Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 45

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 45
43 6 FYLGISKJÖL 6.1 Úr svörum við spurningalista Hér eru teknar upp glefsur úr svörum þeim sem borist hafa. - Hámarksgjald sem innheimt hefur verið hjá sjúklingi er 400 kr. Hins vegar virðist sem rekstur sjúkrabilsins standi i járnum, hvað fjárhaginn snertir, þannig að ég reikna með að á næstunni verði farið að innheimta hluta sjúklings að fullu; þó verður væntanlega tekið tillit til greiðslugetu. - Flutningar með flugvélum eru algengir og fer ævinlega einhver starfsmaður sjúkrabilsins með. - Gjaldskráin stendur nú undir öllum almennum rekstri enda rennur kaup bilstjóra óskipt inn i reksturinn. - Við teljum greiðslu sjúklinga of háa miðað við hlut sjúkrasamlagsins og höfum þvi gefið þeim afslátt til að létta þeim greiðslur þvi mjög oft á gamalt fólk hér hlut að máli. - Sjúkrabilstjórinn hefur sinnt þessu i tvö ár en vill nú hætta. Enginn hefur fengist til að sinna sjúkraflutningum i hans stað. - Reikningar innheimtast seint og illa. - Mjög erfitt er að fá menn til að aka sjúkrabilnum og getur skapast vandræðaá- stand hvenær sem er. Launin skipta engu máli, heldur er um að kenna áhuga- leysi, menn vilja ekki binda sig nokkur kvöld og nætur i mánuði. Einnig skipt- ir máli að krafist er bindindissemi. Þetta er sjávarpláss meó litla þjónustu. Menn i þjónustugreinum eru of gamlir og treysta sér ekki i erfið ferðalög. Eftir er fámennur hópur sem nennir þessu ekki. Sjómenn, "yfirmenn" og bændur koma ekki til greina. Flestir vinna "þrælavinnu" út og suöur og erfitt að ná til þeirra. - Lögreglan hleypur undir bagga þegar þörf gerist en vill þá ekki nota sjúkra- bilinn, kýs lögreglubilinn sem engan hefur útbúnaðinn. - Gjaldskráin stendur engan veginn undir reksturskostnaði bilanna, hvað þá ef laun bættust við. RK deildin stendur undir taprekstrinum meðan sveitarfélögin sjá um launagreiðslur. - Tveir bilar eru notaðir og eru i eigu tveggja aðila. flnnar sér um reksturinn og notar nær eingöngu eigin bil og halar inn á hann talsverðar tekjur þó hann sé lélegur og hastur. Hinn billinn safnar halla. - Gjaldskráin stendur alls ekki undir kostnaði. Deildin á i sifelldum erfið- leikum við að láta gjöldin standa undir kostnaði. Ef ekki kæmi til fjárstuðn- ingur almennings væri ekki hægt að reka sjúkrabifreið í umdæminu. - Dæmi um erfiðleika sem gjaldskráin setur okkur: Sjúkrabifreið fengin að S. Sjúklingurinn fluttur þaðan á flugvöllinn. Akstur 300 km. Greitt fyrir 25 km. - Lögreglan var með sjúkraflutninga þar til henni var bannaó það. Var þaó mjög misráðið, þvi sjúkraflutningar voru i góðu lagi og enginn sem getur verið með sambærilega sólarhringsþjónustu nema hún, en hér eru 35 útköll á ári. - Auglýst var eftir sjálfboðaliðum og hafa margir gegnt starfi siðan. Allir eru þeir af sitthvoru sauðahúsinu og hefur enginn kunnáttu ef undan eru skildir þrir timar af leiðbeiningum eftir aö menn hófu störf. Lögreglan er á stöðugri vakt og ávallt meó bifreióina við hlióið. Ættu þeir þvi að vera fljótari á staðinn i þessum nálægt 5 neyðartilfelium á ári. Mér finnst skylda stjórn- valda að taka tillit til aðstæðna eins og hér eru og heimila lögreglu aó ann- ast þessi neyðartilfelli. - Það er rangt ef þvi er haldið fram að neyðarþjónusta lögreglunnar kosti mikið fé. Hins vegar gefur það lögreglunni tækifæri til bættrar þjónustu i sýslunni. - 1 þeim tilfellum, þar sem ekki næst i sjúkraflutningamanninn, er leitað til ákveðins hóps af mönnum i héraðinu, sem hafa lýst sig viljuga til sjúkraflutn- inga. Eru þetta helst lögregluþjónar, sem ekki eru á vakt þá stundina, þótt i undantekningartilfellum hafi orðið að leita til vakthafandi lögregluþjóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.