Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 09.12.2022, Qupperneq 2
Æ oftar þurfa einstakl- ingar frá að hverfa vegna mikillar eftir- spurnar í bílnum. Marín Þórs- dóttir, deildar- stjóri hjá Rauða krossinum Klippt fyrir tvöföldun Nýr Vesturlandsvegur í gegn um Mosfellsbæ var formlega tekinn í notkun í gær af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra sem klippti á borða við athöfnina ásamt öðrum. Um er að ræða tvo áfanga, samtals tæplega tvo kílómetra frá Skarhólabraut að Reykjavegi. Með Sigurði Inga voru Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Frá því að neyslurýmið Ylja tók til starfa í mars hafa verið skráðar þúsund heimsóknir. Deildarstjóri verkefnisins segir bílinn sem rýmið er í ekki duga til og að allt of oft þurfi fólk að hverfa frá. lovisa@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Frá því að neyslu- rýmið Ylja tók til starfa í mars hafa um hundrað einstaklingar heimsótt það um þúsund sinnum. „Nóvember markaði ákveðin tímamót í Ylju en þá var þúsundasta heimsóknin skráð í neyslurýmið,“ segir Marín Þórsdóttir, deildarstjóri verkefnisins hjá Rauða krossinum, en hann rekur rýmið. Ylja er opin virka daga á milli klukkan 10 og 16 og eru 30 prósent gesta konur en 70 prósent karlar. „Úrræði sem opin eru fyrir heim- ilislausa á daginn eru af skornum skammti. Kirkjan rekur Skjól fyrir konur og teljum við það vera helstu ástæðu þess að þær nýti sér Ylju síður en karlar,“ segir Marín. Hins vegar séu engin úrræði fyrir karla sem opin eru á daginn. „Neyðarskýlum borgarinnar er lokað klukkan tíu á morgnana og eru ekki opnuð aftur fyrir en fimm seinnipartinn,“ segir Marín en þau sem koma í Ylju fá einnig hlý föt yfir köldustu mánuði ársins. „Vímuefnavandi er ekki eingöngu félagslegur vandi heldur er hann blanda af heilbrigðis- og félags- legum vanda,“ segir Marín. Þeir gestir sem sæki Ylju fái nær alltaf sálfélagslegan stuðning við komu sína í bílinn. „Það er í 94 prósentum tilfella samkvæmt tölunum sem við tókum saman í lok september síðastliðn- um,“ segir Marín. Auk sálfélagslegs stuðnings er lág- marks heilbrigðisþjónusta vegna Þúsund heimsóknir og neyslurýmið er sprungið Forseti Íslands og þáverandi heilbrigðisráðherra kynntu sér neyslurýmið í bíl Rauða krossins í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Allt að 88 prósenta verðmunur er á jólabókunum í ár samkvæmt nýrri verðkönnun verð- lagseftirlits ASÍ. Bækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus og því næst í verslun For- lagsins. Penninn-Eymundsson, sem þjónustar bókaunnendur um allt land allan ársins hring, er oftast með hæsta verð. Engar verðmerkingar var að sjá í Nettó, en reglur Neytendastofu kveða á um að vörur skuli verð- merktar hvar sem þær eru til sýnis og auðvelt eigi að vera að sjá verð og þjónustu á sölustað. ASÍ bendir á að verð á algengum bókatitlum breytist ört í verslunum á þessum árstíma. n Mikill verðmunur á jólabókunum Mikill verðmunur getur verið á jóla- bókunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kristinnpall@frettabladid.is ÚKRAÍNA Um 14.500 evrur eða rúm- lega tvær milljónir íslenskra króna söfnuðust á góðgerðarmarkaði fyrir utan Evrópuráðið í gær og rennur allur ágóðinn til kaupa á rafstöð fyrir sjúkrahúsið í Karkív. Eliza Reid forsetafrú var heiðurs- gestur markaðarins og opnaði hann með ávarpi. Um 20 þjóðir Evrópuráðsins tóku þátt og buðu til sölu mat og ýmsan varning frá hverju landi. Þar á meðal var fastanefnd Íslands, sem sá um skipulagningu markaðarins. Á íslenska borðinu voru seldar íslenskar bókmenntir í enskri og franskri þýðingu. Seldar voru bækur eftir Jón Kalman, Einar Kárason, Auði Övu og Elizu Reid, sem voru gefnar markaðnum og allur ágóði rann til söfnunarinn- ar. n Eliza og félagar söfnuðu fyrir rafstöð Hægt var að nálgast bók Elízu á íslenska básnum. MYND/ FORSETAEMBÆTTIÐ sára og sýkinga veitt í bílnum auk skaðaminnkandi ráðgjafar. Verk- efnið er samstarfsverkefni Reykja- víkurborgar og Rauða krossins og er til eins árs. Marín segir þau hafa lært mikið á þessum reynslutíma. „Bíllinn, sem er bráðabirgðaúr- ræði, dugar ekki til,“ segir Marín. Einungis tveir geti nýtt sér rýmið í einu. „Æ oftar þurfa einstaklingar frá að hverfa vegna mikillar eftirspurnar í bílnum. Það reynist starfsfólki mínu afar þungbært því í þau skipti vita þau til þess að fólk er að nota í ótryggum aðstæðum, berskjölduð fyrir almenningi og hættan á of- skömmtun stóreykst,“ segir Marín. n 2 Fréttir 9. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.