Fréttablaðið - 08.12.2022, Blaðsíða 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Nýsköpunarsjóður náms-
manna var stofnaður árið
1992 með 10 milljóna króna
framlagi en síðan hefur
hann vaxið jafnt og þétt.
Margar hugmyndir hafa
verið þróaðar og verkefnin
orðið að framúrskarandi
fyrirtækjum.
„Þetta er mjög mikilvægur og
frábær sjóður,“ segir Þorgerður
Eva Björnsdóttir, sérfræðingur hjá
Rannís. „Það hefur sýnt sig að þeir
sem sækja um í Nýsköpunarsjóð
námsmanna halda gjarnan áfram
að þróa hugmyndir sínar, fá frekari
styrki bæði innan lands og utan.
Mörg af helstu nýsköpunarfyrir-
tækjunum á Íslandi fengu í upphafi
styrk úr Nýsköpunarsjóði náms-
manna. Sjóðurinn var stofnaður
1992 með tíu milljóna króna fram-
lagi en síðan hefur hann vaxið
jafnt og þétt,“ segir Þorgerður.
„Stjórnvöld og Reykjavíkurborg
hafa séð sér hag í því að styrkja
sjóðinn á erfiðum tímum í sam-
félaginu þegar erfitt hefur verið
fyrir stúdenta að fá sumarvinnu.
Það var bætt myndarlega í sjóðinn
2008 og aftur árið 2020 og árið
2023 er framlag í sjóðinn um 350
milljónir en á því miður að lækka
hann niður í 80 milljónir 2024. Ég
vona samt innilega að það komi
ekki til þess því það er svo mikil-
vægt að námsmenn geti unnið
á sumrin við störf sem tengjast
þeirra námi og að ungir vísinda-
menn hafi vettvang til að blómstra
við sína fræðimennsku. Það sýnir
augljóslega mikil eftirspurn í
sjóðinn, sem fer sívaxandi,“ segir
hún.
Markmið sjóðsins og áherslur
„Markmið sjóðsins er að gefa
háskólum, rannsóknarstofnunum
og fyrirtækjum tækifæri til að ráða
námsmenn í grunn- og meistara-
námi við háskóla til sumarvinnu
við metnaðarfull og krefjandi
rannsóknar- og þróunarverkefni.
Verkefni eru unnin yfir sumar-
mánuðina, júní, júlí og ágúst.
Hámarksstyrkur fyrir hvern náms-
mann er þrír mánuðir. Það er lögð
áhersla á að hafa góða breidd við
val á verkefnum og að þau nái yfir
sem flest fræðasvið. Sömuleiðis
viljum við að verkefnin séu um allt
land en ekki einskorðuð við höfuð-
borgarsvæðið.
Umsóknirnar fara í gegnum
mjög faglegt matsferli og unnið er
með þær eins og alla aðra rann-
sóknarstyrki þótt upphæðirnar
séu ekki mjög háar á hvern náms-
mann. Umsjónarmaður verk-
efnis sér til þess að það sé unnið
á réttum tíma og er námsmanni
innan handar. Að hausti skila
námsmenn lokaskýrslu um fram-
vindu og niðurstöðum verkefnis-
ins,“ upplýsir Þorgerður.
Nýsköpunarverðlaun forseta
Íslands veitt í 26 ár
„Stjórn sjóðsins tilnefnir árlega
5-6 verkefni, sem hafa unnið
framúrskarandi starf við úrlausn
verkefnis, til Nýsköpunarverð-
launa forseta Íslands. Aðeins eitt
verkefni getur hlotið sjálf Forseta-
verðlaunin. Verðlaunin voru fyrst
veitt í ársbyrjun 1996 og hafa síðan
verið veitt á ári hverju við hátíð-
lega athöfn á Bessastöðum.
Mörg dæmi eru um að nýsköp-
unarverkefni hafi velt af stað viða-
meiri þróunarverkefnum innan
fyrirtækja. Ungt fólk er oft djarft
og frjótt í hugsun og fyrirtæki
hafa verið tilbúin til að fjárfesta í
hagkvæmnisathugun með aðstoð
Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
Oft eru það áhugasömustu náms-
mennirnir sem sækjast eftir vinnu
við rannsóknir á sumrin.
Vinna á vegum Nýsköpunar-
sjóðs hefur verið vettvangur fyrir-
tækja til að mynda tengsl við nem-
endur og oft hafa þau tengsl leitt
til atvinnutilboða að námi loknu.
Sjóðurinn er því einnig ákjósan-
legur vettvangur fyrir nemendur
til að kynnast framsæknustu fyrir-
tækjum og stofnunum landsins.
Umsjónarmenn verkefna hjá
fyrirtækjum og stofnunum sækja
um að fá til sín námsmenn með
launum frá nýsköpunarsjóði.
Sækja þarf um hjá Rannís sem fer
með alla umsýslu.“
Umsóknarfrestur úr Nýsköp-
unarsjóði til að sækja um launaða
námsmenn fyrir sumarið 2023 er
til 6. febrúar klukkan 15. n
Nýsköpunarsjóður námsmanna þrjátíu ára
Þorgerður Eva Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Það hefur sýnt sig
að þeir sem sækja
um í Nýsköpunarsjóð
námsmanna halda
gjarnan áfram að þróa
hugmyndirnar sínar, fá
frekari styrki bæði
innanlands og utan.
Að verkefninu um betri gjör-
gæslumeðferð Landspítalans
með gagnasjá unnu þær Margrét
Vala Þórisdóttir og Signý Kristín
Sigurjónsdóttir, báðar með BS í
hagnýtri stærðfræði við Háskóla
Íslands, og Valgerður Jónsdóttir, BS
í rafmagns- og tölvuverkfræði við
sama háskóla.
Betri yfirsýn
Samkvæmt þeim stöllum er á
gjörgæsludeildum Landspítalans
notað upplýsingakerfi sem
safnar gífurlegu magni gagna um
sjúklinga og meðferð þeirra þar.
„Í þessu upplýsingakerfi skortir
þó aðgengileika og yfirsýn. Með
auknum aðgengileika að upp-
lýsingum og hagnýtingu á þeim
aragrúa gagna sem er safnað er
hægt að veita starfsfólki yfirsýn
yfir álag og umfang gjörgæslumeð-
ferðar. Slíkt bætir einnig þjónustu
við gjörgæslusjúklinga og tryggir
aukið öryggi. Markmið verkefnis-
ins var því að búa til gagnasjá sem
hefur meðal annars það hlutverk
að sýna yfirlit yfir starfsemi gjör-
gæsludeilda Landspítalans og að
birta á skýran og aðgengilegan
máta ýmsar tölfræðilegar upp-
lýsingar svo hægt sé að leggja mat á
gæði gjörgæslumeðferða. Gagna-
sjáin, sem var afurð verkefnisins,
vinnur gögn upplýsingakerfisins
sjálfvirkt, dregur úr þeim ýmsar
tölfræðilegar upplýsingar og sýnir
allar þær upplýsingar sem starfs-
menn gætu þurft á að halda til þess
að meta gæði gjörgæslumeðferða.“
Styrkurinn leiddi af sér
fleiri verkefni
Margrét, Signý og Valgerður segja
að það að hljóta styrk úr Nýsköp-
unarsjóði námsmanna hafi gefið
þeim færi á að vinna að áhuga-
verðu og spennandi verkefni yfir
heilt sumar sem krafðist þess að
þær nýttu sér þá þekkingu sem
þær höfðu öðlast sem nemar við
Háskóla Íslands.
„Þar að auki var mjög gefandi
að vinna að einhverju sem hefur
svona hagnýtt gildi líkt og þetta
verkefni er, en það gaf okkur tæki-
færi til að vinna með spítalanum
og búa til eitthvað sem nýtist
honum í hans starfsemi.“
Áframhaldandi nám í útlöndum
„Fyrir okkur sem nema í verk-
fræði og raunvísindum hefur
þetta verkefni sem við unnum að
tvímælalaust nýst í áframhaldandi
námi en við erum allar komnar í
framhaldsnám erlendis.
Í námi og daglegu lífi erum við
sífellt að leita lausna við ýmsum
vandamálum sem við stöndum
frammi fyrir og að fá tækifæri til
þess að leysa eitt slíkt með góðum
árangri sumarið 2021 var dýrmæt
og lærdómsrík reynsla.
Við vinnslu verkefnisins
fengumst við líka mikið með gögn
og tölfræði.“ n
Betra aðgengi upplýsinga
Valgerður Jónsdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttir og Margrét Vala Þóris-
dóttir komu allar að þessu verkefni. MYND/AÐSEND
Undanfarin þrjú sumur
hefur Arngrímur Guð-
mundsson vöruhönn-
uður komið að mörgum
skemmtilegum verkefnum
hjá Plastplani. Stærsta verk-
efnið snerist um hönnun
og smíði iðnaðarþrívíddar-
prentara.
Plastplan var stofnað árið 2018 og
leggur mikinn metnað í hönnun
vandaðra nytjahluta úr endur-
unnu plasti. Plastið kemur frá
samstarfsaðilum Plastplans og er
það hakkað á vinnustofu fyrir-
tækisins þannig að það verður
að kurli sem er síðan notað sem
hráefni fyrir vélar sem fyrirtækið
hefur smíðað.
„Bráðnu plastkurli er þrýst í
mót í sérstakri vél. Plastkurlið er
svo brætt og pressað í plötupress-
unni til að búa til plastplötu og í
iðnaðarþrívíddarprentaranum er
kurlið brætt og úðað út lag fyrir
lag til þess að búa til þrívíða hluti,“
segir Arngrímur Guðmundsson
sem er nýútskrifaður vöruhönn-
uður og hefur unnið að hönnun og
smíði á iðnaðarþrívíddarprentar-
anum undanfarin þrjú sumar hjá
Plastplani en Nýsköpunarsjóður
námsmanna gerði fyrirtækinu
kleift að ráða hann inn.
Leiðir Arngríms og Björns Stein-
ars Blumenstein, annars eiganda
Plastplans, lágu fyrst saman vorið
2020 þegar Björn kenndi honum
áfanga í Listaháskólanum. „Þar
gerði ég gagnvirkt verkefni sem
varð til þess að hann vildi fá mig
með sér í að hanna og smíða þrí-
víddarprentara fyrir Plastplan.“
Skemmtilegar áskoranir
Verkefnið hófst sumarið 2020 þar
sem Arngrímur og Flosi Hrannar
Ákason, sem þá var að útskrifast
úr vélaverkfræði frá Háskólanum
í Reykjavík, vörðu sumrinu í að
hanna og smíða þrívíddarprentara
sem gat prentað einn rúmmetra.
„Þrívíddarprentarinn virkar í
stuttu máli þannig að bráðnu
plasti er úðað út úr svokölluðum
„extruder“ sem færist upp og niður
(z-ás), fram og aftur (y-ás) og til
hliðar (x-ás). Prentarinn úðar
síðan út plasti lag fyrir lag þangað
til það er kominn þrívíður hlutur.“
Sumarið 2021 sneri Arngrímur
aftur og tók þátt í ýmsum verk-
efnum hjá Plastplani ásamt Loga
Pedro Stefánssyni. „Ég hélt áfram
að vinna í þrívíddarprentaranum
á meðan Logi var að setja saman
CNC-fræsara og að hanna mót
fyrir „injection“-vélarnar. Stærsta
verkefnið var að hanna og setja
saman nýjan og öflugri „extruder“
á prentarann til þess að geta
prentað hraðar.“
Fjölbreytt verkefni
Síðasta sumar var þriðja sumar
Arngríms hjá Plastplani og verk-
efnin voru fjölbreytt og skemmti-
leg eins og áður. „Stærsta verkefnið
sem ég kom að síðasta sumar var
að prufa að prenta mismunandi
tegundir af plasti, til dæmis PP, PS,
HDPE og LDPE svo nokkur dæmis
séu tekin. Það er áhugavert hvað
þessar tegundir eru ólíkar. Ásamt
stússi í þrívíddarprentaranum, var
ég líka að hanna injection-mót og
ýmislegt fleira.“
Arngrímur er mjög ánægður
með verkefnin sem hann hefur
komið að hjá Plastplani. „Þessi
þrjú sumur í Rannís-verkefnum
hafa verið ótrúlega lærdómsrík og
mjög gaman að hafa getað verið
partur af uppbyggingu Plastplans,
þökk sé Nýsköpunarsjóði náms-
manna.“ n
Lærdómsrík og skemmtileg sumur
Arngrímur Guðmundsson vöruhönnuður hefur unnið að þróun og smíði
iðnaðarþrívíddarprentara hjá Plastplani. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Plastkurl öðlast nýtt líf.
Þessi þrjú sumur í
Rannís-verkefnum
hafa verið ótrúlega
lærdómsrík og mjög
gaman að hafa getað
verið partur af uppbygg-
ingu Plastplans.
Arngrímur Guðmundsson
2 8. desember 2022 FIMMTUDAGURNSN 30 ÁR A