Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 24
Ég gat ekki hugsað mér að vera heima svo ég tók dallinn bara með mér. Síðustu ár hefur þetta verið taktískt hjá mörgum liðum, að hægja á leik og drepa niður hraða leiksins. Kristinn Jakobs- son, fyrrverandi dómari Uppbótartíminn í fótbolta er líklega að taka breytingum til frambúðar. Á Heims- meistaramótinu í Katar hefur það vakið mikla athygli hversu mikill uppbótartími er í flestum leikjum. Kristinn Jakobsson, fremsti dómarinn í sögu Íslands, segir að verið sé að svara ákalli þeirra sem taka þátt í leiknum. hoddi@frettabladid.is Fótbolti Flestir leikir á Heims- meistaramótinu það sem af er hafa farið yfir 100 mínútur. Ástæðan er breyttar áherslur dómara en líka breytingar sem orðið hafa á leiknum síðustu ár. Þannig hefur VAR-tæknin orðið til þess að oft hægist á leiknum og tíminn þar sem boltinn er raunverulega í leik hefur minnkað, fleiri skiptingar eru leyfðar en áður og taka þær tíma frá leiknum sjálfum. Þá eru það taktísk brögð þjálfara sem oft leggja upp með það að tefja leiki, leikmenn gera sér upp meiðsli og fleira í þeim dúr. Með breytingunum sem eru á mótinu í Katar er verið að svara því ákalli að boltinn sé meira í leik en verið hefur. „Þetta er forsenda þess að koma í veg fyrir leiktafir og bæta upp þann tíma sem tapast út af skiptingum, meiðslum og öðru slíku. Það er líka verið að horfa til þess að hugsanlega yrðu leiktafir út af veðuraðstæðum, að það yrði hreinlega of heitt. Það er verið að svara kalli leikmanna, þjálfara og yfirmanna knattspyrnu- mála,“ segir Kristinn um þennan aukna leiktíma sem sést hefur. Taktískar tafir Það er þekkt stærð í heimi fótbolt- ans að lið leggja oft upp með það að tefja leik, hægja á öllu og leik- menn byrja að gera sér upp meiðsli sí og æ. Þessa listgrein hefur Atle- tico Madrid á Spáni svo sannar- lega fullkomnað. Diego Simeone og lærisveinar hans eru þeir bestu í að hægja á leiknum með ráðum og dáð. „Síðustu ár hefur þetta verið takt- ískt hjá mörgum liðum að hægja á leik og drepa niður hraða leiksins. Vinna sér inn tíma til að reyna að halda í úrslit. Það að þetta byrji nú á HM er stór liður í því að ýta þessu úr vör, þetta er stærsta sviðið til að sýna að þetta virki og þá í framhaldi fari þetta inn hjá UEFA og öðrum samböndum sem glíma við þetta í Meistaradeild og f leiri keppnum,“ segir Kristinn um breytinguna. Almenn ánægja virðist ríkja með þessar nýju áherslur sem FIFA lagði fyrir dómara. Eru stórmót oft upp- hafið að breytingum í fótboltanum. „Miðað við þær forsendur sem við höfum eftir þessar mínútur sem búið er að spila, sýnist mér almenn ánægja vera með þetta. Menn komast ekki upp með taktískar leiktafir, í undanförnum leikjum er hamagangur undir lok leikja og þá viljum við eiga tímann inni sem tapast hefur vegna skiptinga og fleiri atriða. Núna er búið að auka fjölda skipt- inga og það er stórt atriði í þessu og tíminn í VAR, það eru margir þættir sem spila inn í. Leiktíminn hefur verið að styttast og það er verið að vinna í þeim málum að koma til móts við það. Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn hafa ekki haft þol- inmæði í VAR, það getur tekið tíma en með þessu á það ekki að hafa áhrif á mínúturnar sem boltinn er í leik,“ segir Kristinn. Krefjandi fyrir dómara Dómarar eru einn mikilvægasti þáttur leiksins, þeir geta gert góðan leik enn betri en geta líka misst öll tök og haft veruleg áhrif á gæði leiksins. Kristinn segir það verulega krefjandi fyrir dómara að eiga við taktískar tafir sem lið hafa beitt. „Fyrir dómara sem slíkt er það mjög krefjandi, að leikstýra því öllu saman. Annað liðið er ekki ánægt en hitt liðið reynir að brjóta það niður með leiktöfum og gera sér upp meiðsli. Með þessari tækni sem er í Katar eru f leiri augu. Það eru f leiri menn í VAR-settinu og á vellinum sem geta hjálpað dómar- anum með atvik sem hann sér ekki. Það eru f leiri löggur á vellinum, eins og stundum er sagt,“ segir Kristinn um málið. Kristinn segir að dómarar hafi hingað til á HM vart stigið feilspor og vonar að það haldi áfram. „7, 9, 13. Þá hefur ekki komið upp neitt stórt atvik sem hægt er að rekja til dómaranna. Það er af því að við höfum VAR og höfum það í sterkara mæli en áður hefur verið. Þetta eru góð hjálpardekk fyrir teymið,“ segir þessi reynslumikli dómari sem var að skera niður hágæða nautasteik- ur af sinni alkunnu snilld þegar hann ræddi við blaðamann. n Leiktíminn úr nokkrum leikjum á mótinu n Katar – Ekvador: 100:18 n England – Íran: 117:16 n Senegal – Holland: 102:49 n Bandaríkin – Wales: 104:34 Uppbótartími úr nokkrum leikjum n England – Íran Fyrri hálfleikur (13:59 mín.) n Argentína – Sádi-Arabía Síðari hálfleikur (13:53 mín.) n England – Íran Síðari hálfleikur (13:05 mín.) n Bandaríkin – Wales Síðari hálfleikur(10:32 mín.) n Senegal – Holland Síðari hálfleikur (10:03 mín.) Breyting sem líklega er komin til að vera helgi@frettabladid handbolti Ró bert Aron Hostert, leikmaður Vals, gerði sér lítið fyrir og spilaði leik liðsins við Flensburg í Evrópudeildinni í handknattleik í fyrrakvöld með ælupest. Að spila gegn þýska stórveldinu var tækifæri sem Róbert gat ekki látið fram hjá sér fara og lét hann slag standa. „Maður vill ekki missa af þessu. Ég gat ekki hugsað mér að vera heima svo ég tók bara dallinn með mér. Þetta er eitthvað sem maður mun ekki gleyma,“ segir Róbert í samtali við Fréttablaðið. Það var kjaftfull höll að Hlíðar- enda á þriðjudagskvöld, enda ekki á hverjum degi sem lið á borð við Flensburg kemur í heimsókn. Valur þurfti að sætta sig við 32–37 tap en stóð sig með sóma. „Stemningin var til fyrirmyndar. Ég held að við höfum verið Val og íslenskum handbolta til sóma. Við erum samt keppnismenn og vorum pirraðir og svekktir að leikslokum, en menn verða að átta sig á því að við vorum ekkert að spila á móti hverjum sem er.“ Leikmenn Vals spiluðu frábæran leik en hefðu getað gert enn betur að sögn Róberts. „Ég held að við hefðum alveg getað gert betur, áttum alveg smá inni. Það var það sem við vorum svekktastir með eftir leik, varnar- lega og á ýmsum köflum.“ Þrátt fyrir tapið er Valur enn í fínum málum í riðli sínum í Evrópu- deildinni. Liðið er í öðru sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir Flensburg. Sex lið eru alls í riðlinum. Róbert viðurkennir að það hafi sett strik í reikninginn í undirbún- ingi sínum fyrir leikinn að vera með ælupest. „Þetta var ekki þessi týpíski undirbúningur. Þessi ælupest er að ganga og því miður velur maður ekki hvenær maður fær þetta. Ég var pirraður yfir því að fá þetta núna en svona er þetta bara.“ Þá hafði pestin einhver áhrif á frammistöðu hans einnig, að sögn Róberts. „Ég var kannski svolítið ólíkur sjálfum mér, eðlilega. Ég var svolítið orkulaus og hélt engu niðri. En ég sagði auðvitað bara að ég væri klár. Ég fékk bara dallinn á hliðarlínuna með mér.“ Róbert sér þó ekki eftir ákvörðun sinni, enda upplifunin einstök. „Maður hefði alveg verið til í að vera ekki með ælupest í þessum leik, það verður að viðurkennast,“ segir veikur en léttur Róbert Aron Hos- tert að lokum. n Róbert með ælupest á stóru stundinni en lét sig hafa það Róbert Aron á flugi á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld. FréttABlAðið/Eyþór 24 Íþróttir 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.