Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 31

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1982, Blaðsíða 31
29 Auk bifreiöakaupanna hefur félagió haldið ráðstefnur, námskeið og fundi. Það hefur veitt ráógjöf um sjúkraflutningarekstur, aðstoóað við innkaup á vörum til sjúkraflutninga, verið i forsvari margra aóila af landsbyggðinni, gengið í fjár- hagsábyrgó, og þannig má lengi telja. 3.10.3 Sjúkraflutninqar á höfuðborgarsvæðinu Stærsta sjúkraflutningaumdæmi landsins er að sjálfsögðu höfuðborgarsvæðið - Reykjavik, Seltjarnarnes, Kópavogur og Kjósarsýsla. Ibúatalan á þessu þjónustu- svæði er 45% af ibúatölu þjóðarinnar, þar fara fram 64% allra sjúkraflutninga. Slökkviliðið i Reykjavik hefur annast þar sjúkraflutninga frá upphafi i tengslum við RKÍ. Sjúkraflutningar eru annar meginþátturinn i starfi slökkviliósins i Reykjavik. Brunaútköll eru aöeins nálægt 400 á ári hverju (59). Slökkviliðið hefur lengi haldið þvi fram að slökkvistarfið væri aðalstarf sem gengi fyrir. Þessi afstaða setur svip á sjúkraflutningaþjónustu þess. Sjúkra- flutningarnir hafa ekki þróast faglega, svo sem eðlilegt hefði verið. Er þetta raunar ekki ólikt þvi sem gerist viða þar sem þessir tveir þættir eru sam- tvinnaðir. Er sums staðar i athugun aó aóskilja þá (60-64) eða hefur þegar verið gert (49 50). A sama hátt og borið hefur á óánægju innan slökkviliðsins hefur einnig verið óánægja með árangur sjúkraflutninganna. Eru það einkum læknar við gjörgæslu- og hjartasjúkdómadeildir sem talið hafa að skipulagi sjúkraflutninganna mætti betur fyrir koma. Hefur verið sýnt fram á að árangur var hér lakari i sjúkraflutninga- kerfinu hvað hjartasjúkdómum viðkemur en á öðrum sambærilegum stöðum (65). Hefur þessu verið mótmælt af hálfu slökkviliðsins (66) án þess þó að málið hafi fengið fullnægjandi umræðu (67) . Þess má geta að nýrri rannsóknir benda til að árangur hafi siðar farið batnandi (68). Fyrir um 15 árum fór fram athugun á kostnaði við sérstakt sjúkraflutningalið (69). Hefur tillögum sem ganga i aðskilnaðarátt, þ.e. að færa hluta sjúkraflutn- ingarekstrarins i umsjón heilsugæslu borgarinnar, vaxið ásmegin i seinni tið og fengið vinsamlegri hljómgrunn frá slökkviliðinu en áður (43 70). Gengur ósk slökkviliðsins nú i þá átt að sjúkrahúsin taki sjálf að sér svokallaða milli- spitalaflutninga, en slökkviliðið telur þá vera 50% flutninganna. Þar að auki eru þeir erfiðir, þar sem þeir eru að mestu leyti á timabilinu kl. 10-15 virka daga, en þá fara almennir flutningar einnig aðallega fram, eða allt að 90% allra sjúkraflutninga. Neyóarflutningar, 10%, dreifast yfir sólarhringinn, þó að sjálfsögðu megi búast við að slys, ekki sist vinnuslys, eigi sér stað einnig á þessum sama tima. Hefur slökkviliðið i röksemdafærslu sinni gert millispitala- flutninga tortryggilega og borið sakir á starfslið spitalanna fyrir misnotkun (71) . Ósk sjúkraflutningamanna um að losna við millispitalaflutninga hefur fengið hljómgrunn hjá sjúkraflutninganefnd Reykjavikur (72) sem telur eðlilegt aó sjúkrahúsin taki við þessum flutningum, væntanlega hvert fyrir sig. Þá stæði eftir um helmingur flutninganna, neyðarflutningur og annað sem ekki er talið "millispitalaflutningur". Fulltrúi Borgarspitalans lagði fram frekari tillögur um breytt fyrirkomulag sjúkraflutninga (73). Um þessar mundir er áformað að koma fyrir neyðarbifreið, sérstaklega útbúinni, á timabilinu frá kl. 8-18 við Slysadeild Borgarspitalans og myndu slökkviliðs- menn þjóna henni á vixl ásamt þeim læknum sem stjórna bráðamóttöku spitalans. Af viðtölum við lækna spitalans kemur fram að nokkrir telja ósennilegt að þessi tilraun takist, m.a. vegna stjórnunar sjúkraflutninga. ðliklegt má telja að mjög margir menn geti annast sjúkraflutninga og skipst á um svo vandasama þjón- ustu. Slökkviliðið sem heild hefur enn ekki þann faglega metnað sem nauðsyn- legur er. Þjálfun manna til sjúkraflutnings i liði þar sem slökkvistörf koma sem fyrsta skylda, er að sjálfsögðu erfið. Sérhæfingu verður ekki við komið þar sem 52 menn skiptast á i starfi, og þjálfun einkum miðuð við slökkvistarf. Hæfnis- kröfur við ráðningu miðast þar af leiðandi varla við sjúkraflutning. Starfsmenn hafa ekki tök á að tileinka sér kunnáttu á báðum sviðum og á það bæði við um yfirmenn og undirmenn. Þjálfun manna er að sögn slökkviliðsstjóra fólgin i byrjunarnámskeiði nýlióa, 12 tima, samsvarandi skyndihjálparnámskeiði RKl fyrir byrjendur. Þar næst kemur 40-50 klukkutima námskeið fyrir fasta starfsmenn. Eftir þaó er framhaldsnám- skeið á spitölum og að lokum gat slökkviliðsstjóri þess að yfirmenn færu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.