Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 38
Við eigum ekki bara að reyna eftir fremsta megni að kenna útlendingunum okkar íslensku, við eigum að verða svolitlir útlend- ingar sjálfir. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur óskiptur til starfsemi sumarbúð- anna í Reykjadal. Pantanir fyrir hópa og fyrirtæki á hafsteinn@betristofan.com eða í síma 779 2416 tsh@frettabladid.is Kærleik skúla ársins 2022 var af hjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í Hafnarhúsinu og stendur sölutímabil hennar til 23. des­ ember. Listamaður kærleikskúlunnar í ár er þýska listakon­ an Karin Sander en verk hennar heitir Kúla með strok u . Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að Kærleik sk úlunni frá árinu 2003 og sú í ár er tuttugasta útgáfa kúlunnar. Karin hefur verið v iðloðandi íslensk t listalíf síðan snemma á tíunda ára­ tugnum og er í dag einn fremsti og af kastamesti listamaður sinnar kynslóðar. Verk hennar hafa verið sýnd um heim allan og finnast í opinberum söfnum og safneignum víða um lönd en hún verður fulltrúi Sviss á átjánda alþjóðlega arkitektúr­ tvíæringnum í Fen­ eyjum á komandi ári. Au k K æ r l e i k s ­ kúl unnar í ár hefur listamaðurinn Karin Sander einnig útbúið og gefið Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sérstakt verk sem kemur út í aðeins tuttugu eintökum í tilefni af 20. útgáfuári Kærleik­ skúlunnar sem verður kynnt við opinn við­ burð í i8 næsta föstu­ dag, 9. desember, klukkan 17. Tilgangurinn með sölu Kærleiks­ kúl unnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að ef la starfsemi Reykjadals í Mos­ fellsdal sem Styrktarfélagið á og rekur ásamt Æf ingastöðinni í Reykjavík. Allur ágóði af sölu kúl­ unnar rennur óskiptur til starfsemi sumarbúðanna í Reykjadal. n Tuttugasta kærleikskúlan afhjúpuð Kærleikskúlan í ár heitir Kúla með stroku og er eftir Karin Sander. MYND/AÐSEND Brimhólar heitir nýjasta bók Guðna Elíssonar. Um er að ræða skáldsögu sem fjallar um þjóðirnar tvær sem búa hér á landi, Íslendinga og Pól­ verja. tsh@frettabladid.is Guðni Elísson sendi nýlega frá sér sína aðra skáldsögu sem ber heitið Brimhólar. Guðni segir bókina ein­ blína á tiltekin vandamál í íslensku samfélagi. „Hún fókuserar til dæmis á þjóð­ irnar tvær sem búa í þessu landi og það hversu lítil samræða er í raun á milli þessara hópa. Hún skoðar stéttaskiptingu og afleiðingarnar af misskiptingu auðsins í landinu. Hún horfir á blinduna sem einkennir sýn okkar á annað fólk. Ég vísa þarna til dæmis á einum stað í ljóð eftir Czesław Miłosz þar sem segir að bláþyrillinn geti breytt heilli á í undur. Öðrum þræði er ég að glíma við spurninguna hvers vegna við erum ekki að horfa til þeirra merki­ legu og miklu menningarstrauma sem fylgja innf lytjendum,“ segir Guðni. Framandleikinn mikilvægur Brimhólar fjalla um íslenskan strák og pólska stelpu sem kynnast í litlu þorpi úti á landi. Pólverjar eru stærsta þjóðarbrotið hér á Íslandi en samgangur á milli þeirra og Íslendinga hefur þó verið æði tak­ markaður í íslensku bókmennta­ samfélagi þar til nýlega. „Ég held að það sé alveg gríðar­ lega mikilvægt að við opnum fyrir þessar raddir. Vegna þess að með þessum pólsk­íslensku rithöf­ undum, ef við einblínum bara á Pólverjana en það eru rússneskir höfundar hérna og fleiri, með þeim kemur auðvitað ákveðinn skilning­ ur og ákveðinn framandleiki inn í íslenska umræðu. Framandleikinn er gífurlega mikilvægur fyrir bók­ menntirnar, það eru meira að segja til hugtök sem snúast um það í bók­ menntafræðinni eins og framand­ gerving,“ segir Guðni. Ljóðin draga þau saman Spurður um hvernig hann myndi lýsa bókinni segir Guðni nauðsyn­ legt að stíga varlega til jarðar til að opinbera ekki frásagnarfléttuna. „Hún fjallar um fjölskyldu sem dvelst í stóru húsi sínu, Brimhólum, á ströndunum rétt fyrir utan lítið fiskiþorp á Vestfjörðum. Þau dvelja þarna sumarlangt, faðir móðir og tvö systkini. Pabbinn er í rauninni Eigum að fagna framandi menningu Skáldsagan Brimhólar fjallar um íslenskan strák og pólska stelpu sem hittast í litlu þorp á Vestfjörðum og tengjast í gegnum ljóðlist. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR sægreifinn á staðnum þó hann sé lítið þar. Strákurinn rekst illa, hann hefur verið þarna einu sinni áður sem krakki en snýr aftur í húsið stuttu fyrir 17 ára afmælisdaginn sinn. Þegar hann er búinn að dvelja þarna í einhverjar vikur þá kynnist hann pólskri stelpu sem er í sjó­ sundi með eldri systur hans. Þau ákveða að hittast alltaf einu sinni í viku og lesa saman bækur. Hún fær að velja fyrst og velur handa honum staf la af bókum eftir pólsk ljóð­ skáld, svo gerast alls konar hlutir og strákurinn situr uppi með ljóðin.“ Í bókinni má finna fjölmargar vísanir í pólskan, enskan og íslensk­ an kveðskap. „Ég er að nota ljóðin sem þau lesa sem leið til að draga þau saman og mynda tengingar á milli þeirra. En um leið að draga upp einhvers konar menningar­ mun, gjána sem er á milli þeirra og erf iðleikana sem fylgja sambandinu, því þetta samband heldur áfram næstu árin. Allt fram í sögulok.“ Horft yfir kirkjugarðinn Guðni starfar sem prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og því ljóst að hann er vel að sér í heimsbók­ menntunum. Spurður um hvort hann leiti mikið í sér­ svið sitt þegar hann skrifar skáld­ skap segir Guðni: „Það hefur stundum verið sagt að allar bókmenntir verði að gera tvennt ef þær eigi að hafa vægi. Þær þurfi að hvíla í þeim samtíma sem þær fjalla um. Þær þurfi að leita leiða til þess að opna okkur skiln­ ing á samtímann og það sem er að gerast í honum en um leið þurfi þær að hvíla í bókmenntaleika sínum, í fortíðinni og arfinum sem þær rísa úr. Þannig að sögur gerist á tveimur plönum í senn, þær eigi í samræðu við samtímann og við hefðina. Það má segja að þessi bók geri það, hún á í samræðu við hefðina. Ég er að reyna svolítið að brjóta upp íslenska frásagnarhefð.“ Kemst maður þá ekkert hjá því að fjalla um bókmenntasöguna? „Já, ef þú setur niður penna og ætlar þér að skrifa bók eða skáld­ skap þá er textinn alltaf til á undan þér. Þá reynir á þig að búa þér til pláss í honum. Þú stendur í raun alltaf við hliðina á kirkjugarðinum og horfir yfir vegginn, hvort sem kirkjugarðsveggurinn er ímynd­ aður eða ekki.“ Búum í afmörkuðum heimi Síðasta bók Guðna, Ljósgildran, var mjög pólitísk bók þar sem þjóðarsál Íslands lá undir. Guðni segir Brim­ hóla einnig vera pólitíska bók, þótt sjónarhornið sé nú afmarkaðra. „Þetta er saga sem horfir á mis­ skiptingu auðmagnsins á Íslandi, horfir á það hvernig við höfum svona hægt og rólega hólfað af okkar samfélag. Við búum í afmörk­ uðum, lokuðum heimum, þar sem er lítil hreyfing á milli. Við erum blind á umhverfi okkar og við erum blind á þá möguleika sem liggja í krafti þess þegar tveir menningar­ straumar renna saman. Því það er oft þannig í menningar­ lífinu að mesta gróskan verður þar,“ segir hann. Guðni segir að Íslend­ ingar ættu að fagna þeirri f jölbreytni sem berst hingað til lands með inn­ flytjendum. „Við eigum að fagna þ e s s u m f r a m a n d i menningarstraumum. Við eigum ekki bara að reyna eftir fremsta m e g n i a ð k e n n a útlendingunum okkar íslensku, við eigum að verða svolitlir útlend­ ingar sjálf ir, eigum að vera dugleg við að leggja okkur eftir því að skilja, að einhverju leyti, þá menningarheima sem koma með þeim.“ n n Listin sem breytti lífi mínu Við og við með Ólöfu Arnalds. Rithöfundurinn, uppistandarinn og þúsund- þjalasmiðurinn Bergur Ebbi segir lesendum Fréttablaðsins frá listinni sem breytti lífi hans. „Fyrir tæpum tíu árum síðan, þegar niðurhal og streymi á tónlist var byrjað að ryðja sér rúms, tók ég mig til og henti öllum geisla- diskunum mínum, um fimm hundruð stykkjum sem ég hafði safnað af metnaði og áfergju allt frá unglingsaldri. Það er grátlegt að hugsa til þess. Ég henti þeim öllum. Eða það hélt ég allavega þangað til fyrir nokkru þegar ég fann geisladisk í bókahillunni, sem hafði líklega ratað þangað því um- búðirnar eru eins og bók. Það var eini diskurinn sem slapp og eini geisladiskurinn sem ég á í dag og það er ekki tilviljun að hann fann sér leið, því umræddur diskur er gullmoli. Hann inni- heldur tónlist sem hljómar ekkert eins og árið sem hann kom út, góðærisárið 2007, enda klassískur í hljómi og efnistökum. Músíkin hreyfði við mér árið 2007 og hún gerir það enn í dag og mun lifa okkur öll. Þessi diskur er Við og við með Ólöfu Arnalds, raunar frumburður hennar og því stútfullur af kjarki og dirfsku, en samt líka svo þrosk- aður og yfirvegaður. Sjálfur met ég ekkert æðra í listum en það sem Ólöf færir fram á þessum diski: að standa án skjaldar, vopnuð engu nema eigin tóni og hugsunum og syngja fyrir heiminn, óhrædd við allt. List er sífellt að breyta lífi okkar, en virkilega góð list getur breytt lífi okkar oftar en einu sinni. Það eru ekki mörg listaverk sem fá slíka einkunn en Við og við er eitt þeirra.“ n 22 Menning 8. desember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 8. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.