Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 30
Díana prinsessa var mikil tískufyrirmynd á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Fötin hennar Díönu leika því stórt hlutverk í nýjustu þátta- röðinni af Crown sem frum- sýnd var á dögunum. sandragudrun@frettabladid.is Fimmta þáttaröðin af hinum sívin- sælu þáttum um bresku konungs- fjölskylduna fóru í loftið á Netflix þann 9. nóvember. Það er ástralska leikkonan Elizabeth Debicki sem fer með hlutverk prinsessunnar í nýju þáttaröðinni, sem gerist á 10. áratugnum. Elizabeth tekur við hlutverkinu af Emmu Corrin sem lék yngri Díönu í fjórðu þátta- röðinni. Í viðtali við The Guardian segist Elizabeth ekki hafa hikað við að taka hlutverkið að sér þrátt fyrir að 5. þáttaröðin gerist á erfiðum tíma í lífi prinsess- unnar og konungsfjölskyldunnar og því hætta á mikilli gagnrýni á þáttaröðina, eins og hefur reyndar þegar komið fram. Elizabeth segist hafa einbeitt sér að því að túlka prinsessuna á sannfærandi hátt og segir að hand- ritshöfundur þáttanna og starfslið þeirra hafi hvatt hana mikið. Ekkert til sparað Netflix framleiðir þættina og hefur ekkert til sparað við að endur- skapa tísku konungsfjölskyldunn- ar á þeim áratugum sem þættirnir spanna. Allt frá því að endurskapa minnstu smáatriði kjólsins sem Elísabet Englandsdrottning notaði í krýningarathöfn sinni, en leikkonan Claire Foy bar hann eftirminnilega í fyrstu þátta- röðinni, yfir í að endurgera alveg ógleymanlegan brúðarkjól Díönu prinsessu frá árinu 1981. Kjólinn má sjá í þriðja þætti í fjórðu þátta- röð, en að vísu bara aftan frá. Til að sjá kjólinn í heild sinni verður að fara á Insta gram-síðu þáttanna. Fimmta þáttaröðin er engin undantekning frá fyrri þátta- röðum hvað varðar að endurskapa tískuna. Að þessu sinni er fatnaður Díönu prinsessu áberandi en hún var þekkt fyrir að vera alltaf vel til fara, sama hvert tilefnið var. Ef marka má helstu tískutímaritin hefur búningahönnuðum þátt- anna tekist einstaklega vel til við að endurskapa útlit Díönu á 10. áratugnum og skapa nostalgíska mynd af þessu tímabili sem svo mörg muna vel eftir. Hefndarkjóllinn endurgerður Á 10. áratugnum viku pallíettur og glamúr 9. áratugarins fyrir einfaldari stíl og ávalar línur urðu algengari. Díana prinsessa sást oft á þessum tíma klædd fáguðum drögtum, rúllukragabolum og sér- sniðnum jökkum. Hún sást í öllum litum, allt frá björtum pastellitum til hins fræga svarta „hefndar- kjóls“. Búningahönnuðir The Crown hafa greinilega unnið heimavinn- una sína en í þáttunum sést Eliza- beth Debicki í hlutverki Díönu prinsessu klæðast ljósfjólublárri dragt þegar hún hittir Dodi Fayed í fyrsta sinn á pólóleik. Einnig sést hún í næstum nákvæmri eftir- líkingu af hefndarkjólnum fræga. Hefndarkjóllinn er svartur kjóll sem Díana klæddist í veislu á vegum Vanity Fair í London í nóvember árið 1994. Sagan segir að hún hafi frétt af því að Karl hefði veitt viðtal þar sem hann staðfesti framhjáhald sitt með Camillu. Sama kvöld og Karl staðfesti framhjáhaldið í sjónvarpsþætti, sem stór hluti bresku þjóðarinnar sat límdur við, ákvað Díana að gefa út sína eigin yfirlýsingu. Hún klæddist kjólnum, sem var svartur kvöldkjóll hannaður af Christinu Stambolian, en upphaflega hafði hún hugsað sér að vera í allt öðrum kjól í áðurnefndri veislu, ef marka má sögusagnir. Díana lét kjólinn tala sínu máli. Daginn eftir veisluna birtust myndir af Díönu í fjölmiðlum, stórglæsilegri í þessum svarta kjól, sem ekki þótti í anda konungsfjölskyldunnar, með fyrirsögnum eins og „Díana sýndi Karli hvað hann er að fara á mis við.“ Þannig festist nafnið hefndarkjóll við kjólinn. Til að endurskapa hefndarkjól- inn fyrir The Crown fékk búninga- teymi þáttanna leyfi frá Christinu Stambolian. Kjóllinn var næstum endurgerður nákvæmlega eftir upprunalegu útgáfunni en það þurfi að gera örlitlar breytingar til að hann hentaði vaxtarlagi leik- konunnar. Einnig má sjá margar aðrar eftirlíkingar af klæðnaði Díönu prinsessu frá 10. áratugnum í þátt- unum, eins og fallegan blómakjól sem hún var í þegar hún var í fríi með Karli og sonum þeirra á Ítalíu og afslappaðan hversdagsklæðnað sem vakti þó alltaf athygli þegar Díana átti í hlut. n Fatnaður Díönu prinsessu aftur í sviðsljósinu Elizabeth Debicki sem fer með hlutverk Díönu mætir á frumsýningu fimmtu þáttaraðar The Crown fyrr í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hefndarkjóll- inn frægi var endurskapaður í næstum ná- kvæmri eftir- mynd. MYND/INSTAGRAM Díana prinsessa var oft í pastellituðum drögtum á 10. áratugnum. Til hægri er Elizabeth í svipaðri dragt og Díana ,til vinstri, átti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Elizabeth Debicki í látlausum fötum íkt og Díana sást oft í á 10. ára- tugnum. MYND/INSTAGRAM Búningahönnuðir The Crown hafa lagt mikla vinnu í að endur- skapa föt Díönu prins- essu. 6 kynningarblað A L LT 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.