Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 30
Tískupallarnir í haust ljómuðu af innblásinni tísku fyrir vor og sumar 2023 og hönnuðir léku sér með liti, form, áferð og gegnsæi af einskærri list. Fjólublár mun koma aftur sem einn aðalliturinn vorið og sumarið 2023 að mati WGSN Insider og vekur upp tilfinningar tengdar heilsuhreysti og veruleikaflótta. Nú er fólk að jafna sig eftir óvissu- tíma af völdum faraldurs og mun leita í heilsubætandi venjur fyrir líkama, geð og sál. Liturinn Digital Lavender, sem er eins konar ljós, pastel, lillablár litatónn, mun veita stöðugleika, jafnvægi og skýra tengingu við heilsuna. Samkvæmt Elle Magazine er tískan samt sem áður einstaklega fjölbreytt og litrík, þrátt fyrir að drappaður fái samt sem áður að vera áberandi eins og endranær. Hversdagsklæðnaður verður í fínni kantinum, pallíettur á sterum verða áberandi, sama er með gegnsæ efni og allt þar á milli. Það má því búast við fjölbreyttri tísku næsta vor. Tíska og list Vogue lýsti tískusýningunum á tískuvikunum í upphafi hausts sem hátíðlegum, innblásnum og uppfullum af áhugaverðum línum þar sem tíska og list fóru ein- staklega vel saman. Áhrif tíunda áratugarins hafa farið dvínandi upp á síðkastið en ef miðað er við tískupallana í haust mun hann ná nýjum hæðum í vor og sumar 2023. n Liturinn mun veita stöðugleika, jafn- vægi og skýra tengingu við heilsuna. Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Fjólubláir tískudraumar Áhrifavaldurinn Kiki Yang Zhang var með puttann á fjólubláa púlsinum fyrir utan tískusýningu Rochas á tískuvikunni í París í lok september. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Victoria Beck- ham sló tvær tískuflugur í einu höggi með hönnun sinni á þessum gegnsæja, ljós- fjólubláa kjól sem sýndur var á tískuvikunni í París í septem- ber fyrir vor og sumar 2023. Tískusýning Sinéaad O’Dwyer vakti athygli í haust þar sem módel voru fjölbreyttari en venja er. Hér má líta gegnsæjan kjól úr línunni frá tískuvikunni í London. Þessi fjólubláa yfirhöfn er úr smiðju Simorra sem sýndi nýjustu vor- og sumarlínuna fyrir 2023 á tískuvikunni í Barcelona í október síðast- liðnum. 6 kynningarblað A L LT 8. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.