Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 9

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 9
7 1 MARKMIÐ, LEIÐIR OG TILLÖGUR 1.1 Markmió í skýrslunni kemur fram aó sjúkraflutningar eru hluti bráðaþjónustu landsmanna og er hér lögö fram skýrgreining á markmiðum og leiðum bráðaþjónustunnar. Markmið bráðaþjónustunnar er að samrama alla þjónustuþætti i þeim tilgangi aö: a. Unnt sé að bregðast skjótt við þegar slys eða bráða sjúkdóma ber að höndum. b. Bjarga lifi og draga úr alvarlegum afleiðingum slysa og bráðra sjúkdómstil- fella með skyndihjálp og annarri hjálp á staðnum, meðan á flutningi stendur, þar til sjúklingur er kominn i sjúkrahús og skipulögð meðferð hafin. c. Samræma fjarskiptatæki heilsugæslunnar og sjúkraflutninga svo unnt sé að leita læknisráða meðan á flutningi stendur og undirbúa móttöku sjúklings. d. Tryggja eins skjótan flutning og unnt er svo aö sjúklingur komist sem fyrst i læknishendur án þess aö önnur hætta stafi af flutningnum. 1.2 Leiðir Til að markmiðin náist þarf að koma fastri skipan á bráðaþjónustu innan heil- brigðiskerfis landsins sem samræmi og efli alla þætti bráðaþjónustunnar og tryggi aó hún uppfylli lágmarkskröfur um: - þjálfun, menntun, réttindi og skyldur sjúkraflutningamanna. - sjúkraflutningabifreiðir, tceki og búnað. - framkvæmd sjúkraflutningaþjónustu, samstarf flutningaaðila og tengsl þeirra við aðra. - samræmda starfsemi sjúkraflutningamanna og annarra heilsugæslumanna. - kennslu almennings i skyndihjálp og hjartahnoði. - samræmt fjarskiptasamband þeirra sem að bráðaþjónustu starfa. - reglur um kvaóningu hjálpar, skýrslugerð, bókhald og greiðslu fyrir veitta þjónustu. - þar sem margir starfa við bráðaþjónustu þarf að gera heildaráætlun um eftirfarandi þætti: a. stofnanir og tæki b. verkaskiptingu og ábyrgð c. samstarf aðila d. fjarskipti og önnur tengsl - Árangur þarf að kanna reglulega þannig að reynslan verði vegvísir þróunar- innar. 1.3 Tillögur 1.3.1 Þegar slys, eitranir og bráða sjúkdóma ber að höndum er brýnt að almenn- ingur bregðist rétt við og að ekki dragist að leita hjálpar þegar það á við. Tillaga Koma þarf skipan á fræðslu fyrir almenning um fyrstu viðbrögó þegar slys og bráða sjúkdóma ber að höndum. 1.3.2 Ástæða er til að athuga meó hverjum hætti hægt verói að samræma neyðar- þjónustu fyrir landið allt. Málið er umfangsmikið og er lagt til að byrjað verði á að skipuleggja þjónustu á höfuðborgarsvæði með það i huga aó siðar megi sam- ræma alla neyðarþjónustu á SV-landi og hugsanlega fyrir landið allt. Tillaga Hafin verói samræming neyóarþjónustu fyrir höfuðborgarsvæðið og siöar allt landið. [
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.