Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 44
Booker-verðlaunahafinn Bernardine Evaristo heim- sótti Ísland í síðustu viku og kom fram á bókmenntahátíð- inni Iceland Noir. Bernardine Evaristo er einn af þekktustu rithöfundum Bretlands og heimsins í dag. Hún hefur sent frá sér tíu bækur en einna þekktust þeirra er skáldsagan Stúlka, kona, annað, sem Evaristo hlaut hin virtu Booker-verðlaun fyrir 2019, auk þess sem bókin var valin skáldsaga ársins á British Book Awards og Evaristo höfundur ársins sama ár. Blaðamaður hitti Evaristo á Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti. Spurð um hvort hún væri að koma til Íslands í fyrsta skiptið kvað Evar- isto þetta vera sína fjórðu Íslands- heimsókn. „Mér líkar vel við Ísland þannig að þegar mér var boðið að koma á hátíðina hugsaði ég mig ekki tvisvar um af því að ég hef ekki komið hingað í nærri tuttugu ár. Ég kom hingað þrisvar fyrir nærri tveimur áratugum og hafði mjög gaman af. Það sem mér líkar best við höfuð- borgina er hversu hljóðlát hún er, maður getur andað og gengið um án þess að rekast utan í annað fólk. Landið virðist mér vera mjög sið- menntað,“ segir hún. Umdeild en vinsæl Bernardine Evaristo er fyrsta svarta konan og fyrsta svarta manneskjan af breskum uppruna til að hljóta Booker-verðlaunin. Hún deildi verðlaununum 2019 með Margaret Atwood sem hlaut þau fyrir bókina The Testaments. Telur þú að árangur þinn hafi rutt brautina fyrir aðrar svartar konur og þeldökkar manneskjur í alþjóð- lega bókmenntaheiminum? „Ég held að ég hafi fengið mikla athygli fyrir það að vera sú fyrsta og einnig af því að valið þótti umdeilt vegna þess að ég og Margaret At- wood deildum verðlaununum. Þannig að stóru kastljósi var lýst á mig sem ég held að hafi valdið gáruáhrifum. Ég get ekki eignað mér heiðurinn af því algjörlega en staðreyndin að ég hafi verið fyrsta svarta konan til að vinna Booker- verðlaunin og auk þess verið sextug á þeim tíma, þetta var mín áttunda bók, bók sem fjallaði að mestu leyti um svartar konur, skipti sköpum af því allir þessir hluti voru ekki endi- lega það sem útgefendur voru að leita að.“ Evaristo segir þetta hafa fengið útgefendur til að endurhugsa við- horf sín til þess að gefa út bækur eftir svört kvenskáld og svarta höfunda almennt. Þá segir hún að Booker- verðlaunin hafi orðið til þess að fjöldi lesenda sem vana- lega hefðu ekki áhuga á bókum um reynsluheim svartra kvenna hafi lesið Stúlka, kona, annað, en bókin hefur selst í yfir milljón eintaka og verið þýdd á rúmlega 40 tungumál. „Ég get sagt þér að þegar ég vann Booker-verðlaunin þá braut það niður vegginn á milli verka minna og lesenda sem myndu vanalega ekki telja sig hafa áhuga á verkum mínum. Ég veit að bókin hefur náð til alls konar lesenda og ég fæ við- brögð um að þeir kunni að meta hana og tengi við hana. Þetta er fólk frá alls konar samfélögum. Ég held að málið með bókmenntir sé að þær ná út fyrir hópinn sem þú ert að skrifa um.“ Rótföst og sjálfsörugg Evaristo gaf út sína fyrstu bók árið 1994 þegar hún var 35 ára, ljóða- bók sem heitir Island of Abraham og höfundurinn var lengi vel ekki mjög stolt af. Fyrir þann tíma hafði hún starfað sem leikari og leikskáld og stofnaði fyrsta breska leikhúsið sem var algjörlega skipað svörtum konum 1982, Theatre of Black Women. Fræg á einni nóttu eftir fjörutíu ár á jaðrinum Bernardine Evar- isto segist vera þakklát fyrir vel- gengnina sem hún hefur hlotið sem höfundur í kjölfar þess að hún vann Booker-verð- launin. Fréttablaðið/ anton brink Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Hvernig er tilfinningin að verða allt í einu heimsþekktur höfundur eftir svo mörg ár á jaðrinum? „Þetta var ferli sem gerðist yfir nótt en var fjörutíu ár í vinnslu. Þetta er eitthvað sem ég er virkilega þakklát fyrir. Af því ég náði í gegn á efri árum er ég með mjög sterkar undirstöður. Ég er ekki einhver á þrítugsaldri sem verður frægur yfir nótt og kann ekki að höndla það. Veit ef til vill ekki hver hún er að fullu leyti. Ég veit hver ég er, ég veit hvað ég vil skrifa, ég er með mitt eigið samskiptanet, vini og fjöl- skyldu. Ég er mjög rótföst í mínu lífi, minni sköpun og mínu sjálfstrausti. Þannig að þetta er eitthvað sem ég hef getað tekið opnum örmum og af heilum hug.“ Evaristo bætir því við að hún sé meðvituð um að hún hefði allt eins ekki getað unnið Booker-verð- launin. „Þannig að mér finnst það vera mín skylda að vera þakklát. Og vegna þess að ég hef verið aðgerða- sinni svo lengi þá hefur það gefið mér vettvang til að bjóða öðrum að vera með og láta mína rödd heyr- ast.“ Lætur ekki undan þrýstingi Finnst þér árangur þinn hafa breytt því hvernig þú skrifar? Verið frels- andi eða heftandi? „Það er mjög erfitt að segja því á eina höndina reyni ég að láta ekki velgengni Stúlka, kona, annað verða að pressu fyrir mig til að mæta henni með mínu næsta skáldverki. Af því næsta bókin verður eins og hún verður og lendir þar sem hún lendir. Ég veit að ég mun hafa stærri lesendahóp en áður, fyrir Booker- verðlaunin, en maður getur ekki séð fyrir velgengni bóka, ég held ekki. Þannig að ég reyni að losa mig við það og láta ekki undan þrýstingn- um. Og á sama tíma verð ég að ganga úr skugga um að ég hafi sama frelsi og ég hef alltaf haft til að skrifa um hlutina sem ég vil skrifa um.“ Ber nardine Evar isto f jallar gjarnan um hinsegin málefni og hinsegin fólk í verkum sínum. Í bókinni Stúlka, kona, annað eru nokkrar persónur sem eru á „hin- segin rófinu“ eins og hún kallar það, og fyrri bók hennar, Mr. Loverman, fjallar um samkynhneigðan karab- ískan mann á efri árum. Evaristo hefur sagt frá því í viðtölum að hún lifði sem lesbía í um áratug á sínum yngri árum en er nú gift manni og segist ekki líta á sig sem hinsegin rithöfund. Ástríða og sköpun mikilvægust Undanfar in ár hef ur bor ið á ákveðnu bakslagi í réttindum hin- segin fólks, meðal annars í heima- landi þínu Bretlandi. Finnst þér mikilvægt að ávarpa þessa hluti og skrifa um hinsegin fólk? „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur öll sem erum að skrifa að fjalla um heiminn eins og hann er og láta ekki eins og við búum í gagn- kynhneigðum heimi. Þess vegna er ég með nokkrar konur á hinsegin rófinu í Stúlka, kona, annað. Ég vildi ekki að þetta yrði gagnkynhneigð skáldsaga af því það er ekki sönn birtingarmynd af því sem við erum. Það er líka einn kynsegin karakter í bókinni af því það er eitthvað sem er mjög algengt á þessari stundu. Mér finnst að rit- höfundar ættu að vera nógu hug- rakkir til að skrifa út fyrir sinn eigin samfélagshóp því ef við gerum það ekki erum við að takmarka okkur. Ég veit að það er pressa á fólk að gera það ekki en ég er ekki sam- mála því.“ Það tók þig langan tíma að ná árangri sem rit- höfundur, hvaða ráð myndir þú gefa ungum rithöfundum sem eru að berjast í bökkum? „Það mikilvægasta er að skrifa af því þú ert með ástríðu fyrir því og að vera algjörlega einbeittur og trúr þinni sköpunargáfu og tján- ingu, hvernig sem þú vilt láta það verða að veruleika. Það er það allra mikilvægasta. Síðan þarftu að vera úrræðagóður er kemur að því að skapa þér feril og stundum þolin- móður. Það fá ekki allir tækifæri fyrst um sinn og ef þú færð tæki- færin snemma þá gætirðu misst móðinn snemma. Stundum er betra að hlutirnir gerist þegar þú ert orð- inn þroskaðri.“ n anton Helgi Jónsson skáld segir lesendum Fréttablaðsins frá listinni sem breytti lífi hans. „Þegar ég var unglingur sá ég verk eftir Kristján Guðmundsson sem breytti mér og mótaði af- stöðu mína til bókmennta og lista. Þetta var upp úr 1970. Ég bjó á Skólavörðuholtinu og þar var fátt í boði fyrir forvitna unglinga svo ég fór stundum í Gallerí Súm sem var staðsett í bakhúsi við Vatnsstíg- inn. Það var gengið upp óhrjálegar tröppur inn í forstofu og þaðan upp þröngan stigagang en þá kom maður inn í sýningarsal sem var með dúandi trégólfi og fjalirnar lakkaðar gráar. Inni í skoti eða hálf- gerðum hliðarsal gekk ég eitt sinn fram á ögrandi listaverk. Á gólfinu var þunnt lag af mold afmarkað í ferning. Mold. Bara mold. Ég var ákaflega jákvæður og mér fannst verkið á vissan hátt fallegt en ég var tómur í hausnum og skildi ekkert. Það var hins vegar miði á veggnum með heiti verksins og útskýring á því hvaða efni væru notuð í það. Þríhyrning- ur í ferningi, hét verkið og var 4x4 metrar að stærð. Efnið var annars vegar ferningur af mold og hins vegar þríhyrningur af vígðri mold sem var staðsettur í ferningnum en skar sig á engan hátt úr. Um leið og ég hafði lesið mér til um verkið brast eitthvert haft í huga mér. Ég glataði sakleysinu og alla tíð síðan hefur einkum leitað á mig ein estetísk spurning þegar ég þarf að taka afstöðu til listaverks: Leynist þríhyrningur af vígðri mold í þessu verki?“ n Þríhyrningur í ferningi eftir Kristján Guðmundsson. Mynd/Haraldur GuðJónsson n Listin sem breytti lífi mínu tsh@frettabladid.is Jólabókaflóðið er nú komið á fullt skrið og því sífellt meiri spenna að skapast á sölulistum bókabúðanna. Sú óvenjulega staða kom þó upp í Pennanum Eymundsson að tvær bækur deila fyrsta sætinu sín á milli. Bækurnar sem um ræðir eru Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og Reykjavík glæpasaga eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Í þriðja sæti situr svo Kyrrþey eftir spennusagnameistarann Arnald Indriðason og Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur er í fjórða sæti. Fimmta sæti listans vermir svo bókin Var, er og verður eftir Birnu Ingibjörgu Hjartardóttur. Athygli vekur að bækur á listan- um eru allar eftir íslenska höfunda eða höfunda búsetta hér á landi ef frá er talin bókin Amma glæpon enn á ferð eftir David Walliams sem er í sjötta sæti. Walliams heimsótti Íslendinga nýlega á bókmennta- hátíðina Iceland Noir. n Tvær bækur deila toppsætinu 36 Menning 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFréTTabLaðiðMennInG FréTTabLaðið 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.