Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það er á sársauka- fullum tímum sem þessum sem stjórn- málahreyf- ingum er hættast við að gleyma stefnu- skrám sínum í skiptum fyrir snyrti- leg excel- skjöl. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is gar@frettabladid.is Mannleg mistök Nokkuð mörg dæmi dúkka nú upp um að haft hafi verið rangt við á nýlegum tilboðsdögum. Vörur hafi verið auglýstar á afslætti sem kynntur var sem hlutfall af háu verði sem áður hafi verið – en var bara samt aldrei. Neytendur eru hins vegar nokkuð vel á verði þegar kemur að verði og deila með sér upp- lýsingum þar sem sýnt er fram á að verslanir hafi gefið upp of hátt fyrra verð til að láta afslætt- ina líta betur út. Þegar eigendur eru beðnir um skýringar eru þær nánast alltaf þær sömu: ein- hverjum öðrum en þeim sjálfum urðu á mannleg mistök. Hinir vitleysingarnir Það er náttúrlega fátt mann- legra en að benda á einhvern annan en sjálfan sig þegar babb er komið í bátinn. Það er alkunna. Þetta vita stjórnmála- menn og embættismenn best allra eins og reyndar gildir um nær alla skapaða hluti undir sólinni og jafnvel lengra áleiðis út í vetrarbrautina. Þetta hefur ekki síst sannast í yfirstandandi tragíkómedíu um sölu á hluta af eign ríkisins í Íslandsbanka. Allir sem að málinu koma, bæði í aðdraganda og kjöl- far sölunnar, virðast öldungis gáttaðir á því hversu allir hinir málsaðilarnir séu fákunnandi – og hreinlega vitleysingar ef satt skuli segja. n Orri Páll Jóhannesson þingmaður VG Í fréttum hefur komið fram að núverandi eigendur óvirkrar verksmiðju United Silicon hf. í Helguvík hafa sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun. Samningi sem var ef til vill verðmætasta eignin í þrotabúi þessa „ævintýris“. Fáir tóku eftir því að þarna losnuðu á að giska 35 MW sem var búið að ráðstafa í stóriðju og geta nú nýst til þess að mæta orkuskiptunum. Fleiri slíkir samningar munu losna í náinni framtíð. Það er því rakið að mínu mati að taka nú þá umræðu af alvöru að beina þegar framleiddri orku í farveg orkuskipt- anna án þess að brjóta nýtt land með tilheyrandi áhrifum á stórbrotna íslenska náttúru og án þess að heilu samfélögin logi í óeiningu vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda. Orkuskiptin sem slík eru ef til vill ekki umdeild, en við deilum um leiðirnar að þeim. Í skýrslu sem kom út í mars síðastliðnum um stöðu og áskoranir í orkumál- um með vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum eru dregnar upp sex sviðsmyndir. Framan af umræðunni fór mest fyrir þeirri sviðs- mynd sem áætlar þörf um meira en tvöföldun á raforkuframleiðslu hérlendis. Forgangsröðun í þágu náttúru og orkuskipta Síðan þá hafa ýmsir glímt við að draga upp raun- hæfari myndir, svo sem með orkuskiptahermi Land- verndar, vefnum orkuskipti.is og nú síðast orku- skiptaspárlíkani Orkustofnunar. Þegar umræðan um skýrsluna hófst gagnrýndi ég það hvernig einblínt var á þá sviðsmynd sem gengi freklegast fram. Mér fannst þá og finnst enn þurfa að taka af alvöru með í reikninginn að við getum forgangsraðað þegar framleiddri orku með öðrum hætti, til að mynda með því að nýta orku í stóriðju- samningum sem losna í þágu orkuskiptanna. Nú þegar kemur á daginn að 35 MW hafa losnað vegna endaloka áforma um kísilmálmverksmiðju í Helguvík er full ástæða til að staldra við, bæði í þágu íslenskrar náttúru og í þágu orkuskipta. Það getur farið saman. Slíkar aðstæður geta kallað á nýtt mat. Nú er lag! n Nú er lag Pólitíkin er oft og tíðum á sjálfstýringu. Hún er rekin áfram af embættis- mannakerfinu, sem, ef út í það er farið, tekur lýðræðislega kjörnum fulltrúum oft fram í völdum og áhrifum. Enda koma pólitíkusar og fara. En embættið situr áfram. Og lifir alla pólitík af. En þegar mest þarf á því að halda – hinu raunverulega lýðræði, fulltrúunum sem kosnir eru til áhrifa og þess mikilvæga starfa að móta samfélagið, þá reynir auðvitað á pólitíkina. Og þá einmitt afhjúpar hún sig sjálf. En aldrei meira og skýrar en á niðurskurðar- tímum. Þegar skórinn kreppir. Þá opinbera stjórnmálin sig með skýrustum hætti. Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík standa nú frammi fyrir þessari mikilvægu áköllun. Og eftir atvikum minnihlutaflokkarnir líka. Því það getur enginn skorast undan lýðræðislegri ábyrgð þegar þrengir að og borgarsjóður þarf að sníða sér stakk eftir vexti. Og núna kemur sumsé á daginn úr hverju flokkarnir eru gerðir. Hverjum þeir vilja hlífa og hvar þeir vilja beita niðurskurðarhnífnum. Það er á sársaukafullum tímum sem þessum sem stjórnmálahreyfingum er hættast við að gleyma stefnuskrám sínum í skiptum fyrir snyrtileg excel-skjöl. Og þetta er einmitt líka tíminn sem svo auðvelt er að gleyma með öllu kosningaloforðunum og digurbarkalegu tæki- færisræðunum á opinberum vettvangi. En núna fellur einmitt það augljósa undir skærustu birtuna. Næsta litlaus hversdagspóli- tíkin tekur við af upphöfnum tyllidagaboð- skapnum. Og það þarf að gera það sem engan stjórnmálamann langar til að gera nema ef til vill í lengstu lög, að bregðast einhverjum þeim ótalmörgu sem telja sig eiga rétt á opinberum fjárframlögum, kippa jafnvel grundvellinum undan starfsemi þeirra og afkomu. Meirihlutinn í Reykjavík – og minnihlutinn sömuleiðis – er nú í kjörstöðu til að sýna hver hans raunverulega pólitík er á ögurstundu. Hvorir tveggja munu nú á næstu dögum og vikum sýna borgarbúum hvað þeir standa fyrir í raun og sann. Og stóra spurningin er ágeng. Mun nauðsyn- legustu – og á stundum lífsnauðsynlegustu – þjónustunni verða þyrmt, þar á meðal við börn og ungmenni, svo og það fólk sem stendur höll- ustum fæti, eða ekki? Og má vera að þessu verði snúið á hvolf, að embættismannakerfinu sjálfu verði einkum hlíft á kostnað framlínunnar, á tímum þegar borgarstarfsmönnum hefur fjölgað langt umfram borgarbúa? Við erum að tala um pólitík. n Pólitísk afhjúpun MANNAMÁL FIMMTUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 8. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.