Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 18
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Lögreglu- menn eru vel menntaðir fagmenn á sínu sviði og engir nema þeir einir þekkja hvernig dekkstu hliðar sam- félagsins geta birst. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is - einfaldara getur það ekki verið! Ár hvert verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu rúmlega 1.000 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar en þá létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við erfiðar aðstæður, tekjumissi og jafnvel fjárhagsáhyggjur. Ég hef lagt fram frumvarp um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Þar er lagt til að for- eldrar barna yngri en 18 ára sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá vinnu og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Hægt verði að taka leyfið á tveggja ára tímabili frá andláti makans. Fjölskylduaðstæður eru auðvitað ólíkar og hugtakið foreldri er þess vegna skilgreint víðara en almennt er gert í lögum. Aðrir en foreldrar eða forsjáraðilar geta þannig talist foreldrar í skilningi laganna hafi þau gegnt foreldraskyldum gagnvart barni tólf mánuði eða lengur. Þá eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Miklu skiptir að þessum fjölskyldum sé veitt svigrúm til sorgarúrvinnslu og til að vera til staðar fyrir þau börn sem ganga í gegnum sára sorg og missi. Foreldrar í þessari stöðu eru nú háðir því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika í starfi. Hugsunin að baki er ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélagið hafa bent á mikilvægi þess að festa sorgarleyfi í lög. Alþingi getur veitt þessum fjölskyldum mikilvægan stuðning með því að sameinast um þetta frumvarp. Í því felast skilaboð um að við ætlum sem samfélag að vera til staðar fyrir þau börn sem missa foreldri. n Sorgarleyfi vegna andláts foreldris Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar Hugsunin að baki er ekki síst hagsmunir barnanna sem í hlut eiga. helenaros@frettabladid.is Lögregluleki Talið er að myndband sem sýnir innrás fjölda grímuklæddra manna í Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld komi úr gagna- grunni lögreglunnar. Myndbandið hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar má sjá ein- staklinga hlaupa inn í VIP-herbergi klúbbsins og ráðast að þremur einstaklingum eins og í bandarískri bíómynd. Algjörlega galið. Eitthvað sem sennilega fæstir hefðu getað ímyndað sér að verða vitni að þetta fimmtudagskvöld. Lögreglan hefur staðfest að málið sé til skoðunar hjá héraðssaksóknara. Óheppilegt. Eitt skemmt epli Það hlýtur að teljast leiðinlegt með öllu ef rannsókn á málinu staðfestir að starfsmaður lögreglunnar hafi lekið myndbandinu. Lögreglan hefur nefnilega staðið sig betur nú en oft áður í upplýsingagjöf til fjöl- miðla og almennings í tengslum við þetta mál. Mikil áhersla hefur verið lögð á upplýsingagjöf í málinu sem ber að fagna – því það er nýjung. Tugir lögreglumanna hafa unnið sleitulaust að rannsókn málsins auk fleiri aðila. Enda málið mjög umfangsmikið en þrjátíu hafa verið handteknir í tengslum við það. Einmitt núna þegar lögreglan þarf mest á trausti almennings að halda væri því leiðinlegt ef einn aðili nær að rýra traust til lögreglunnar af því viðkomandi gat ekki staðist freistinguna. Óheppilegt. n Í allri umræðunni um þá auknu hörku sem blasir við undirheimunum hér á landi er mikilvægt að hafa í huga að lögreglumennirnir sem sendir eru á vettvang hverju sinni eru manneskjur sem eru að rækja erfiðar skyldur sínar, oft og tíðum við óbærilegar aðstæður. Og ekki þarf að efast um það nokkru sinni að oftar en ekki taka laganna verðir að sér verkefni sem kunna að ganga gegn gildum þeirra sjálfra. Jafnvel enn mikilvægara er að hafa í huga, hverju sinni sem stórir og smáir hópar fólks fara að tjá sig um lögreglu- aðgerðir, að þessar manneskjur sem eiga og þurfa að framfylgja lögum og reglum í landinu, eru bara venjulegir landsmenn sem eiga sér fjölskyldur, börn og maka – og þrá það heitast að komast klakklaust heim af vaktinni sinni. Og það er í þessu ljósi sem ræða þarf af yfirvegun hvort og hvernig eigi að efla starfsumhverfi lögreglunnar svo hún geti sinnt störfum sínum af sem mestu öryggi, jafnt fyrir borgarana í landi og laganna verði – og notið áfram trausts. Lögreglumenn eru vel menntaðir fag- menn á sínu sviði og engir nema þeir einir þekkja hvernig dekkstu hliðar samfélags- ins geta birst svo til óforvarandis. Þess vegna er eðlilegt að meta óskir þeirra sjálfra um aukinn vopnabúnað, svo sem raf byssur, og frekari heimildir til að ráða við þá ógn sem blasir við þeim, jafnt að nóttu sem degi. Í þessum efnum snýr spurningin ekki síst að því hvort lögreglumenn hér á landi eigi að hafa aðgang að sömu tækjum og tólum og kollegar þeirra á öðrum Norðurlöndum hafa yfir að ráða – og ef ekki, er líklega nauðsynlegt að rökstyðja það af hverju þeir íslensku eigi að vera eftirbátar starfs- systkina sinna í þeim löndum sem við viljum helst og mest bera okkur saman við. Og svo er hún líka æði ágeng enn ein spurningin frá síðustu og verstu tímum; verður það svo að lögreglan haldi ekki í við bófana af því þeim síðarnefndu er það í sjálfsvald sett að bæta aðferðir sínar á meðan lögreglunni er meinað að gera það? Þessi umræða þarf að fara fram af still- ingu, án upphrópana og þaðan af síður alhæfinga, en lögreglumenn þessa lands eiga það einfaldlega skilið. Slíkt er starfs- umhverfi þeirra. n Traust og regla SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.