Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 4
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP® COMPASS TRAILHAWK 4XE ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP.IS PLUG-IN HYBRID ÓMISSANDI HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! ser@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Háfjallakvillar af margvíslegu tagi hrjá æ fleiri lands- menn eftir því sem fleiri þeirra klífa hæstu fjöll heimskringlunnar á borð við Atlasfjöllin í Marokkó, Kilim- anjaró í Afríku og Himalajafjöllin í Nepal, en ferðir af því tagi hafa mjög færst í vöxt á síðustu árum. Af þessum sökum hafa fimm læknar tekið sig saman og safnað áhugaverðum upplýsingum um téða kvilla og meðferðir við þeim, svo og forvarnir, en fimmmenningarnir eru allir áhugamenn um útivist og hafa tekið þátt í háfjallaleiðöngrum erlendis. „Þetta snýst ekki bara ferðalög á hæstu fjöll, heldur líka skíða- ferðir í Alpana og Klettafjöllin, en þar komast menn í býsna mikla hæð og kynnast hæðarveikinni, án þess kannski að gera sér grein fyrir henni,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, fjalla- leiðsögumaður og einn höfunda kversins. Fjölmargir sjúkdómar geta gert vart við sig í mikilli hæð yfir sjávarmáli, jafnt háfjallaveiki, sem er algengasta birtingarform hæðarveiki, sem og lífshættulegir sjúkdómar á borð við hæðarlungna- bjúg og hæðarheilabjúg. „En algengustu kvillarnir samfara mikilli hæð eru hausverkur, lystar- leysi, meltingartruflanir og almenn- ur slappleiki sem margir halda að sé bara flensa,“ segir Tómas enn fremur og minnir á að áfengi, svo sem eins og í skíðaferðum, hjálpi fráleitt til í þessum efnum. Kverið er ríkulega myndskreytt og gefið út í samvinnu við Ferða- félag Íslands og útivistarverslanirnar Fjallakofann, Everest og 66°Norður, en allur ágóði af sölu þess rennur til stígagerðar á hálendi Íslands. n Æ fleiri landsmenn kljást við háfjallaveiki Fjallalæknarnir fimm sem skrifa kverið um háfjallakvilla. MYND/AÐSEND VR sakar seðlabankastjóra um ofbeldi gegn almenn- ingi í landinu. Hann segir launahækkanir gagnslausar í óðaverðbólgu. Formaður Einingar-Iðju vill ekki slíta kjaraviðræðum. bth@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Ásgeir Jónsson seðla- bankastjóri segir vegna boðaðra viðræðuslita stéttarfélaga í kjara- samningum að Seðlabankinn sé ekki aðili að kjarasamningum. „ S e ðlaba n k i n n s a m k væmt lögum verður að fylgja verðbólg- umarkmiðum og það er Peninga- stefnunefnd sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld. „Seðla- bankinn getur aldrei með beinum hætti orðið aðili að kjarasamning- um,“ bætir hann við. Ásgeir segir að tal um að slíta kjaraviðræðum muni engu breyta um vaxtaákvarðanir Seðlabankans. „Við þurfum að vernda kaupmátt og vernda verðgildi peninganna. Ef við myndum ekki standa að baki verðgildi peninganna þá fer verð- bólgan í hæstu hæðir og kjarasamn- ingar yrðu algjörlega vonlausir,“ segir Ásgeir Jónsson og bætir við að stórfelldar kjarahækkanir megi sín lítils ef þær brynnu upp í óðaverð- bólgu. „Aftur á móti eru kjarasamningar háðir því að við stöndum við okkar hlutverk, sem er að halda verðbólgu niðri.“ Stýrivextir eru eftir gærdaginn komnir í sex prósent og hafa ekki verið hærri í tólf ár. Hækkun gær- dagsins um 0,25 prósent hefur verið fordæmd.  Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í Þýskalandi séu stýrivextir aðeins um tvö pró- sent en verðbólga þó meiri en hér. Seðlabankinn spili sóló. Spurður út í þau ummæli Ásgeirs að Seðlabankinn sé ekki aðili að kjarasamningum segir Ragnar Þór að hlutverk Seðlabankans sé að verja lífskjör fólksins í landinu. Því hlutverki hafi hann brugðist. „Seðlabankastjóri hefur síendur- tekið beint spjótum sínum að verka- lýðshreyfingunni. Hann hefur sagt boltann hjá okkur en nú segir hann að Seðlabankinn sé ekki aðili að samningum. Ásgeir talar í hringi, hann er algjörlega ómarktækur,“ segir Ragnar Þór. Staðan sem upp er komin er grafalvarleg að sögn formanns VR. „Nú þarf að rísa upp gegn fjár- hagslegu ofbeldi Seðlabankans gegn fólkinu í landinu. Við munum grípa til aðgerða.“ Til marks um ójafnvægið nefnir Ragnar Þór afkomutölur bankanna. Hann segir að hreinar vaxtatekjur þeirra fyrstu níu mánuði þessa árs verði 90 milljarðar króna. „Það er ljóst fyrir hvern Ásgeir er að vinna. Hann kemur úr banka- kerfinu.“ Björn Snæbjörnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Einingar-Iðju, sem situr í viðræðunefnd sambandsins er ekki á þeirri skoðun að viðræðus- lit í kjarasamningum séu lausnin. „Við þurfum núna að finna nýjar leiðir til að bæta okkar kröfugerð. Ég met það þannig að mönnum beri skylda til að setjast niður og reyna að ná nýjum kjarasamningi til að okkar fólk öðlist hærri tekjur til að geta greitt hærri reikninga,“ segir Björn. n Verkalýðsforkólfar ósammála um slit á viðræðum um kjarasamningana benediktarnar@frettabladid.is IÐNAÐURX Í gær var stofnfundur Samtaka menntatæknifyrirtækja haldinn í Hörpunni, en um er að ræða nýjan starfsgreinahóp innan Samtaka iðnaðarins. Meinatækni er sívaxandi iðnaður sem er metinn á 24 milljarða króna á alþjóðavísu. Um er að ræða rótgróna iðngrein sem á sér áratugasögu, en er tiltölulega ung hér á landi. Greinin hefur þó burði til þess bæta árangur nemenda hér á landi og renna fleiri stoðum undir íslenskt hagkerfi. Íris E. Gísladóttir, formaður Sam- taka menntatæknifyrirtækja segir að stofnfundurinn sé í raun vit- undarvakning um menntatækni og möguleika iðnaðarins. „Þetta er rótgróin iðngrein á alþjóðavísu. Hún hefur ekki vaxið hér á landi, miðað við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Við viljum vekja athygli á því að þetta er spennandi iðnaður til að fara út í og það eru ýmsir spennandi mögu- leikar í boði,“ segir Íris. Íris segir námsárangur barna almennt betri þar sem menntatækni hefur fengið að vaxa. „Þetta iðnaður sem getur verið hluti af uppbyggingu á hugverka- iðnaði á Íslandi og það hefur sýnt sig að þau lönd sem hafa lagt áherslu á menntatækni standa framar í náms- árangri barna,“ segir Íris. n Iðnaður sem leiðir til betri  námsárangurs Nú þarf að rísa upp gegn fjárhagslegu ofbeldi Seðlabankans gegn fólkinu í landinu. Ragnar Þór Ing- ólfsson, VR En það þýðir ekki að kjarasamningar séu úr sögunni. Björn Snæ- björnsson, formaður Starfs- greinasambands Íslands Grafalvarleg staða er komin upp í samfélaginu eftir útspil Seðlabankans sem hækkaði enn stýrivexti í gær. Verkalýðshreyfingin logar og seðlabankastjóri er borinn þungum sökum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Íris E. Gísladóttir, formaður Samtaka menntatæknifyrir- tækja 4 Fréttir 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.