Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 34
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Pauline Karlsdóttir til heimilis að Droplaugarstöðum, áður Ljósheimum 9, lést á Landspítalanum við Hringbraut, 11. nóvember, í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Sigrún Linda Kvaran Jóhann Magnús Jóhannsson Ævar Ragnar Kvaran Þóra Guðmundsdóttir Silja Kvaran Örlygur Kvaran Helga Margrét Hreinsdóttir og aðrir afkomendur Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Kristinn Guðmundsson arkitekt, lést á Landspítalanum 13. nóvember sl. Jarðarförin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. desember kl. 12.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á góðgerðafélög að eigin vali. Guðmundur Kristinn Guðmundsson Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir og fjölskyldur Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Högna Þórðarsonar áður til heimilis á Ísafirði, fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 8. desember kl. 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Streymi frá athöfninni er hægt að nálgast á www.mbl.is/andlat, eða á youtu.be/Xl6QHnbQnwE Kristrún Guðmundsdóttir Hörður Högnason Una Þóra Magnúsdóttir Þórður Högnason Jolanta Högnason Kristín Högnadóttir Sigurður A. Þóroddsson Guðmundur Kr. Högnason Judy-Ann Norton barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri Richard Guðmundur Jónasson framreiðslumaður, Sléttuvegi 17, Reykjavík, lést umvafinn sínum nánustu 1. desember sl. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 12. desember kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarsjóð Oddfellowstúku Þorfinns karlsefnis nr. 10 0513-14-404101, kt. 530793-2069. Guðrún Egilsdóttir Hjördís Kristinsdóttir Ingvi Kristinn Skjaldarson Ingibjörg Kristinsdóttir Þórarinn Halldór Kristinsson Úrsúla Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku móðir okkar, amma og langamma, Pála H. Jónsdóttir Miðbraut 5, Seltjarnarnesi, lést á Landakoti 26. nóvember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum ættingjum og vinum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við Heru heimaþjónustu og starfsfólki L5 á Landakoti. Minningargreinar eru afþakkaðar að ósk hinnar látnu. Nives Elena Waltersdóttir Ferrua Íris Waltersdóttir Ferrua Sonja Irena Waltersdóttir Ferrua barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Agnar Þór Aðalsteinsson lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þann 24. nóvember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Sólvangi fyrir ómetanlega umönnun og kærleik. Kristín Jóhanna Agnarsdóttir Birgir Reynisson Ólafía Aðalheiður Agnarsdóttir Steinþór Agnarsson Anna Þórðardóttir Ásgeir Þór Agnarsson Bryndís Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sæunn Ragnheiður Sveinsdóttir Kópavogsbraut 1b, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 4. desember. Útför hennar fer fram miðvikudaginn 14. desember kl. 13.00 frá Kópavogskirkju. Starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar eru færðar alúðarþakkir fyrir einstaka umhyggju og virðingu við umönnun hennar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sunnuhlíðarsamtökin. Ásgeir Jóhannesson Berglind Ásgeirsdóttir Lárus Sigurður Ásgeirsson Sigurveig Þóra Sigurðardóttir Þór Heiðar Ásgeirsson Sigrún Þorgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Það er mikið um nýjungar í jóla- dagskrá Árbæjarsafnsins í ár. arnartomas@frettabladid.is Hátíðarandinn er allsráðandi í Árbæjar- safni þessa dagana í aðdraganda jóla- dagskrárinnar sunnudagana 11. og 18. desember. Viðburðirnir eru almennt vel sóttir, en í ár varð safnið þeirrar gæfu aðnjótandi að hljóta styrk frá Betra hverfi í Reykjavík og verður dagskráin í ár því enn veglegri auk þess sem aðgangur verður ókeypis. „Við erum að reyna að skapa notalega stemningu frá ysi og þys jólastússins,“ segir Helga Maureen Gylfadóttir, deildar- stjóri á safninu. „Starfsfólkið er klætt upp í búninga og einhverjir jólasveinar skrall- andi út um allt.“ Á dagskránni í ár verður boðið upp á fasta liði og verður að vanda hægt að fara í tímaferðalag og upplifa jólin í húsunum frá mismunandi tímum, allt frá 1846 til 1959. Þá verður hægt smakka góðgæti á borð við möndlur, hangikjöt og laufa- brauð auk þess sem björgunarsveitin mætir á svæðið til að selja jólatré og eitt húsið hýsir jólamarkað fyrir líknarfélög. Þá verður einnig nóg af nýjungum, þar á meðal aðkoma jólafólanna – jólasvein- anna sem náðu ekki inn hjá Jóhannesi úr Kötlum. „Það er búið að setja upp umboðs- skrifstofu jólasveinanna, fyrir Giljagaur, Stekkjarstaur og þá félaga,“ segir Helga Maureen. „En hinum megin verða jóla- fólin á borð við Flotnös, Reykjasvelg, Kleinu sníki og fleiri. Þau eru að reyna að ná sér í smá bisness en hafa aðeins verið að misskilja þetta.“ Jólafólin fá þannig kærkomna kynn- ingu á safninu í ár og bendir Helga Maureen á að mögulega verði hægt að bóka einhver þeirra með afslætti til að skemmta á jólaböllum í ár. Pólsk jól Gestum stendur einnig til boða að kynna sér dæmigerð pólsk jól. „Við höfum verið í samtali við pólska samfélagið á Íslandi um það hvað sé líkt og ólíkt með jólahaldi landanna tveggja,“ segir Helga Maureen. „Við eigum nefni- lega feikimargt sameiginlegt.“ Líkt og á Íslandi gengur jólahátíðin í garð í Póllandi á aðfangadag en þar er sú hefð að lagt sé á borð fyrir óvæntan gest. „Hjá sumum er það líka gert fyrir ein- hvern sem er fjarstaddur eða látinn en getur þá verið með í borðhaldinu í anda,“ útskýrir Helga Maureen. „Svo er hefð fyrir því í Póllandi að það sé borðaður fiskur á aðfangadagskvöldi því föstunni lýkur ekki fyrr en á miðnætti.“ Þá hafa margir tólf rétta máltíð sem er ýmist táknrænt fyrir postulana tólf eða mánuðina. Séu þeir allir borðaðir þá verður nýja árið gott. „Stundum eru hlutir eins og sósan og gosið talið sem heill réttur,“ svarar Helga Maureen spurð út í það hvort tólf réttir sé ekki heldur vel í lagt. „Það er bara gaman að eiga þetta samtal því auðvitað búum við öll saman hérna.“ Að lokum hvetur Helga Maureen gesti til að bóka miða á dagskrána gjaldfrjálst á tix.is til þess að flæðið verði sem best. Hægt er að kynna sér dagskrána í heild á heimasíðu safnsins. n Jólafól og pólsk jól á Árbæjarsafni Heimafólkið í Árbæ er duglegt að skera út laufabrauð. MYND/ROMAN GERASYMENKO Jólasveinarnir verða á sínum stað. 1953 Dwight D. Eisenho- wer, forseti Banda- ríkjanna, heldur annálaða ræðu um ágæti kjarnork- unnar. 1966 Gríska ferjan Herak- lion sekkur í Eyja- haf. Um 200 manns láta lífið. 1971 Undirritað er sam- komulag um stjórn- málasamband á milli Íslands og Kína. Ári síðar opna Kínverjar sendiráð í Reykjavík. 1974 Grískir kjósendur hafna því að taka aftur upp konungs- veldi. 1987 Stofnuð eru sam- tökin Ný dögun um sorg og sorgarvið- brögð. 1991 Leiðtogar Rúss- lands, Hvíta-Rúss- lands og Úkraínu stofna Samveldi sjálfstæðra ríkja. 1991 Rúmenar sam- þykkja nýja stjórnarskrá í þjóð- aratkvæðagreiðslu. 2006 Leikjatölvan Wii kemur út í Evrópu. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 8. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.