Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 10
95 ÁRA AFMÆLISGANGA FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS Gengið á Stóra-Hrút í Geldingadölum og heim Meradali Gangan hefst kl. 10 frá bílastæði norðan Ísólfsskála og tekur 4-5 klst. Fararstjórar eru Tómas Guðbjartsson, Auður K. Ebenesardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Sérstakur gestur er Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands - sem fræðir göngufólk um jarðfræði svæðisins. Mætið vel útbúin til gönguferðar, í útivistarfatnaði og í góðum skóm, með bakpoka og nesti til göngunnar. Ferðafélag Íslands / Mörkinni 6 - 108 Reykjavík / sími (+354) 568 2533 / netfang fi@fi.is / heimasiða www.fi.is Sunnudaginn 27. nóvember 2022 ÖLL VELKOMIN ÓKEYPIS AÐGANGUR Gamalreynd blóðþrýstings- lyf virðast reynast vel sem lyf gegn ADHD. Þetta sýnir ný rannsókn sem gerð var á sebrafiskum. kristinnhaukur@frettabladid.is VÍSINDI Ný rannsókn vísinda- manna sprotafyrirtækisins 3Z lofar góðu hvað varðar lyfjagjöf fyrir þá sem eru með ADHD. Hafa þeir prófað stór lyfjasöfn á sebrafiskum til að finna þau lyf sem henta best. „Ef þetta sýnir góða virkni í mönnum, sem eru góðar líkur á, þá myndi þetta nýtast stórum hópi ADHD-sjúklinga,“ segir Haraldur Þorsteinsson, rannsóknar- og þró- unarstjóri og einn af stofnendum 3Z sem er sprotafyrirtæki sem varð til í Háskólanum í Reykjavík. Í dag er metýlfenídat notað gegn ADHD. En það er örvandi og hefur nokkuð miklar aukaverkanir, svo sem svefntruf lanir, svefnleysi og minnkun matarlystar. Þá er einn- ig hætta á misnotkun. Þar að auki virka lyfin aðeins fyrir um 65 pró- sent sjúklinga því stór hópur svarar þeim ekkert sérstaklega vel. Vísindamennirnir í 3Z hafa skim- að stór lyfjasöfn í sebrafiskum til að þrengja hópinn. Það er, þau lyf sem fiskarnir svara vel eru prófuð áfram í rottum eða músum. „Sebrafiskar og menn hafa mjög skyld erfðamengi,“ segir Haraldur. „Samsvörunin er yfir 80 prósent. Þeir fjölga sér mjög hratt og við getum gert allar okkar mælingar í seiðum.“ Sífellt sé verið að nota sebrafiska meira og meira í lífvís- indum, sérstaklega taugavísindum. En almenningur þekkir þessa suður asísku fiska einna helst úr gullfiskabúrum. Vísindamenn 3Z nota sebrafiska mikið, en fyrirtækið sérhæfir sig í lyfjaþróun tauga- og geðsjúkdóma og -raskana. Meðal annars hafa þeir gert rannsóknir á MND- og Parkinsonsjúkdómunum. Í þessari rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Neuro psycho- pharmacology fyrir skemmstu, eru helstu niðurstöðurnar þær að fjögur áður þekkt lyf og eitt nýtt lyf gefi góða svörun gegn ADHD. Þessi áður þekktu lyf eru í dag notuð gegn of háum blóðþrýstingi. „Þetta eru lyf sem hafa verið lengi á markaði og geta verið end- urskilgreind sem ADHD-lyf,“ segir Haraldur. Þetta eru ekki örvandi lyf og þeim fylgir því ekki sama hætta á misnotkun. Það er, þau hafa ekki bein áhrif á dópamínmóttakara í heilanum. Aukaverkanirnar eru einnig vel þekktar og eru minni en þær sem fylgja metýlfenídati. Spurður um næstu skref segir Haraldur að það séu prófanir á mönnum, svokallaðar fasa tvö prófanir í þröngum sjúklingahópi. Gefi þær góða raun eru prófanirnar útfærðar til stærri sjúklingahóps. Telur Haraldur að lyfjunum gæti verið vísað til þeirra sem eru með ADHD eftir kannski f jögur eða fimm ár. Ferlið sé töluvert styttra þegar verið sé að endurskilgreina gömul lyf því þau þurfa ekki að fara í gegnum sömu öryggisprófanir og ný. n Þróa lyf gegn ADHD með sebrafiskum Sebrafiskar henta vel til að prófa stór lyfjasöfn, til dæmis við tauga- og geð- sjúkdómum. MYND/AÐSEND Sebrafiskar og menn hafa mjög skyld erfða- mengi. Haraldur Þorsteinsson, rannsóknar- og þróunarstjóri 3Z kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Sigurður Ingi Jóhanns- son innviðarráðherra vill breyta lögum um Jöfnunarsjóð til að í þeim verði hvatar til sameiningar sveitar- félaga. Mörg af smærri sveitarfélög- um landsins fá stóran hluta tekna sinna úr sjóðnum. Samkvæmt áformum ráðherra mun sjóðurinn styðja áfram við veikari byggðir en innbyggðir verða hvatar til sameiningar. Forsvarsmenn Gr ý tubak ka- hrepps hafa verið meðal háværustu gagnrýnenda áformanna. Í umsögn hreppsins segir að lagabreytingarnar hverfist að mestu um sameiningar. „Ekki er minnst á meginhlut- verk sjóðsins, sem er að gera öllum sveitarfélögum kleift að veita íbúum landsins lögbundna þjónustu og eins sambærilega um land allt og kostur er,“ segir þar. Skerðing framlaga leiði af sér veikari byggðir. Annað sveitarfélag sem gerir athugasemdir er Skagabyggð, sem telur innan við 100 íbúa. „Það verður að tryggja að ekki verði gengið á rétt minni sveitar- félaga sem ekki hafa náð samningum um að sameinast,“ segir í umsögn- inni. n Lítil sveitarfélög ósátt við áform um sameiningar Sigurður Ingi Jóhannsson, inn- viðaráðherra 10 Fréttir 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.