Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 32
30
sjúkraflutninganámskeið í Danmörku. Starfsmenn slökkviliðsins halda þvi hins
vegar fram að þetta sé ofmetið hjá slökkviliðsstjóra og væru nefnd námskeið
ekki vel undirbúin, þeim væri ekki alltaf fulllokið og ýmsir ekki tekið þátt í
þeim.
Ekki verður lagður dómur á hið rétta i þessu efni, en hitt er ljóst að menntun
og þjálfun er ónóg og verður að auka verulega frá þvi sem er, ef einhver von á
að vera um að sjúkraflutningar geti náð æskilegum árangri og sambærilegum við
það sem best gerist (74-81).
Sú breyting hefur orðið á afstöðu lækna til sjúkraflutninga að þeir gera sér æ
meiri grein fyrir mikilvægi sjúkraflutningamanna og þýðingu þeirra i bráðaþjón-
ustu. Þeim megi fela stærra hlutverk i bráðaþjónustu en nú er. Ekki er enn
samræmd afstaða til málsins en þróunin hefur verið furðu hröð. Það er eðlilegt
að forystan skuli hafa komið frá helsta slysaspitala landsins. Læknar Borgar-
spitalans gengust eins og áður var getið fyrir sjúkraflutninganámskeiðum. Hafa
þegar verið haldin 3 námskeið með 50 þátttakendum. Var hið fjóróa fyrirhugað i
októbermánuði 1981, en nokkuð vantaði upp á nægilega þátttöku. Enginn var skrá-
settur til þátttöku af reykjavikursvæðinu, en slökkviliðið þar vildi' ekki senda
menn á námskeiðið. Var þvi þá aflýst. Var slæmt að svo skyldi fara og enn
verra aó Slökkviliðið i Reykjavik skyldi ekki veita stuðning sinn, þar sem nám-
skeióin voru farin að skila reynslu.
Ef til vill má rekja ástandið i sjúkraflutningamálum landsins til þess, að þeir
sem eiga mest af uppsafnaðri reynslu - sjúkraflutningar Reykjavikurborgar -,
hafa litið miðlaó öórum af henni, ef undan eru skildir þeir slökkviliösmenn sem
annast hafa kennslu sjúkraflutningamanna á vegum RKÍ og Borgarspitalans.
Borgarstjórn Reykjavikur skipaði á sinum tima (82) sjúkraflutninganefnd til að
hafa umsjón með framkvæmd bráðaþjónustu i Reykjavik. Nefndina skipa fulltrúar
hagsmunaaðilanna: Borgarspitala, Landspitala, Reykjavikurdeildar RKÍ og slökkvi-
liðs undir formennsku fulltrúa borgarlæknis. Virðist takmarkaður árangur hafa
orðið af starfi nefndarinnar og hún ekki hafa skilað þeim árangri, sem i upphafi
var vænst. Vald nefndarinnar er litið, fjárráð engin og hún hefur ekki yfir að
ráða launuðu starfsliði. Nefndin hefur afskipti af sjúkraflutningum á svæði sem
tekur til þjónustusvæðis Slökkvistöðvarinnar i Reykjavik. Nær það til 6 sveitar-
félaga, tveggja læknishéraða (heilbrigðismálaráða), auk fleiri RK deilda.
Spyrja mætti hvort stjórn sjúkraflutninga á svo stóru svæði þyrfti ekki aö vera
i höndum annars konar stjórnsýsluaóila en hér er um að ræða?
Eins og fyrr var drepið á hefur Slökkviliðið kvartað yfir þvi álagi sem fylgir
millispitalaflutningum. Hefur verið rætt um i alvöru að sjúkrahúsin taki milli-
spitalaflutninga i sinar hendur. Þar með yrðu sjúkraflutningaaðilarnir 3-4 i
stað eins. Hafa má i huga að sjúkrastofnanir eru fleiri en Landspitali, Borgar-
spitali og Landakot.
Þeirri spurningu má varpa fram, hvort ekki væri eðlilegra að snúa málinu við og
láta sjúkrahúsin fremur taka að sér alla neyðarflutninga, vandasama almenna
flutninga og þá millispitalaflutninga, þar sem faglegrar hæfni er krafist.
Hlutur sjúkraflutninqa i rekstri Slökkviliðsins 1 Reykjavik
Hér verður reynt að meta hlutdeild sjúkraflutninga i rekstri Slökkvistöðvarinnar
út frá þeim upplýsingum að 2-3 sjúkrabilar séu að staðaldri i flutningum á anna-
tima, töflur 14 og 15. Sjúkraflutningar eru 25 sinnum fleiri en brunakvaðningar.