Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 35
33
TAFLA 16
Kostnaðarskipting sjúkraflutninga, allt landið
Akstur Laun Alls
Sjúklingar 10 km + 25% 2.925.000 2.925.000
Sjúkrahús 660.000 660.000
Sjúkrasamlög 4.335.000 4.335.000
Rekstrar- aðilar 8.180.000 8.180.000
Samtals 7.920.000 8.180.000 16.100.000
Af álitsgerðinni kemur fram aó gildandi sjúkraflutningataxti nemur 23% af kostn-
aði sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu, 65% utan þess og 49% á landinu í heild.
Hlutfallsskipting greióslu kostnaðarins kemur fram á töflu 17.
TAFLA 17
Hlutfallsskipting kostnaóar vegna sjúkraflutninga
Höfuðborgar- svæðið Utan höfuð- borgarsvæðis Landið i heild
Sjúklingar 11 22 18
Rekstraraðilar 78 36 51
* Almannatryggingar 11 42 31
100% 100% 100%
Sjúkrasamlög/daggjöld sjúkrahúsa
Þess ber að geta að stundum eru sjúkrahús rekstraraðilar og hækkar þá hlutfall
almannatrygginga nokkuð.
Hækkun sjúkraflutningataxta til að mæta kostnaði myndi koma niður á sjúklingum
50% og sjúkrahúsum 50% á höfuðborgarsvæðinu, á sjúklingum 34% og sjúkrasamlögum
66% utan þess og 37% niður á sjúklingum og 63% á almannatryggingum á landinu í
heild og létta byrði af rekstraraðilum.
Vakin er athygli á fyrirvara i álitsgerðinni og þessu bætt við. Þeir reikningar
sem tókst að afla gefa fæstir góða mynd af sjúkraflutningarekstri og voru yfir-
leitt ekki þannig gerðir að hægt sé að byggja á þeim gjaldskrá eða rekstrar-
eftirlit. Om þá reikninga sem ekki tókst aö afla verður að sjálfsögðu ekkert
sagt.
Ekki er ljóst að hve miklu leyti almenn iæknisþjónusta færir sér sjúkraflutn-
ingana i nyt úti um landið, þannig að á sjúkraflutninga sé færður kostnaður sem
komi þeim ekki beint við. Þá er heldur ekki ljóst að hve miklu leyti hagræði
sé að þvi að hafa sjúkraflutninga með höndum, sjúkrabilar notaðir i aöra þágu
sem varabilar o.s.frv. Á sama hátt er ekki ljóst aó hve miklu leyti sjúkraflutn-
ingarnir njóta stuðnings annarra aðila án þess að talið sé fram. Sem dæmi um
slikt má nefna hjúkrunargögn, þvotta og sótthreinsun, innheimtuaðstoð og bók-
hald.
Sjúkraflutningar eru stærri rekstrarliður en menn hafa almennt gert sér grein
fyrir.