Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Page 36
36
4.0% að slepptum tllvísunum á tannlækna) á landsbyggðinni
og 18.5% í Reykjavík. Tíðni tilvísana reyndist mest í ná-
grenni aðalþéttbýlissvæða landsins, Reykjavíkur og Akureyr-
ar. ástæðurnar eru sennilega þær að almenn heilsugæsla úti
á landi er mun víðtækari en í Reykjavík, sérfræðiþjónusta
utan sjúkrahúsa er nær eingöngu veitt í Reykjavík og á Akur-
eyri, og víst er að margir læknar úti á landi veigra sér við
að senda fólk til sérfræðings nema brýna nauðsyn beri til.
Einnig má búast við því að hið gífurlega álag á heimilislækna
í Reykjavík leiði til aukinna tilvísana á sérfræðinga. Með
fjölgun heimilislækna eða heilsugæslulækna á höfuðborgarsvæð-
inu má því hugsanlega fækka tilvísunum til sérfræðinga.
Meðalvinnutími lækna er um 50 tímar á viku. Auk þess starfar
meira en helmingur lækna við ýmsar sjúkrastofnanir samhliða
almennri heilsugæslu, þannig að meðalvinnutími þeirra er í
raun lengri. Ef athugaður er sá tími er fer í einstök læknis-
verk, kemur í ljós að um 73% lækna nota innan við 20 mínútur
að meðaltali vegna hverrar komu á stofu og um 88% innan við
30 mínútur. í hvert símaviðtal nota 52% læknar innan við 10
mínútur að meðaltali og um 70% nota skemmri tíma en 15 mínútur.
Að því er varðar rannsóknaraðferðina' þá er form samskiptaseð-
ils einfalt og útfylling hvers seðils tekur stutta stund.
Akvörðun meginástæðu samskipta krefst hins vegar nokkurrar
þekkingar á hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá.
Hún getur líka verið nokkrum vafa undirorpin þegar velja þarf
milli tveggja eða fleiri ástæðna sem virðast jafngildar.
A samskiptaseðil er ekki skráð nafn og fæðingarnúmer eða nafn-
númer sjúklings og því er til dæmis ekki mögulegt að athuga
hve margir leituðu oftar en einu sinni læknis meðan könnunin
stóð yfir. Við frekari rannsóknir kemur til álita að nota einn
seðil fyrir hverja einstaka ástæðu samskipta að mati læknis og
gera ráð fyrir skráningu sjúkdómsgreiningar og nákvæmari ein-
staklingsauðkennum.
Eftir miðtölum þess tíma sem fór í hverja samskiptategund í
könnuninni, er gert ráð fyrir 16.1 mínútu að jafnaði í mót-
töku á stofu, 10.5 mínútur í símaviðtal og 60.0 mínútum í