Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 37

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 37
35 4 brAðaþjónusta Þótt oröiö bráöaþjónusta hafi ekki mikiö verið notað og merking þess ekki rót- föst í málinu veröur það eigi að síður notaó sem safnheiti yfir þá þjónustuþætti sem slösuðum og alvarlega veikum manni eru nauðsynlegir allt frá þvi aó hann verður fyrir slysi eða bráðs sjúkleika verður vart og þar til lækning og meðferð hefur hafist (12 86 87). Þessir þættir eru tengdir og nauðsynlegt aö gera skyldum þattum skil. brAðaþjónusta 1. Almenn þekking og viðbrögð. 2. Almenn skyndihjálparkunnátta. 3. Almenn þekking á hjartahnoði. 4. Skipulagðir sjúkraflutningar. 5. Móttökuskilyrði og stjórn innan heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. 6. Flutningakerfi milli stofnana. 4.1 Almenn þekking og viðbrögð Mikilsvert er ef takast á að forða fólki frá þjáningu, ótímabærum dauða og al- varlegum afleiöingum slysa og sjúkdóma að einhver aðili hafi meö höndum skipulag viðbragða af hálfu almennings og fræðslu í þvi efni. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að kenna almermingi 1. Hvað skuli gera til þess að áfallið hafi ekki alvarlegar afleiðingar i för með sér. 2. Hvernig leita eigi hjálpar. 3. Hvar leita eigi hjálpar. Almenningi getur verið vandi á höndum að ná til hjálpar á hinum ýmsu stöðum á landinu. Enn er ekki samræming á simanúmerum þar sem gefnar eru upplýsingar um hjálparlið. Á þetta ekki einungis við þegar slys ber að höndum, heldur er hér einnig um brýnt mál að ræða, þegar náttúruhamfarir verða, bruni eða atburðir sem krefjast aðstoðar lögreglu. Viða um heim hefur verið unnið að þvi að koma upp samræmdu neyðarnúmeri sem.hægt er að leita til, annaðhvort i sérstökum tilvikum eða almennt. Neyðarnúmer er þó ekki eitt sér nein lausn þar sem reynsla sýnir að þekking al- mennings á neyðarnúmerum er sums staðar bágborin og þyrfti þvi fræósluáætlun að vera i tengslum við neyóarnúmeriö. Þá er hitt og nauðsynlegt að þeir sem neyðar- þjónustu gegna hafi skipulag sér að baki sem tryggi svo sem verða má aðra tengda þjónustu. 4,2 Skyndihjálparkunnátta almennings Skyndihjálparfræðsla fyrir almenning hefur hingað til ekki verió i verkahring opinberra aðila. Fræðsluyfirvöld hafa litið látið hana til sin taka. Helst hefur það komið i hlut Almannavarna, enda virðist 1. gr. laga um almannavarnir vera nægilega rúm til að heimila slikt, þótt ekki sé þetta mál sérstaklega nefnt þar (88). Almannavarnir rikisins hafa leitast við að koma á ákveðinni verkaskiptingu milli hinna ýmsu björgunaraðila i landinu (89-92). i samkomulagi (89) er þvi lýst yfir að RKÍ hafi forystu um kennslu i skyndihjálp og endurnýjun námskerfis og komi upp nauðsynlegu kennaraliði. Stefnt skuli að þvi aó námskeið, leiðbeinandanámskeið og leiðbeinendur öðlist löggildingu, þannig að eitt kerfi og ein aðferð verði opinberlega viðurkennd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.