Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 16
39 Miðvörðurinn þrautreyndi Pepe varð sá elsti til að skora í útsláttarkeppni HM þegar hann skoraði gegn Sviss í 6–1 stórsigri í 16 liða úrslitum. Hann var 39 ára og 283 daga gamall. 5 Cristiano Ronaldo varð fyrsti karl- maðurinn til að skora í fimm loka- keppnum Heimsmeistaramóts er hann skoraði fyrir Portúgal gegn Gana. 11 Harry Kane náði því afreki að verða markahæsti leikmaður enska lands- liðsins á stórmótum frá upphafi. Hann hefur nú skorað 11 mörk í slíkum mótum og tekur þar með fram úr Gary Lineker, sem áður var markahæstur. 2006 Vincent Aboubakar varð fyrsti leik- maðurinn til að skora og vera rekinn út af í leik á HM síðan Zinedine Zid- ane gerði það í úrslitaleik Frakklands gegn Ítalíu árið 2006. Aboubakar fagnaði marki með því að fara úr treyjunni í sigri Kamerún á Brasilíu og uppskar sitt seinna gula spjald. 28 Það voru alls skoruð 28 mörk í 16 liða úrslitum HM 2022. Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð á þessu stigi mótsins frá því 16 liða úrslit voru fyrst kynnt til leiks árið 1986. 1 Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í útsláttarkeppni HM gegn Ástralíu í 16 liða úrslitum. 18 Ástralinn Garang Kuol var 18 ára og 79 daga þegar hann lék í 16 liða úrslitum HM 2022 gegn Argentínu. Hann varð þar með sá yngsti til að spila í útsláttarkeppni mótsins síðan Peleéárið1958, þá 17 ára og 249 daga. 39 Dani Alves varð elsti leikmaðurinn til að spila í lokakeppni HM frá upp- hafi þegar hann gerði það 39 ára og 210 daga gamall. 142 Í 16 liða úrslitunum gegn Póllandi spilaði markvörðurinn Hugo Lloris sinn 142. leik fyrir franska landsliðið. Jafnaði hann þar með Lilian Thuram sem leikjahæsti landsliðsmaður Frakklands. 3 Goncalo Ramos, sóknarmaður Portúgals, skoraði fyrstu þrennuna á HM í Katar. Það gerði hann í 6–1 sigri á Sviss í 16 liða úrslitum. Þetta var jafnframt hans fyrsti byrjunarliðs- leikur fyrir portúgalska landsliðið. Ramos kom inn í liðið fyrir Cristiano Ronaldo. 26 Brasilía hefur notað alla 26 leikmenn sína það sem af er HM 2022. Eru þeir fyrsta liðið til að nota svo marga leik- menn á einu Heimsmeistaramóti. 52 Olivier Giroud skoraði sitt 52. lands- liðsmark fyrir Frakkland í 16 liða úrslitum gegn Póllandi. Hann tók þar með fram úr Thierry Henry sem markahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins. Nú er hlé á HM karla í knattspyrnu. Keppni heldur áfram á morgun þegar 8 liða úrslit hefjast. Það hefur verið nóg um að vera hingað til. Knattspyrnuaðdáendur hafa fengið að sjá frá- bært mót. Fréttablaðið nýtir tækifærið á meðan ekki er spilað til að rýna í áhugaverða tölfræðimola af mótinu hingað til. Tölurnar á bak við HM í Katar 8 liða úrslitin Króatía – Brasilía (kl. 15 á morgun) Holland – Argentína (kl. 19 á morgun) Marokkó – Portúgal (kl. 15 á lau.) England - Frakkland (kl. 19 á lau.) helgifannar@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 8. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.