Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 40
38
þó þær aöstæður aö viða eru einkafyrirtæki sem annast alla venjulega flutninga
sem ekki flokkast undir bráðaþjónustu, þannig að meiri sérhæfingu veröur við
komið en hér.
Borinn hefur verið saman árangur af starfi lækna og hjúkrunarfræðinga annars-
vegar og leikmanna hinsvegar við starf i hjartabilum. Reyndist ekki marktækur
munur á dauðsföllum af völdum bráðra hjartasjúkdóma hjá þessum tveim hópum (96).
Athygli vekur hve mikil áhersla er lögð á menntun sjúkratækna og er Ástralia til-
færð sem dæmi um itrustu kröfur.
Sums staðar á norðurlöndum hefur i viðleitni manna við aó þoka þróun sjúkraflutn-
inga áfram sem hraðast verió lögð meiri áhersla á tækjabúnað en þjálfun (18). Á
siðari árum sýnist þetta hafa snúist við og er nú viða um lönd allt kapp lagt á
að efla menntun og þjálfun allra þeirra sem við sjúkraflutninga starfa, ekki að-
eins sjúkraflutningamenn, heldur einnig aðra sem sjúkraflutningunum tengjast með
ýmsum hætti i heilsugæslunni t.d. lækna og hjúkrunarfræóinga.
Er mikilvægt að fylgt verði eftir þeirri reynslu sem safnast hefur i tengslum
við sjúkraflutninganámskeið Borgarspitalans og RKÍ. Þá þarf að taka afstöðu til
þess hvernig sjúkraflutningar verði byggðir upp i framtiðinni, hvert umboð
sjúkraflutningamenn fái frá heilbrigðisstéttum til að rækja mikilvægt hlutverk.
Það leiðir til þess aó smám saman verði gerðar auknar kröfur til sjúkraflutninga-
manna.
Aftur og aftur kemur sú spurning upp i umræðum um sjúkraflutninga og þá sérstak-
lega vegna þarfa hjartasjúklinga að hve miklu leyti stóraukin sjúkraflutninga-
þjónusta svari kostnaði (97). Hér er i senn um viðkvæmt og mikilvægt mál aó
ræða. í viðleitni sinni við að halda niðri kostnaði er beitt þeim stjórnunarað-
gerðum sem tiltækar eru, að auka nýtingu starfsmanna, fækka ónauósynlegum út-
köllum og að nota ódýrari starfsmenn en lækna og hjúkrunarfræðinga án þess þó aó
gera þjónustuna lakari.
Til að bjarga lifum hjartasjúklinga sérstaklega er leitast við að leiðbeina þeim
svo þeir dragi ekki úr hömlu að leita læknis og að þeir hljóti viðeigandi þjón-
ustu þegar i stað (98) . Með samræmingu hinna ýmsu þátta bráðaþjónustunnar og
almennum heilbrigðisfræðsluaóferðum (99) má kenna mönnum að bregðast betur við
en annars. Samkvæmt körmun sem gerð hefur verið hér á landi bendir ýmislegt til
að jafnvel almennar umræður um fyrstu viðbrögð við hjartabilun geti leitt til
framfara og bjargað lifi (68).
Eins og eðlilegt var á sinum tima voru brunavarnir og sjúkraflutningar viða
sameinaðir af hagkvæmnisástæðum. Á siðari timum hafa orðið stórstigar framfarir
á báðum þessum sviðum. Báðar greinarnar eru orðnar hátæknilegar og er mikillar
þekkingar og ólikrar krafist á báðum sviðum. Þetta leiðir m.a. til aðskilnaðar.
Misjafnt er hvað meint er með aðskilnaði. Sums staðar óska menn eftir algjörum
aðskilnaði meðan annars staðar er talið nægilegt að sérstakir menn annist sjúkra-
flutningana sem sérgrein, hafi þar frama og menntunarmöguleika þótt i einhverjum
tengslum séu rekstrarlega við brunavarnir. Sú skoðun virðist eiga vaxandi fylgi
að fagna aö stjórn sjúkraflutninganna skuli vera læknisfræðileg. Þá skuli og
efla hlutverk sjúkraflutningamanna, jafnvel mennta sérstaka sjúkratækna innan
bráðaþj ónustunnar.
Menn eru ekki alltaf á sama máli um hvernig tengslunum skuli vera háttað við
heilbrigðisþjónustuna. Sums staðar eru sjúkraflutningamennirnir við störf inni
á bráðaþjónustudeildum sjúkrahúsanna meðan þeir eru ekki i útkalli. Nokkrir
telja hættu á að þeir verði þar misnotaóir og timanum sem þeir hafi milli út-
kalla sé betur varið til náms, þjálfunar og tækjaviðhalds. Þvi sé vænlegra að
hafa bækistöðina aðskilda frá sjúkrahúsinu þótt fagleg stjórn sé sameinuð.
Vegna mannvals skal á það bent að talið er heppilegt (49 62 100) að konur annist
sjúkraflutninga. Þær hafa eiginleika sem geri þær heppilegar til þeirra starfa.
Tæknin hafi gert mögulegt aó fólk starfi við sjúkraflutning með minni likams-
burði en áður var talið nauðsynlegt.
Megineinkenni þeirrar þjónustu sem sjúkraflutningarnir eru að breytast i viða um
lönd er, að gengið er út frá þvi að læknisþjónustan/sjúkrameðferðin hefjist þar
sem hennar gerist þörf. Heilsugæslan miðast þá við að almenningi sé leiðbeint
um eða hann þjálfaður til að brúa bilið frá áfalli og þar til fulltrúar heilsu-
gæslunnar koma á staðinn. Þegar heilsugæslan er komin á staðinn, hefst hinn fag-
legi þáttur - lækningin. Sjúklingurinn fær þá meðferð sem honum er nauðsynleg
og hægt er að veita og leitast er við að koma honum i flutningshæft ástand.
Ekki fyrr en það hefur gerst hefst að jafnaði flutningurinn. Hann fer þá fram
með þeim hætti að sjúklingurinn verði fyrir sem allra minnstu hnjaski, þannig að