Fréttablaðið - 09.12.2022, Síða 1
Ég held að það megi
búast við breytingum á
fiskveiðistofnum
umhverfis Ísland,
fækkun tegunda.
Katherine
Richardson,
prófessor við
Kaupmanna-
hafnarháskóla
2 6 8 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 9 . D E S E M B E R 2 0 2 2
Enn hópur sem
sendir jólakort
Hildigunnur fer
á tvíæringinn
Tímamót ➤ 12 Menning ➤ 18
Fæst einnig fjórhjóladrifinn
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur
Škoda Enyaq
Coupé RS iV.
Sportlegur og alrafmagnaður
Fordæmalausar breytingar í
hafinu umhverfis landið. Pró-
fessor telur að þorskurinn gæti
skaðast, möguleg tækifæri í
makríl og sardínum.
bth@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL „Ég held að það megi
búast við breytingum á fiskveiði-
stofnum umhverfis Ísland, fækkun
tegunda, til dæmis þorsks sem vill
vera í köldu vatni, og aukningu teg-
unda sem lifa í hlýrra vatni, til dæmis
gæti makríll aukist eða sardínur,“
segir Katherine Richardson, prófess-
or í haffræði við Kaupmannahafnar-
háskóla og stjórnandi ROCS.
Nýjar rannsóknir sýna að áður
óþekktar breytingar eiga sér nú stað
í hafinu umhverfis Ísland. Katherine
tekur fram að forsendur skorti til
að alhæfa um hvernig breytingar á
umhverfi hafi áhrif á fiskistofna.
ROCS stendur fyrir rannsókna-
setur Margrétar Danadrottningar
og Vigdísar Finnbogadóttur um
haf, loftslag og samfélag og nýtur
stuðnings íslenska ríkisins, Rannís
og Carlsberg-sjóðsins.
Meðal rannsókna sem unnar hafa
verið í dansk-íslenskri samvinnu eru
borkjarnasýni sem tekin voru í fyrra
á Reykjanesgrunni á skipi Hafrann-
sóknastofnunar. Þessa dagana er
verið að kynna niðurstöður á ráð-
stefnu í Reykholti.
Katherine segir að skeið umbreyt-
inga eigi sér stað í hafinu umhverfis
Ísland. Núverandi líkön geri ráð fyrir
fækkun þörunga, eða minni frum-
framleiðslu í sjónum. Þörungar séu
lykillífverur í framleiðslu á súrefni
og undirstaða lífkeðjunnar í hafinu.
Rannsóknir ROCS sýni fram á aukn-
ingu þeirra.
„Við erum að ganga inn í nýtt
tímabil hvað varðar lífríki sjávar, þar
með taldar fiskveiðar,“ segir Kather-
ine og bætir við að þeir sem stundi
sjávarútveg þurfi að vera meðvitaðir
um þessar breytingar.
Daði Már Kristófersson, prófess-
or í hagfræði við Háskóla Íslands,
segir margt á huldu um vistkerfið
umhverfis Ísland. Furðu sæti að
Íslendingar hafi ekki rannsakað vist-
kerfi hafsins meir en raunin sé í ljósi
mikilli hagsmuna.
Vísbendingar séu samkvæmt
rannsóknum um að útbreiðslu-
munstur loðnu sé að breytast. Loðna
sé kaldsjávarfiskur og mikilvæg
þorskinum sem fæðutegund. n
Þorskstofninn
í hættu vegna
loftslagsbreytinga
HÚSNÆÐISMÁL Fólki sem neyðist til
að sofa í bílum vegna húsnæðiseklu
hefur fjölgað upp á síðkastið.
Þetta segir Vilborg Oddsdóttir,
félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar. „Ég hef hitt fólk sem
segist velja að gista í hjólhýsi en það
vill enginn gista í bílnum sínum.“
Fátækir og húsnæðislausir leita
í vaxandi mæli í hlýju á daginn,
gjarnan í opinberu húsnæði, á bóka-
söfn, inn í sundlaugar, verslanir eða
slíka staði.
Vaxandi örvænting er meðal fólks
á leigumarkaði vegna hækkana að
sögn Vilborgar. SJÁ SÍÐU 6
Fleiri í húsnæðisvanda sofa nú í bílum
Máninn hátt á himni skín yfir höfðum þeirra sem vinna að framkvæmdum við nýbyggingu Landspítalans við Hring-
braut. Glottir tungl og hrín þótt engin sé hrönnin enn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK