Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Qupperneq 28

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Qupperneq 28
28 í nafni þessara 33 lækna voru afgreidd 4190 erindi eða að meðaltali 127 erindi á lækni meðan á rannsókninni stóð. Komur á stofu voru að meðaltali 85, símaviðtöl 35 og vitjanir til sjúklinga 7. Á nokkrum seðlum var form samskipta ekki tilgreint og var þeim skipt á milli aðalflokka með hliðsjón af hlutfalls- legri tíðni samskiptaforma. Samkvæmt þessum meðaltalsútreikningum var meðaltími í komu á stofu og símaviðtöl 16.1 og 9.9 mínútur. Flestir læknar notuðu þó 10-15 mínútur í komu á stofu og 3 - 8 mínútur í símaviðtöl (sbr 8.6). Erfiðara er að meta þann tíma sem fór í vitjanir til sjúklinga vegna mismunandi aðstæðna og fjarlægða og auk þess voru vitjanir tiltölulega fáar. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að meðalvinnutími lækna við almenna heilsugæslu úti á landsbyggðinni var 50.2 tímar á viku. Meira en helmingur þessara lækna starfaði jafnframt á sjúkrahúsum eða öðrum sjúkrastofnunum sem flestar voru rekn- ar í tengslum við heilsugæslu. Verulegur hluti lækna á rann- sóknarsvæðinu vinnur líklega 60 til 70 tíma að meðaltali á viku. Á stöðum þar sem læknar eru einir bætist síðan við stöðug gegningarskylda en annars staðar er alltaf einn læknir á bakvakt. 5.5 Annað heilbrigðisstarfsfólk en læknar Hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður, meinatæknar og annað heilbrigð- isfólk við heilsugæslu á rannsóknarsvæðinu afgreiddi án af- skipta læknis 356 af 4978 (7.2%) samskiptum við heilsugæsluna á meðan rannsókn stóð yfir. Þessi tegund afgreiðslu var þó aðeins bundin við fáein svæði, mest við svæði nr. 19 og 24, en þar var líka mest um að ekki væru tilgreindar meginástæður samskipta. Þátttaka þessa fólks veldur jafnframt nokkurri óvissu í áætlun á tíma til einstakra læknisverka. Fram kom að læknar álitu að fyrrnefnt heilbrigðisstarfsfólk hefði án aðstoðar þeirra getað séð um 244 tilfelli til viðbót- ar, svo með hliðsjón af þessari könnun gæti það séð um 12.1% samskipta við heilsugæsluna án aðstoðar lækna. Hins vegar tóku ekki allir læknar afstöðu til viðkomandi spurningar.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.