Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 52

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 52
50 Getið er um sjúkrahúsió i Brugge meö 900 sjúkrarúm. Gjörgæsludeild hefur 18 lækna. Hafa þeir stjórn á 28 rúma gjörgæsludeild og neyðarmóttöku. Þangað koma 12 þús. sjúklingar á ári. Ferðir neyðarbifreiða voru 946 og þyrla 284. Læknir og sérmenntaður hjúkrunarfræðingur fara i sjúkraflutninginn og eru i ferðum 2 klst. og 10 minútur hvern sólarhring, 1 klst. og 14 minútur i neyðar- bilnum og 56 min. i þyrlunni. Þjónustusvæði bilsins hefur 15 km radius og er ibúatalan þar 200 þús. Helmingur ferða þyrlunnar eru innan þessa sama svæðis en hinn helmingurinn i 15-50 km fjarlægð frá sjúkrahúsinu. Allt svæðió hefur 700 þús. ibúa. Starfið telst nema tæplega hálfu starfi læknis og hjúkrunarfræóings og telst þetta hagkvæmt sem hluti af heildarstarfi viðkomandi sjúkrahúsdeiidar. Þá telst þetta mikilvægur liður i þjálfun sjúkraflutningamanna sem fá rajög litla menntun sem áður getur. Ekki telst sjúkraflutningakerfið þó fullkomió. Mögu- leikar hinna 300 þús. ibúa utan 15 km radius á að fá sérhæfóa neyóarþjónustu eru 10 sinnum minni en hinna sem nær búa. Talió er að til að jafna hlut þessara tveggja hópa þurfi að bæta 4 1/2 klst. við timann utan sjúkrahússins þannig að hann verði nærri 7 klst. alls. Kerfið sem hér hefur verið lýst þykir af hálfu spitalans vera hagkvæmt meó þeim fyrirvara þó að neyóarbilarnir og þyrlurnar eru reknar og kostaðar af öðrum aðilum. Fjöldi sjúklinga sem komið hafa i neyðarmóttökuna hefur tvöfaldast á 10 árum en dauðsföll ekki aukist. 6.3.5 Austurriki Sjúkraflutningar eru skipulagðir meó mismunandi hætti i hinum sambandsrikjum landsins (49) . I Salzburg annast Rauða kross félag héraðsins sjúkraflutninginn skv. þeim reglum sem RK félag landsins hefur sett. Reglurnar fjalla um hlutverk félagsins og tilgang, hvernig sjúkraflutningastöðvar skuli vera innréttaðar, til- högun fjarskipta og reglur um starfslió, menntun þess, bifreióir og allan út- búnað (109). 1 Salzburg eru 136.000 ibúar, 18 sjúkrabilar, 24 þúsund flutningar á ári eóa 1 flutningur á hverja 6 ibúa (i Reykjavik 1 á hverja 10). 15 manns eru á hverri vakt. Starfsmenn eru 30 fastráónir og 130 sjálfboðaliðar. Sjúkraflutningaþjónustan er áþekk því sem gerist i Reykjavik. Þó er vaktþjón- usta heimilislækna i mjög nánum tengslum við sjúkraflutningana og i sömu bygg- ingu. Athygli vekur hve vel er búið aó sjúkraflutningunum i húsnæði og tækjum og sýnist ekkert til sparað. Hér er fyrst og fremst vakin athygli á notkun sjálfboðaliða. Fastráðnir starfs- menn annast alla stjórn sjúkraflutninganna en ráónu sjúkraflutningamennirnir annast flutningana á daginn. Kvöld og næturþjónusta er i höndum hinna 130 sjálf- boðaliða sem vinna skv. samningi á fyrirframákveðnum vöktum. Gerðar eru sömu kröfur til sjálfboðaliða og fastráðinna manna. Þeim er sagt upp þjónustu með sama hætti og fastráðnum mönnum ef þeir mæta ekki með löglegum forföllum eóa ef þeir eru undir áhrifum áfengis o.s.frv. 1 starfi fá þeir mikla og góða þjálfun. Þeir fara á vikulangt námskeið árlega og eitt starfskvöld í viku er helgað þjálf- un. Sjálfboðaliðunum eru búin góð vinnuskilyrði, þægileg svefnherbergi, setu- stofur og vinnuherbergi. Þegar sagt er góó skilyrói er átt við að þau séu ein- staklega þægileg, heimilislegar aóstæóur og vel ræst. Markmiðió er aó gera þetta sjálfboðastarf eftirsótt svo sem frekast er kostur og verja því fé sem sparast vegna kaupgreióslna að nokkru leyti sjálfboðaliðunum i vil. Þeir geta varið tima þeim þegar þeir eru ekki i útköllum til náms, skrifstofustarfa eða lesturs. Þeir hafa sömu stöðu og fastráðnir menn. Meó þvi að taka þátt í starf- inu og þjálfuninni verða sjálfboðaliðarnir eftirsóttari en ella til annarra starfa, verkstjórnar og öryggistrúnaóarstarfa. Tilgangurinn með þessari skiptingu er að láta sjálboðaliðið vinna á þeim timum sem það er ekki við föststörf sín og láta það fá tækifæri til aö hvilast ef annir hamla ekki. Fastráðið starfslið er hinsvegar i fullu starfi á daginn, eftirliti með tækjum og þjálfun. Með þessari skiptingu verður nýting starfstima þeirra mun meiri en ella væri án þess þó að slakað sé á fjölda manna á vakt, því eins og gefur að skilja geta stórslys orðið hvenær sólarhringsins sem er. Hér er ekki um óáþekkt fyrirkomulag og notað er á nokkrum stöðum i Noregi, enda þótt mun meira sé gert fyrir sjálfboðaliðið i Salzburg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.