Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 48
 Húsnæðisverð fer síhækkandi og síðasti ársfjórðungurinn er gjarnan krefjandi með tilheyrandi álagi. Það getur verið snúið að finna tíma til að taka til þegar draslið virðist vaxa út úr veggjunum. Hér eru lausnir til að fegra heimilið með sem minnstri fyrirhöfn og fæstum krónum. ninarichter@frettabladid.is Heimilið þjónar hlutverki sem griðastaður, hvíldarstaður og skemmtistaður. Í heimsfaraldri varð heimilið meira að segja í mörgum tilfellum vinnustaður. Á veturna eyðum við oftar en ekki meiri tíma heima við en aðra tíma ársins. Því er einfaldlega bráðnauð- synlegt að heimilið sé eins þægilegt og skemmtilegt og hægt er, sérsniðið að þörfum þínum og þinna. Áramót eru tilvalinn tími til að endurnýja, breyta og bæta. Þar sem margir eru uppteknir við störf, leik og félagslíf í desember er alveg gráupplagt að hressa upp á heimilið áður en jólaskrautið fer upp. Það þarf ekki að vera dýrt að glæða hversdaginn lífi á ný og það er alltaf ódýrara að breyta en flytja! Oft geta litlar breytingar gert helling og hleypt gleðinni aftur inn í gamalt og þreytt rými. Við lítum á nokkur dæmi. n Verslaðu á nytjamörkuðum Nytjamarkaðir eru sannkallaðar fjársjóðskistur. Það getur verið gott að ákveða áður en lagt er af stað hvað það er sem þú telur þig vanta. Þá er ágætt að hafa í huga hvaða litir passa inn í rýmið, hvers konar áferð þú ert að leita að og í hvaða stærð hlutirnir eiga helst að vera. Þannig verður leitin á nytjamarkaðinum markvissari og tími þinn nýtist betur. Þú getur gúgglað nytjamarkaði sem eru allnokkrir á höfuðborgarsvæðinu, og svo má nýta Facebook-grúppur sem bjóða upp á verslun með notaða hluti. Það er ódýrara að breyta en að flytja Skiptu um lýsingu Bætt lýsing er ein auðveldasta leiðin til að gjör- breyta rýminu. Hvort sem þú stefnir að því að skapa afslappandi eða hressandi áhrif, eru margar leiðir til að lýsa. Litur á lýsingunni er eitt lykilatriði sem margir fara flatt á, og köld lýsing á ekki alltaf við. Lýsingin er ekki bara spurning um peru eða ljósabúnað heldur er staðsetning líka mikilvæg. Starfsfólk í ljósaverslunum er boðið og búið að aðstoða þig og einnig er hægt að komast langt á síðum eins og YouTube, þar sem hægt er að fræðast og fá ráðgjöf án þess að borga krónu. Þá er ekki svo galið að hafa málin á herberginu við höndina þegar þú velur ný ljós í rýmið. Skipuleggðu heimilið Ef heimilið er á kafi í drasli er gott að byrja á því að greina hvers konar hlutir það eru sem búa til drasl, og kaupa síðan geymslulausnir undir þá sömu hluti, ef maður þarf að eiga þá áfram. Ef allir hlutir eiga sér vísan stað, þá þarf aldrei að vera drasl. Margar verslanir bjóða alls konar sniðugar og smart geymslulausnir sem geta reddað þér úr draslvíta- hringnum og meira að segja fegrað heimilið í leiðinni. Bættu við smá lit Litir á veggina er önnur leið til að snarbreyta útliti og andrúmslofti herbergis með lítilli fyrirhöfn og tilkostnaði. Það er hægt að stækka og minnka her- bergið og nánast breyta löguninni á rýminu með litum. Það er ekki nauðsynlegt að mála alla veggina í sama lit. Hægt er að mála karma, kanta og setja upp litaða lista og skreytingar. Málningarverslanir bjóða oft upp á þjónustu og bæklinga sem geta aðstoðað við að fá hugmyndir. Þumalputtareglan er að dökkir litir gefi tilfinningu fyrir smærra rými og ljósir litir stækki það. Það er þó ekki þar með sagt að forðast beri dökka liti með öllu, og þeir geta verið afskaplega fallegir á réttum stöðum til að skapa hlýju og notalegt andrúmsloft. Þá er hægt að mála hálfan vegginn í einum lit og efri hlutann í öðrum. Gömul hús geta notið sín vel og hreinlega blómstrað í réttu litavali. Við mælum með að fá ráðgjöf fagfólks varðandi rétta blöndu og gljástig og hlusta á góða hljóðbók á meðan málað er. Gefðu gömlum mublum nýtt líf Það þarf ekki alltaf að kaupa nýtt. Það er hægt að láta sprautulakka eldri mublur og bólstra gamla sófa. Nýir hnúðar og handföng á skúffur, skápa og innréttingar geta gert ótrúlega mikið. Til dæmis geta hversdagslegar eldhúsinnréttingar fengið nýtt líf með þessum hætti, rétt eins og ljót peysa getur orðið flott með nýjum hnöppum. 40 Lífið 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.