Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 15
13
þessi var tilkynnt í bréfi til sýslumanna 7. april 1978 (32) og mælt fyrir um
að þeim beri að tilkynna sveitarstjórnum, sjúkrahússtjórnum, sýslunefndum og
öðrum sem hlut eiga að máli um þetta. Rökstuðningur er sá að sjúkraflutningur
hafi verið einn verkþátta þeirra sem lögreglumenn hefðu haft með höndum "sem
starfsmenn sveitarfélaga" þrátt fyrir aó hér væri "um að ræóa verkefni sem væri
alveg óviðkomandi lögreglu". "Ráðuneytið telur eólilegast að sjúkraflutningar
séu i höndum sveitarfélaga, þar sem hér sé um að ræða verkefni, sem aó mati ráðu-
neytisins er nærtækast að leysa í hverju byggðarlagi fyrir sig, t.d. í tengslum
við sjúkrahús, á vegum sýslu, eóa á annan hátt. Heilbrigóisráóuneytið fer með
yfirstjórn þessara mála, sbr. lög nr. 56/1973". I lok bréfsins getur ráðuneytið
þess aó það hafi ekkert við þaó aó athuga "að lögreglumenn annist sem aukastarf
akstur sjúkraflutningabifreiða í frítíma sinum fyrst um sinn..".
Auk þess sem hér var vitnað til getur orsakanna fyrir aðgeróum dómsmálaráðu-
neytisins verið aö leita i þessum orðum bréfsins: "Ráðuneytió telur, að nú sé
svo komið, að fela verði öðrum aðila þessi verkefni, þar sem sjúkraflutningar
eru viðast hvar orðnir alltof kostnaðarsamir vegna ákvæða nýrra kjarasamninga..".
Ákvæði kjarasamninga rikisstarfsmanna um hvildartima leiddi til verulegrar
aukningar á yfirvinnugreiðslum. Ekki sist munu yfirvinnugreiðslur þeirra lög-
reglumanna sem jafnframt önnuðust sjúkraflutning hafa leitt til útgjaldaauka.
Þessum útgjaldaauka var nú reynt að sporna við. Fullyrðingunni um útgjalda-
aukningu hefur verið mótmælt (33).
Segja má aó bréf dómsmálaráðuneytisins hafi valdið ólgu viöa um land og þvi
fer fjarri að rnálið sé enn komið i þann farveg sem dóms- og kirkjumálaráðuneytió
vildi. Enn annast lögreglan sjúkraflutning viða um land og margir staðir eiga
mjög erfitt, svo ekki sé dýpra i árina tekið, að leysa sjúkraflutning án að-
stoðar og þátttöku lögreglunnar. Það hefur dómsmálaráðuneytið nú viðurkennt með
því aó heimila lögreglumönnum þátttöku i sjúkraflutningi á nýjan leik. Augljóst
er að sú breyting getur valdið nýrri ólgu og hætt er við að lögreglumenn
tregðist við aó taka til við þjónustu sem þeim áður hafði verið bannað að stunda
(34) .
Árnessýsla er eina stóra og fjölmenna umdæmið sem enn nýtur lögreglu i sjúkra-
flutningum. Sýslumaður sem þar situr hefur mótmælt ákvörðun ráðuneytisins og
mun sennilega sporna gegn ósk ráðuneytisins meðan hans nýtur við.
2.11 Tryggingastofnun rikisins
Sem fyrr segir kveða lög um almannatryggingar á um greiðslu vegna sjúkraflutn-
inga. Fyrst og fremst segja ákvæði 32. greinar laganna (30) að þegar bótaskylt
slys valdi sjúkleika og vinnutjóni i minnst 10 daga skal þá að fullu greiða
sjúkraflutning með sjúkraflugvé). eða sjúkrabil fyrst eftir slys eða þegar
ella verður nauðsynlegt að senda sjúkling með slikum farartækjum til meðferðar
hjá lækni eða i sjúkrahúsi, þó ekki fyrir einstakar ferðir, þegar um stundun er
að ræða. Ákvæði þessi geta verið erfið i framkvæmd þar sem bótaskyldan og 10
daga vinnutjón þarf ekki að vera ljóst sjúkraflutningsaðilanum, enda hefur ekki
verið farið eftir þessari grein svo vitað sé.
Það er fyrst og fremst ákvæði 43. greinar, stafliður i. sömu laga, sem áhrif
hafa haft á þróun sjúkraflutninga. Þar segir að greiða skuli óhjákvæmilegan
flutningskostnað sjúks manns i sjúkrahús innanlands að 3/4 hlutum. Þó skal ekki
greiða flutning innanbæjar og frá kostnaði við sjúkrabifreið dregst kostnaóur
vegna fyrstu 10 km.
Ósamræmi er i reglum þessarar greinar og niðurlagsmálsgrein sama stafliðar en
þar segir að um kostnað flutnings milli sjúkrahúsa fari eftir þvi sem kveðið
kann að vera á um i lögum um heilbrigðisþjónustu. Það er e.t.v. aukaatriói i
þessu sambandi að ákvæði þar að lútandi er ekki að finna i áminnstum lögum.
Framkvæmdin er sú aö sjúkraflutningakostnaður er að fullu greiddur þegar um
flutninga milli sjúkrahúsa er að ræóa. Að visu hefur komið upp ágreiningur milli
sjúkrahúsa um hvaða sjúkrahús eigi að standa straum af slikum kostnaði. Ekki er
kunnugt um dæmi þess að sjúkiingar hafi goldið sliks ágreinings. Þó telja þeir
sem til þekkja að svo hljóti að vera (35). Hinsvegar safnast ógreiddir reikn-
ingar fyrir þar sem sjúkrahús telja sér ekki bera skyldu til aó greiða sjálf
flutninginn (36).
Veittur er réttur i 41. grein laganna þar sem segir: "Hverjum þeim, sem sjúkra-
tryggður er skv. 40. gr. (þ.e. allir landsmenn, innsk. E.Á.) ókeypis vist ...
eins lengi og nauðsyn krefur, ásamt læknishjálp og lyfjum og annarri þjónustu
sem sjúkrahúsið veitir".