Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 46
44
Eftir því sem lögreglumenn tjá okkur hér, hefur þeim verið bannað að skrifa
útkall á sinni vakt, eingöngu til sjúkraflutnings á venjulegum sjúklingum.
Æskilegt væri að gjaldskráin fyrir sjúkraflutninga hækkaói sem nemur manna-
haldi og öll sú hækkun komi á sjúkrasamlagið, þar eð greiðslur fyrir sjúklinga
a.m.k. úti á landi fyrir flutning á sjúkrahús eru æði háar fyrir og réttlætis-
mál að breyta til samræmis við það sem gerist i Reykjavik, þar sem sjúkrahúsin
eru i seilingarfjarlægð. Væri það hugmynd að sjúklingar greiddu ákveðið fasta-
gjald.
Ljóst er að skipun veróur að koma frá æðri stöðum um aó heilsugæslan/sjúkrahús
sendi aðstoðarmann með i ferðir þvi útilokað er að rekstur bilanna beri tvo
menn i starfi og vegalengdir miklar og seinfarnar.
Hér eru engir sjúkrabilar, reynt að koma mönnum inn i venjulega fólksbila og
ef ekki tekst, þá er reynt aó fá menn með sendibila.
Þessi mál eru öll i miklum ólestri og meðan ekki er hægt aö tryggja mönnum
sæmilega greiðslu fyrir vaktir og útköll má búast við að þau verði það áfram.
RK deildin treystir sér ekki til að taka að sér rekstur beggja bilanna við ó-
breyttar aðstæður, þ.e. að þurfa að greiða kaup manna af þvi sem inn kemur
fyrir aksturinn. Rætt hefur verið við Björgunarsveit- og Hjálparsveit skáta
um sjálfboðalið til aksturs, en ekki komið neitt út úr þvi, enda hefði sjálf-
sagt mætt mest á sömu mönnum og nú aka.
Sjúkrahúsið greiðir kaup sjúkraflutningamanna þegar farið er á bil sjúkrahúss-
ins. Þegar farið er á hinum bilnum hefur ekkert verið greitt, þar sem engir
peningar eru til.
Fjáröflun til rekstursins er með ýmsum hætti, svo sem með dansleikjahaldi.
Fjármagn er ekki til að standa undir vaktagreiðslum og útköllum þegar margir
túrarnir eru á lágmarksgjaldi og alltaf þarf að greiða mönnum fullt útkall.
Leysa mætti þetta með þvi aö setja upp ákveðna vakt, sem gæti sinnt sjúkra-
flutningum, vakt á slökkvistöð o.fl., en það hefur verið talað um þetta i mörg
ár, en litið gengur i framkvæmdinni.
Lögreglan hefur leyfi til þess frá dómsmálaráðuneytinu aó gegna sjúkraflutn-
ingum sem verkefni nr. 2. En lögregluþjónninn og billinn eru fjarverandi Xang-
timum saman, jafnvel i privaterindum, án þess að láta heilsugæsluna vita.
Þótt lögregluþjónninn sé á vakt skrifar hann útkallstima. Þá er lögreglubill-
inn lélegur. Við reynum þvi að fá aðra til flutninganna og hafa allir reynst
viljugir og lánað sina bila. Nú er verið að undirbúa sjúkraflutningakerfi og
við i heilsugæslunni munum ekki nota lögregluna, hún er ekki nothæf til þeirra
hluta, enda veifar hún bréfi frá dómsmálaráðuneyti um bann við þátttöku sinni.
Það er óskiljanlegt að dómsmálaráðuneytið skuli kaupa litinn sportjeppa sem ó-
gjörningur er að koma sjúkrakörfu inn i.
Við eru i vandræóum meó fjarskiptakerfið sem er i molum.
Sjúkraflugið er okkur mikilvægast. Teldum við nauðsynlegt aó hægt væri að
hringja i einn staó til að biðja um sjúkraflug og þar væru teknar ákvarðanir
um þaó sem máli skipti og jafnvel sendur læknir til móts við sjúklinginn. Ef
við færum héðan þarf tvær ferðir. Vandamál sjúklingsins og fjölskyldu hans
eru oft meira vandamál en við fáum ráðið við, þótt flutningurinn með flugvél-
inni bætist ekki við og stöðugar hringingar í allar áttir.
Gjaldskrármál sjúkraflugs þyrfti að athuga. Flugið kostar litlu meira en
flutningur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Hins vegar bætist við kostnaóur með
sjúkrabíl innan héraðs og frá flugvelli á spitala sem gerir 30% viðbótarkostn-
að. Kostir sjúkraflugs eru ótvíræðir, þeir eru fljótari og þægilegri. Vió
núverandi ástand á vegum er nærri ógjörlegt að flytja sjúkling með bil.
Við fluttum 100 ára gamla konu til rannsóknar á sjúkrahúsinu á A. og heim
aftur. Sjúkrasamlagið neitaði að borga þar sem hún hafði ekki verið lögð inn
og ekki þótti sannað að hún hefði ekki getað farið með rútu.
Innheimtan gengur mjög illa og er erfitt að innheimta marga reikninga, enda
eru aóstæður þeirra sem fluttir eru, og atvik slysa slík að fráleitt er að
ganga að fólki eóa eftirlifendum með greiðslukröfu.
Við eigum i mestum örðugleikum með reikninga vegna Reykvikinga sem hér slasast
eða verða veikir, einkum á sumrin. Sjúkrasamlag þeirra tregðast við allar
greiðslur vegna sinna samlagsmanna.