Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 30
28
þá aðstöðu sem geri þeim kleift að beita sér að þvi verkefni sem mikilvægast er
- að koma sjúkum og slösuðum til hjálpar. Til þess þarf skipulag, sem hætt er
við að rekstrareiningarnar séu of litlar til að veita hver um sig. Skipulags-
vinna verður að mióa að því að hægt sé að veita aðstoð í þessa átt með einhverju
móti. Sjúkraflutningar i þéttbýli eru mikilsverðastir i þvi sambandi. Þar
safnast saman þekking og reynsla bæði læknisfræðileg og rekstrarleg, sem nauð-
synlegt er að nýta öðrum til gagns. Þess er ekki kostur miðað við núverandi
skipan mála. Ekkert samband er milli sjúkraflutningaumdæma að heitið getur og
stjórnsýslueiningarnar einangrast meir og meir hver frá annarri i eigin hug-
myndum um hvernig leysa beri mál.
Þvi lengra sem liður þar til skipulagsmálin eru tekin föstum tökum, þeim mun
erfiðara verður að stokka upp sjúkraflutningakerfið, þó ekki væri nema vegna
þess að 250 sjúkraflutningamenn auk annarra starfsmanna vinna við það og hafa
ýmsa hagsmuni sem torveldað geta skipulag.
I þéttbýli umhverfis stærstu sjúkrahús landsins er von um að þekking safnist
fyrir og með samanburði ætti að vera hægt að öðlast kunnáttu sem mióla má öórum,
ef skipulag leyfir.
Helst eru bundnar vonir við reykjavikursvæóið þar sem stærsti slysaspitali lands-
ins er og sjúkrahúsin á þvi svæöi gegna stóru bráóaþjónustuhlutverki fyrir land-
ið allt. Þar safnast fyrir þekking.
Frumkvæði af hálfu læknastéttarinnar i sjúkraflutningum kom um 1970, eins og
áður gat, fyrst frá hjartasjúkdómalæknum. Þeir héldu uppi umræðu um mikilvægi
bættrar meðferðar á hjartasjúklingum um margra ára bil. Siðan tóku við læknar
sem hafa með bráðaþjónustu að gera á Borgarspitala og hafa þeir unnið gott starf,
kveikt af áhuga (46). Þeir eru studdir i starfi af stjórn spitalans eins og kom
fram af ráðstefnu þeirri sem spitalinn gekkst fyrir um bráðaþjónustu. Árangur-
inn hefur komió i ljós með námskeiðshaldi spitalans og RKl fyrir sjúkraflutninga-
menn og tillögum um sjúkraflutningaskóla (47 48).
Meginhluti þess fjármagns sem fer til að standa undir sjúkraflutningum kemur úr
sameiginlegum sjóðum landsmanna, riki og sveitarfélögum auk þess sem almennar
fjáröflunartekjur RKÍ og deilda hans renna til verkefnisins, svo stærsti aðilinn
sé einn nefndur.
Ýmsir halda að sjúkraflutningar hér á Xandi séu að öllu leyti ósambærilegir þvi
sem gerist i öórum löndum. Svo er þó ekki. Þeir hafa verið afræktur mála-
flokkur viða um lönd frá upphafi þar til nú allra siðustu árin þegar komið hefur
i Xjós með einstökum dæmum að verulegum árangri má ná i sjúkraflutningum með
betra skipulagi (49-56).
Viðast er enn verulegur munur á þjónustu i dreifbýli og þéttbýli. Er beitt
ýmsum ráðum til að ná til dreifbýlisins (57) og er þar á meðal byggt á þjónustu
sjálfboóaliðs (58). Mönnum hefur yfirsést hve sjálfboóalið þarf á mikilli
þjónustu að halda. Án þess að gæta sin greiða menn kaup i stað þess að huga að
öðrum þáttum sem geta treyst stöðu sjálfboðaliðsins. Einn sjálfboðaliði við
sjúkraflutninga sagði með aðvörunartóni á fundi þar sem rætt var um gæsluvakta-
greiðslu til sjálfboðaliða við sjúkraflutninga i dreifbýlinu: Kannski verður
verkfall innan tiðar.
Hvarvetna þar sem sjúkraflutningur er ræddur kemur upp spurningin um rikisaf-
skipti og vald i héruðum. Ekki sist er mikilvægt að tekin sé afstaða til þess
hvort sjúkraflutningar skuli alfarið vera i höndum sveitarfélaganna.
Þegar sú spurning er athuguð þarf einnig að hafa i huga að stækka má sjúkra-
flutningaeininguna með þvi að fá sjúkraflutningamönnum fleiri verkefni i heilsu-
gæslunni, báðum til styrktar, og jafnvel bæta vió flutningum á fötluðum. Þannig
verói sjúkraflutningaeining svo stór að þjálfun og skipulagi verði viðkomið.
3.10,2 RKÍ og deildir félagsins
Óhætt er að segja aó enginn einn aóili hefur verið jafntryggur við sjúkraflutn-
inga og lagt sig jafnmikið fram vió að koma þeim í sæmilegt horf og Rauði kross
Islands. Hann hefur keypt frá upphafi fjölda bifreiða og lagt verulegan hluta
tekna sinna i sjúkraflutningakerfið. Honum eru ekki aóeins að þakka hinar 29
bifreiðir sem skráóar eru hans eign (sjá töflu 2). Hann hefur einnig lagt fram
fé til kaupa á 5 öórum bifreiðum, sem deildir félagsins hafa gefió/afhent öðrum
til eigna. Verður að telja miður að út úr öllum þessum fjárveitingum skuli
félagið ekki hafa komið sem öflugur skipuleggjandi sjúkraflutninga í landinu.