbyrjum en þeim konum, sem áður hafa gengið gegnum
eðlilega meðgöngu og fæðingu.
4. Tala forskoðana og fnöldi námsára,mæðra.
Loks var kannað, hvort munur væri á tíðni forskoðana eftir
fjölda námsára mæðra. Niðurstöður eru sýndar í töflu 21.
Tafla 21.
Tafla 21 sýnir, að konur mæta því betur í forskoðun því
lengur sem þær hafa setið á skólabekk.
^Vser skýringar virðast nærtækastar. Önnur er sú, að konur með
lengra nám að baki hafi e.t.v. öðlast betri skilning á gildi
heilsuverndar. Hin skýringin, sem vafalaust á mikinn hlut að
máli, er sú, að konur I strjálbýli, þar sem skólaskyldu hefur
ekki verið fullnægt og meiri erfiðleikar eru á framhaldsnámi, hafi
emnig takmarkaðri aðgang að heilsugæslu.
65