Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 20
Það hefur verið í senn átakanlegt og aðdáunarvert að fylgjast með atburðarás undanfarinna vikna í Íran. Aðdáunarvert vegna fram- göngu friðsamra mótmælenda sem krefjast sjálfsagðra mannréttinda, ekki síst fyrir konur og stúlkur, þrátt fyrir að eiga á hættu grimmi- lega refsingu. Átakanlegt vegna viðbragða yfirvalda í landinu sem hafa barið þessi mótmæli niður af fádæma hörku og hrottaskap. Mannréttindasamtök telja að hart- nær fjögur hundruð mótmælendur hafi verið drepnir. Um fjörutíu börn eru þar á meðal. Hátt í sautján þús- und hafa verið hneppt í varðhald. Fimm eiga yfir höfði sér dauðadóm í tengslum við mótmælin. Í dag fjallar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran á sér- stökum aukafundi sem er haldinn að beiðni Þýskalands og Íslands. Af því tilefni verðum við Anna- lena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, viðstaddar umræðuna í Genf til að leita stuðnings ráðsins við að Sameinuðu þjóðirnar hefji þegar í stað markvissa söfnun á upplýsingum og gögnum um yfir- standandi atburði og leggi þannig betri grundvöll að því að hægt verði að draga gerendur til ábyrgðar. Öllum ríkjum ber skylda til að virða og vernda mannréttindi borg- ara sinna. Þess vegna er svo mikil- vægt að ríki heims tali skýrri röddu og sýni festu í málinu. Það var ekki sjálfgefið að mannréttindaráðið féllist á að halda sérstakan auka- fund um málið en það gefur von- andi fyrirheit um að ráðið sendi í dag frá sér afdráttarlaus skilaboð um að framganga klerkastjórnar- innar verði ekki með nokkru móti liðin. Frá því að þessi mikla mótmæla- hrina upphófst í kjölfar dauða Jina Mahsa Amini, hefur Ísland ekki látið sitt eftir liggja. Auk fundarins í dag höfum við fordæmt ofbeldi íranskra stjórnvalda gagnvart mótmæl- endum á vettvangi mannréttinda- nefndar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og mannréttindaráðsins. Þar skoruðum við jafnframt á Íran að standa fyrir óháðri rannsókn á dauða Amini og virða grundvallar- mannréttindi fólks. Við höfum líka tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart ein- staklingum og stofnunum sem ýmist eru talin bera ábyrgð á dauða Amini eða ofbeldi gegn friðsömum mót- mælendum í landinu. Gagnrýni Íslands vegna mann- réttindaástandsins í Íran nær þó lengra aftur. Þannig er Ísland í for- ystu fyrir árlegri ályktun um ástand mannréttinda í Íran á vettvangi mannréttindaráðsins til að tryggja áframhaldandi umboð sérstaks skýrslugjafa um málefni Írans. Sá er meðal margra sérstakra fulltrúa mannréttindaráðsins sem fordæmt hafa aðgerðir íranskra stjórnvalda og kallað eftir óháðri rannsókn og að þau sem beri ábyrgð verði sótt til saka. Við erum líka meðflytjendur árlegrar ályktunar um mannrétt- indamál í Íran sem verður tekin fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í desember. Mál Jina Mahsa Amini og ofbeldi klerkastjórnarinnar í Íran gagn- vart mótmælendum hefur hvar- vetna vakið hörð viðbrögð. Ég hef svo sannarlega orðið þess áskynja, bæði hér heima og erlendis. Og skyldi engan undra. Allur þorri fólks fyllist án efa bæði sorg og reiði yfir því hvernig frelsi fólks til að haga sínu lífi og kröfur þess um að stjórnvöld virði sjálfsögð mannréttindi eru fótum troðin. Við verðum að geta dregið þau til ábyrgðar sem staðið hafa fyrir morðum, limlestingum og frelsissviptingum á saklausu fólki. Ályktun mannréttindaráðs Sam- einuðu þjóðanna í dag yrði mikil- vægt skref í þá átt. n Leggjum réttlætinu lið í Íran Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Flokkur fólksins vill stíga varlega til jarðar þegar kemur að útvistun opinberra verkefna til einkaaðila, sérstaklega þegar kemur að beinni þjónustu við viðkvæma hópa. Þegar talað er um beina þjónustu við fólkið er átt við „maður á mann þjónustu“. Útvistun slíkrar þjónustu getur leitt til þess að þjónustan fær- ist fjær fólkinu sem hana nýtir og að persónulegar þarfir fólks verði virtar að vettugi. Útvistun er ekki ávísun á sparnað og reynist oft dýr kostur. Hafa skal í huga að varla er nokkurt fyrirtæki að óska eftir verk- efni nema komið sé út í hagnaði. Vissulega getur Reykjavíkurborg sett ýmis skilyrði í útboðssamning til að tryggja að þjónustan verði ávallt fullnægjandi og samkvæmt bestu gæðum. Ef litið er í baksýnis- spegilinn má hins vegar sjá að eitt og annað hefur farið úrskeiðis þegar kemur að útvistun á viðkvæmri þjónustu og sporin hræða. Í ljósi þess telur Flokkur fólks- ins að útvistun þjónustuverkefna Strætó bs. sé ekki ráðlegt. Vel mætti hins vegar skoða að bjóða út við- haldsþætti. Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurn í borgarráði hvort Reykjavík hafi í hyggju að styðja einkavæðingu á Strætó. Sjá má ef litið er til sögunnar að útvistanir reksturs af þessum toga til einkaaðila hafa gengið misvel auk þess sem útvistanir geta leitt til verra starfsumhverfis og verri þjónustu. Einnig má gera því skóna að verði reksturinn boðinn út tak- markast möguleikar á að hafa t.d. frítt í strætó. Vísað er til slæmrar reynslu af útvistun almennings- samgangna í Bretlandi og Svíþjóð. Fulltrúar Flokks fólksins hvetja sveitarfélögin sem eiga Strætó bs.; Reykjavíkurborg, Garðabæ, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ að veita nægilegu fé til rekstursins og standa í lappirnar gagnvart ríkinu, sem ekki stóð við loforð um að veita fé til rekstrarins í Covid-19 faraldr- inum. Einnig þarf að hefja rekstur næturstrætó hið fyrsta sökum frá- flæðisvanda úr miðbænum, einna helst um helgar. Er hægt að spara í sorphirðu? Flokkur fólksins telur á hinn bóginn að sjálfsagt sé að skoða hvort það sé hagkvæmt að bjóða út sorphirðu a.m.k. að hluta til. Í því sambandi lagði Flokkurinn fram tillögu í umhverfis- og skipulagsráði þess efnis að SORPA kanni ávinning þess að bjóða út sorphirðu í einu póstnúmeri Reykjavíkur til að byrja með. Með því að bjóða út sorp- hirðu í einu póstnúmeri og meta árangurinn er hægt að sjá kosti og galla þess verklags. Hafa má í huga í þessu sambandi að flest sveitarfélög önnur en Reykjavík bjóða út sorp- hirðu. Ef horft er til þeirra hefur enn ekkert komið fram sem bendir til þess að útvistun sé verri kostur, hvorki í þjónustu eða kostnaði. Í skýrslu norrænu samkeppniseftir- litsstofnana kemur fram ábending um að með slíku megi ná fram allt að 10-47% sparnaði auk þess sem samkeppni geti skapað nýjar lausn- ir, hagræðingu og skilvirkni. Það væri ábyrgðarleysi ef Reykjavíkur- borg ætlar að hunsa þessar ábend- ingar. Reykjavíkurborg er ekkert öðruvísi en þau sveitarfélög sem skoðuð voru í umræddri skýrslu. Ábendingar samkeppniseftirlits- ins koma ekki til af ástæðulausu og skulu því skoðaðar með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Til að ná fram markmiðum Flokks fólksins um að bæta lög- bundna þjónustu og aðra mikil- væga þjónustu, t.d. að vinna niður biðlista, er nauðsynlegt að velta við hverri krónu. Spyrja þarf hvar er hægt að ná meiri hagkvæmni og nýta fjármagn betur til að nota í þá grunnþætti sem þarf að efla og bæta. n Strætó og SORPA – útvistun Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksins Öllum ríkjum ber skylda til að virða og vernda mannréttindi borgara sinna. Þess vegna er svo mikilvægt að ríki heims tali skýrri röddu og sýni festu í málinu. 20 Skoðun 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.