Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 14

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 14
12 2.6 Rauði kross íslands Á þessum árum óx fjáröflun RKÍ til verulegra muna. Þegar verja átti þessum fjár- munum höfðu deildir félagsins þá skoðun að langmest þörf væri fyrir sjúkrabíla. Hefur reyndin orðið sú að meginhluti tekna félagsins hefur runnið til þeirra þarfa (22 23). 2.7 Námskeið RKl hefur haldió fundi og námskeió fyrir sjúkraflutningamenn, fyrst eitt sér og voru þau 3 talsins, siðan ásamt Borgarspitalanum í Reykjavik og eru þau einnig orðin 3. Þá hefur sjúkraflutninganefnd Reykjavikurborgar haldið námskeið fyrir starfsmenn slökkviliðsins i Reykjavik. Hefur komið fyrir að þátttakendur þar væru utan af landi (24 25) . Þess má geta að sjúkraflutningaaðilar á tveim stöðum á landsbyggðinni hafa haldið námskeið fyrir sina menn með aðfengnum kennslukröftum. 2.8 Þróun sjúkraflutninga Áhugi fyrir framförum i sjúkraflutningum hefur farið vaxandi viða um land, meðal lærðra og leikra. RKÍ hefur gert stórátak i öflun bifreiða og þekkingar á sviði sjúkraflutninga. Sjúkrabifreiðum hefur fjölgað verulega og einnig kunnáttufólki viða um land, ekki aðeins þeim sem annast sjúkraflutninginn sjálfan, heldur einnig þeim sem annast margs konar stoðþjónustu. En þróunin hefur ekki verið markviss. RKÍ hefur verið óánægóur með hve litlar upplýsingar er að fá frá deildum félagsins um allan rekstur sjúkraflutninga. Félagið hefur komiö gjald- skrármálum fyrir bifreiðanotkunina i allgott horf, þannig að nú er breyting gerð á henni reglulega eftir þvi sem rekstrarkostnaður véx. Hinsvegar"byggist hún ekki nema að takmörkuðu leyti á raunverulegum kostnaðartölum, enda er kostn- aður mismunandi eftir staðháttum. RKl hefur gert tilraunir til að koma innri málum sinum, hvað varðar sjúkra- flutninga, i betra horf (26). Nefndir hafa unnið gott starf innan félagsins og hugmyndir þeirra góðar, svo langt sem þær ná (27 28). Félagið hefur haft sam- band við rikisvaldið um stefnumótun þessara mála (29) . Deildir félagsins eru sjálfstæðar og geta varið sinum fjármunum og þeim sem þær fá úr sameiginlegum sjóðum að eigin vild. 2.9 Lagaákvæði Lagaákvæði eru fá um sjúkraflutninga. Lög um almannatryggingar (30) kveða á um greiðslur af hálfu trygginganna fyrir sjúkraflutning. Lög um heilbrigðisþjón- ustu (31) segja mjög almennt að landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu, sem á hverjum tima er tök á að veita og að þjónustan taki til hvers kyns heilsugæslu. Heilsugæsla merkir i lögunum heilsuverndarstarf og allt lækningastarf sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast i sjúkrahúsum. í hverju héraði skulu starfa heilbrigðismálaráð sem i umboði heil- brigðisráóuneytis, landlæknis og sveitarstjórna skulu hafa stjórn heilbrigðis- mála i héraði með höndum. Virðast sjúkraflutningar ótvirætt heyra undir heil- brigðismálaráð. Ákvæði 19. greinar um heilsugæslustöðvar kveða á um að þar sé veitt almenn læknisþjónusta, vaktþjónusta og vitjanir til sjúklinga. Samkvæmt framansögðu er augljóst að sjúkraflutningar geta fallið innan ramma heilsugæslunnar og sú virðist einnig almenn skoðun flestallra lækna sem ábyrgð bera á sjúkraflutningum að þeir séu eðlilegur og óaðskiljanlegur þáttur heilsu- gæslu og sjúkraþjónustu og sýnist þróunin undanfarið hneigjast i þá átt. 2.10 páttur dómsmálaráðuneytis Dóms- og kirkjumálaráóuneytið ákvað að því er virðist án samráðs við þá aðila sem við sjúkraflutningunum skyldu taka að þeir skyldu leggjast niður á vegum lög- reglunnar frá og með ársbyrjun 1979 að undanskildum neyðartilvikum. Ákvörðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.