Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 43
41
5 ÁGRIP
Skýrsla þessi er samantekin að tilhlutan landlæknis og i 1. kafla er skilgrein-
ing á markmióum sjúkraflutninga og leiðum. Þá eru lagðar fram "tillögur" um
hver skuli vera næstu skrefin til framfara i sjúkraflutningum. Tillögurnar
ganga fyrst og fremst út á að bráðaþjónusta landsmanna verði skipulögð sem ein
heild, allt frá kennslu almennings i fyrstu vióbrögðum þegar slys ber að höndum
til móttöku sjúklinganna á sjúkrahúsum og verói sjúkraflutningur skipulagóur sem
hluti af heilbrigðisþjónustunni.
Gerðar eru tillögur um að unnið verói markvisst að skipulagi skyndihjálpar-
kennslu i landinu og hjartahnoði en á henni byggist bæði menntun sjúkraflutninga-
manna og árangur af starfi þeirra. En til þess að menntun sjúkraflutningaraanr.a
geti orðið markviss þarf að vinna að þvi aó þeir fái afmarkaðan sess i heil-
brigóisþjónustunni, menntun sem svari til ábyrgðar, ásamt stuðningi frá öðrum
heilbrigðisstéttum. Lagt er til að stefnt veröi að þvi að byggja upp stétt
tæknimanna á sviði slysameðferðar, sjúkraflutninga, björgunar og annarri þátt-
töku i bráðaþjónustu landsmanna.
Lögð er áhersla á að starf sjúkraflutningamanna byggist á þekkingu þeirra sem
við þau störf vinna þótt engu að síður þurfi að endurbæta tækjabúnað. Þvi er
lagt til að gerður verði lágmarksstaðall um búnaó og gerð sjúkrabifreiða.
Þá er lagt til að gjaldskrármál sjúkraflutninga verði skipulögð og almannatrygg-
ingar veiti stuðning sinn i þvi efni.
Þá er rætt um hvernig tryggt verði að áframhaldandi þátttaka einkaaóila i sjúkra-
flutningum verði tryggð með samningum við þá, sem og að skipulögð verði þátttaka
lögreglu og brunavarna i sjúkraflutningum i samræmi við það sem hagkvæmt er
talið. Einnig er drepið á hvemig þátttöku sjálfboðins liðs verði viókomið.
Aó lokum er gerð tillaga um aó komið verói á fót aðila i stjórnsýslukerfi rikis-
ins sem vinni að þvi að skipuleggja bráðaþjónustuna i landinu.
Meginefni skýrslunnar skiptist i kafla og fjallar 2. kafli um sögu sjúkraflutn-
inganna en i þeim hefur Rauði kross íslands lengst af haft forystuna og átt frum-
kvæói á mörgum sviðum. Hin siðari ár hefur ýmislegt komið upp á sem gert hefur
skipulag sjúkraflutninganna torveldara en ástæða var til. Valdboð um að iög-
reglumenn skyldu hætta þátttöku sinni i sjúkraflutningum hefur haft ófyrirséðar
afíeiðingar, óskýrar reglur um fjármál er varðar tryggingagreiðslur fyrir sjúkra-
flutninga, verðstöóvun og skortur á ákvæðum i lögum um stöðu sjúkraflutninga i
stjórnkerfi landsins.
Athugun fór fram á fyrirkomulagi sjúkraflutninga i landinu og er getið um niður-
stöður i 3. kafla á 17 töflum þar af 2 töflum er snerta fyrirkomulagið á höfuð-
borgarsvæðinu sérstaklega. Meginniðurstöður þessa kafla eru að skortur á opin-
berri leiðsögn hefur leitt til ruglingslegs skipulags um land allt þannig aó
segja má að hvergi sé sjúkraflutningum skipað eins á fleiri en einum stað.
Sjúkraflutningabifreiðir og einhverskonar skipulag er á 37 stöðum á landinu. A
tveim stöðum teljast skipulagðir sjúkraflutningar ekki vera fyrir hendi. Þrátt
fyrir viðleitni i þá átt eru starfshættir sjúkraflutningamanna mismunandi og
einnig kaupgreiðsluaðferðir ásamt töxtum fyrir sjúkraflutninga. Leiðir þetta
til mismunandi aðstöðu starfsmanna og þeirra sem þjónustunnar þarfnast. í um-
ræðu við lok kaflans er rætt um þekkingargrundvöll sjúkraflutninganna, hversu
mikilvægt sé aó hin stærri umdæmi miðli hinum smærri af þekkingu og reynslu.
Omræður hafa verið um sjúkraflutninga víða um lönd og þótt enn sé talsverður mun-
ur á aðstöðu manna í dreifbýli og þéttbýli er margt gert til að þjónustan verði
jafnari. Ahrif hefur á gang mála hver forysta sé höfð i stjórn málaflokksins i
hinum ýmsu byggðum landanna. Einingar hér á landi eru smáar og því ástæða til
að athuga um eflingu sjúkraflutninga með þvi að fá þeim aukin verkefni tengdum
heilsugæslunni.
Sérstaklega er rætt um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru sjúkra-
flutningar i höndum slökkviliós sem litur á slökkvistarf sem meginviðfangsefni.
Rætt er um vandamál sem sérstaklega eru tengd Reykjavik, m.a. vegna samtengingar
slökkviliðs og sjúkraflutninga.
Leitast er við að meta hlutfall sjúkraflutninga i starfi slökkviliðsins. Rætt
er um þær hugmyndir sem komið hafa fram að stofna til sjúkraflutninga á spitölun-
um sem aðskilið kerfi frá öðrum flutningum. í lok kaflans eru niðurstöður
athugunar á heildarkostnaði sjúkraflutninga á landi.
1 4. kafla er rætt ura bráðaþjónustu sem heild en hún er fólgin i almennri þekk-