Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Síða 40

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1974, Síða 40
40 tækna til starfa á slíkum stöðvum. Þörf fyrir lækna kann líka að vera breytileg eftir fjölda annars heilbrigðisstarfs- liðs og þátttöku þess og getu til starfa við heilsugæslu. Af umfjöllun könnunarinnar og samanburði við aðrar rannsóknir má draga eftirtaldar meginniðurstöður: 1. Ekki virðist munur á læknissókn eftir tegundum heilsugæslu- stöðva en aftur á móti er mikill munur á læknissókn eftir heilsugæslusvæðum. Hver íbúi á rannsóknarsvæðinu leitar læknis að jafnaði í 4.5 skipti á ári og á flestum heilsu- gæslusvæðum er læknissókn á bilinu 3.2 -5.8 samskipti á ári. 2. Heilsugæslustöð ætti að vera hluti af sjúkrahúsi þar sem því verður við komið. A slíkum stöðvum er hægt að veita betri þjónustu en ella auk þess sem starfslið og tækjabún- aður nýtist betur. 3. Á hverri heilsugæslustöð ættu að starfa minnst tveir læknar. Það hefur m.a. þá kosti að draga úr álagi, sem t.d. stöðug gegningarskylda er einum manni, og "faglegri einangrun" sem læknar kvarta mikið yfir. Læknir hefur þar tækifæri til þess að ráðfæra sig við starfsbróður um úrlausn erfiðra vandamála. Reynsla síðustu ára sýnir einnig að betur gengur að manna heilsugæslustöðvar þar sem tveir eða fleiri læknar starfa. 4. Heilsugæslustöð ætti ekki að þjóna minna en 2000 til 3200 manna svæði. Þar eru skilyrði til þess að ráða tvo lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk og nýta þann tækjabúnað sem gert er ráð íyrir í hverri heilsugæslustöð. 5. Af öryggisástæoum og öðrum orsökum getur verið nauðsynlegt að staðsetja lækna á einangruðum og afskekktum stöðum eða tryggja að þeir komi þar reglulega. Það getur þó ekki tal- ist hagkvæmt að útbúa minni heilsugæslustöðvar á sama hátt og hinar stærri þar sem ekki er grundvöllur fyrir að ráða sérhæft starfslið í sama mæli og nýting tækja verður lítil. Á slíkum stöðum kemur mjög til álita að viðhalda gamla héraðslæknisskipulaginu fyrst um sinn. 1

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.