Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 22
7 Brosið breiða breyttist í tár á nokkuð skömmum tíma í endurkomu Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Þessi magnaði knatt- spyrnumaður hefur nú fengið ósk sína uppfyllta og hefur United rift samningi hans. hoddi@frettabladid.is Fótbolti Viðtal sem Ronaldo fór í hjá Piers Morgan á dögunum setti allt á annan endann. Allt það slæma sem Ronaldo sagði um United og hluti tengda félaginu varð til þess að einn dáðasti sonur félagsins var ekki lengur velkomin til æfinga. Ronaldo kveður United 37 ára gamall með skottið á milli lapp- anna. n Inn og út um gluggann Manchester United tilkynnir að samkomulag hafi náðst við Juventus um að kaupa Cristiano Ronaldo til félagsins. Fjórum dögum síðar skrifar Ronaldo undir tveggja ára samning. 27. ágúst 2021 31. júlí 2022 2. október 2022 19. október 2022 13. nóvember 2022 16.- 17. nóvember 2022 22. nóvember 2022 11. septem- ber 2021 2. desember 2021 12. mars 2022 23. apríl 2022 22. maí 2022 11. júlí 2022 15. febrúar 2022 29. septem- ber 2021 21. nóvember 2021 29. nóvember 2021 Ronaldo snýr aftur á völlinn í rauðu treyjunni, heimaleikur gegn Newcastle og Ronaldo hleður í flugeldasýningu. Tvö mörk í fyrsta leik og stuðningsmenn United fara að leyfa sér að dreyma. Hann skrifar sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu þegar hann spilar sinn 178. leik í keppn- inni, enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki í Meistaradeild- inni. Ronaldo skorar sigurmark gegn Villarreal undir lok leiksins. Ronaldo heldur áfram að skora mikilvæg mörk í Meistaradeildinni en 5-0 tap gegn Liverpool og 2-0 tap gegn Manchester City setja pressu á Ole Gunnar Solskjær, þá stjóra liðsins. Eftir 4-1 tap gegn Watford er hann rekinn. Ralf Rangnick er ráðinn sem tíma- bundinn stjóri United út tímabilið. Ljóst er af orðum Ronaldo undan- farna daga að hann hafði enga trú á þessum þýska þjálfara. Hann sagði Rangnick ekki vera þjálfara og enginn hafi skilið ráðninguna. Ronaldo skorar tvö mörk í 3-2 sigri á Arsenal sem er síðasti leikur liðsins undir stjórn Mich ael Carrick sem stýrði United áður en Rangnick tók við. Þetta eru mörk númer 800 og 801 á ferli Ronaldo. Ronaldo skorar í 2-0 sigri á Brighton en hann hafði þá farið í gegnum sína lengstu markaþurrð á ferlinum. Ronaldo hafði ekki skorað síðan 30. desember gegn Burnley, 588 mínútur án marks hjá Ronaldo. Ronaldo skorar þrennu í 3-2 sigri á Tottenham og mörkin í heildina á ferlinum eru þá orðin 807 sem gerir hann að markahæsta leikmanni sögunnar, Josef Bican frá Tékklandi átti fyrra metið. Ronaldo skorar í tapleik gegn Arsenal á útivelli, tilfinningarnar eru miklar hjá Ron aldo sem hafði nokkrum dögum áður tilkynnt um það að unnusta hans hefði fætt andvana barn. Áttu þau von á tvíburum og stúlkan lifði af fæðinguna en drengurinn lést. United endar tímabilið í sjötta sæti og Ronaldo spilar ekki í síðasta leik liðsins gegn Crystal Palace sem tap- ast. Ronaldo klárar tímabilið með 24 mörk en hann var aldrei hrifinn af leikstíl liðsins undir stjórn Rangnick. Endalausar sögusagnir um framtíð Ronaldo og að hann vilji fara. Erik Ten Hag er tekinn við sem stjóri United en hann segir að Ronaldo sé ekki til sölu. Sagan er í gangi allt sumarið en Ronaldo fer ekki fet. Eftir að hafa mætt seint til æfinga á undirbúningstímabilinu vegna veikinda hjá barni sínu snýr Ron- aldo aftur í æfingaleik gegn Rayo Vallecano. Hann yfirgefur Old Trafford áður en leik lýkur ásamt liðsfélögum og fær skammir í hattinn frá Ten Hag. Ronaldo neitar að koma inn á sem varamaður í leik gegn Tottenham. Hann labbar út af Old Trafford á meðan leikurinn er í gangi og er settur í þriggja daga bann frá félaginu. Ronaldo spilar ekki gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni og eru veik- indi sögð ástæðan. Þetta sama kvöld byrja að birtast klippur úr viðtalinu við Piers Morgan sem setja allt á hliðina. Viðtalið umdeilda við Morgan er spilað yfir tvo daga. Ronaldo drullar yfir allt og alla hjá United, hann segist ekki bera virðingu fyrir Ten Hag. Flestir sjá að enda- lok Ronaldo í treyju United nálgast og félagið segist vera að vinna í málinu. Manchester United greinir frá því að samningi Ronaldo hafi verið rift með samþyki beggja aðila. Hann kveður sviðið á Old Traf- ford eftir að hafa kramið hjörtu stuðnings- manna félagsins. Ronaldo er ónotaður varamaður í 6-3 tapi gegn manchester City. United er 4-0 undir í hálfleik en Ronaldo kemur ekki við sögu. Ten Hag segir það gert af virðingu að láta Ronaldo ekki spila svona leik. 22 Íþróttir 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURÍþRóTTIR Fréttablaðið 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.