Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 34
32
ffitla má að ef fækkað væri um tvo menn á vöktum (þ.e. 2 á 4 vöktum eða 8) megi
bæta við a.m.k. 10-12 mönnum á dagvakt eða áhöfn 5-6 sjúkrabifreióa og létta
álagið á annatima.
Annars staðar var vxða lengi talið að vegna nýtingar á starfsliði slökkviliðsins
til sjúkraflutninga væri ekki hægt að breyta sjúkraflutningunum og fá þá í
hendur sérstökum stofnunum nema til verulegs kostnaðarauka. Það hefur hins
vegar sýnt sig aó dæmið var ekki fullreiknað og vegna kjarasamninga og fleiri
rekstrarþátta er ekki allsstaðar aó öllu leyti óheppilegt að skilja slökkvilið
og sjúkraflutningalið að (50 62). Ávinningur er að betri nýtingu og starfi liðs
sem hefur ljós markmið - sjúkraflutning annarsvegar og brunavarnir hinsvegar -
aó meginstarfi. Sjá fylgiskjal 6.3, bls. 46.
Það er mikilsvert framtíðarverkefni að koma sjúkraflutningum þannig fyrir í
Reykjavík að i senn verði hámarksnýting á starfsmönnum og ibúarnir fái þá þjón-
ustu sem þeim ber og þeir greiða fyrir með einum eða öðrum hætti.
Vel má vera að mönnum standi stuggur af breytingum á fyrirkomulagi sjúkraflutn-
inga, þar sem þær gætu orðið til kostnaðarauka. Á sama tima og fyrirkomulag
sjúkraflutninga hefur litið breyst verður mönnum ljósara en áður að fatlaðir og
aórir sérþarfahópar i borginni þurfa á sérstakri ferðaþjónustu að halda (84).
Nú hefur slikri þjónustu verið komið á laggirnar i Reykjavik og annast hana sér-
stök stofnun undir stjórn Strætisvagna Reykjavikur (85). Án þess að frekar
verði fjallað um rekstur hennar mætti á það benda að sennilega ætti að mega koma
ferðaþjónustunni i rekstrartengsl við sjúkraflutninga - til gagns báðum aðilum
eins og viða er gert.
Vegna þess að tilfærsla sjúkraflutninga milli rekstrarþátta, i þessu tilviki
frá brunavörnum til heilsugæslu, veldur vandamálum i fjármögnun má benda á að
rekstrarfyrirkomulag er meó margbreytilegum hætti i veröldinni. T.d. eru sjúkra-
flutningar sums staóar i nánum tengslum við brunavarnir þótt fagleg stjórn
þeirra sé á végum heilsugæslunnar.
I fyrrnefndri greinargerð slökkviliósins (71) eru nefnd dæmi um misnotkun á bif-
reiðum og starfsmönnum slökkviliðsins. Er skipulagsleysi kennt um. Nefnd voru
dæmi. Sjúkrahúslæknir kallar á sjúkling i sjúkrabil, litur undir ábreiðuna og
segir að allt sé i lagi og sjúklingurinn eigi að koma aftur eftir viku. Sjúkl-
ingur var sendur af einuxn spitala til rannsóknar á öðrum. Þar var hann látinn
drekka nauðsynlegt efni, fluttur til baka á spitala sinn. Þangað var hann aftur
sóttur að 1 1/2 klst. liðinni þegar hæfilegt var að gera rannsóknina. Þess var
ekki getið en má þó gera ráð fyrir að sjúklingurinn hafi verið fluttur enn á
sína dvalarstofnun.
Hér má bæta þvi við að flutningar af þessu tagi eiga sér stað á miklum annatima
og krefst mikils skipulags að koma öllum flutningum fyrir jafnframt þvi sem
slökkviliðið verður að vera tilbúið i neyðarköll. Þetta getur leitt til alvar-
legra ásakana i garð slökkviliðs og jafnvel óhappa.
Sú fullyrðing að millispitalaflutningar hafi aukist mjög og þaó oft af tilefnis-
lausu (43) gefa ástæðu til að athuga stjórn sjúkraflutninganna og gera eftir at-
vikum á henni breytingar. Ekki er óliklegt að þróuninni, ef um þróun er að ræða,
hefði mátt stýra i heppilegri farveg ef stjórn flutninganna, læknisfræðileg og
tæknileg væri traust. Sú leið hefur verið farin að gera tillögur byggðar á veik-
um forsendum og einstökum dæmum. Tillögur slökkviliðsstjóra, sem i heild sinni
eru allrar athygli verðar, þótt þær verði ekki að öóru leyti ræddar, eru þær að
sjúkrahúsunum i borginni veröi gert að taka allt að helming flutninganna á sinar
heróar, án þess þó aó samsvarandi tilfærsla verði á starfsliói.
Stjórnkerfi sjúkraflutninganna i Reykjavik hefur að miklu leyti verið óbreytt i
hálfa öld. Á sama tima hefur orðið bylting i annarri heilbrigðisþjónustu, heil-
brigðisástandi, atvinnu og lifnaðarháttum.
3.10.4 Kostnaður sjúkraflutninga
Á fylgiskjali 6.2 er álitsgerð Sigfinns Siguróssonar hagfræðings um áætlaðan
heildarkostnað sjúkraflutninga á landi eins og hann var á athugunartimabilinu i
ágúst/september mióaóur við árstimabil.
Hér er sá hluti álitsgerðarinnar þar sem tekinn hefur verið saman kostnaður
fyrir allt landið.