Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2022, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 09.12.2022, Qupperneq 6
Ég vil ítreka mikilvægi þess að leigu- félögin sýni sann- girni. Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra 50% 40% 30% 20% 10% 0% Húsnæðiskostur umsækjenda sem leita til kirkjunnar 48 ,4 % 12 ,6 % 21 ,8 % 8, 5% 3,5% 1,4% 1,7% 0,8% 0,6% 0,2% 0,5% 0,1% Le ig uí bú ð á al m . m ar ka ði U pp lý si ng ar va nt ar Fé la gs le gt le ig uh ús n. Ei gi ð hú sn æ ði Le ig uh er b. An na ð Le ig uí bú ð Ö BÍ Ó sk rá ð hú s Áf an ga - he im ili Án hú sn æ ði s H ús næ ði á ve gu m Ú TL N ám s- m an na íb úð Dæmi eru um að fólk sofi í bílum vegna fátæktar fyrir jólin. Myndin er tekin við úthlutun jólamatarpakka hjá Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Þeim fjölgar sem sofa í bílum vegna húsnæðiseklu. Græðgi leigufélaga er sögð taumlaus. Félagslegt húsnæði skortir. Forsætisráðherra boðar úrbætur en stjórnarand- staðan segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Starfshópur á vegum innviðaráð- herra vinnur nú að endurskoðun húsaleigulaga. Markmiðið er að bæta réttarstöðu og húsnæðis- öryggi leigjenda að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hún segir að tillögur um aukinn stuðning séu ekki hugsaðar til að fita efnahagsreikning leigufélaga heldur til stuðnings almenningi. Þjóðinni er brugðið vegna upp- lýsinga um að húsaleiga hjá hagn- aðardrifnum leigufélögum líkt og Ölmu, hagnaðardrifnu íbúðafélagi, hækki um 80.000 krónur á mánuði. Fjöldi fólks er sagður á vergangi. Færst hefur í vöxt að Íslendingar sofi í bílum. Á sama tíma skilaði Alma 12,5 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Félagslegt húsnæði vantar Sérfræðingar eru sammála um að skortur á leiguhúsnæði, einkum félagslegu húsnæði, sé meinsemd. Forsætisráðherra segir að stjórn- völd hafi á undanförnum árum lagt áherslu á að efla félagslegar lausnir í húsnæðismálum meðal annars í samstarfi við verkalýðshreyfing- una. Um þriðjungur nýrra íbúða sem byggðar voru á árunum 2020 og 2021 séu tilkomnar vegna slíkra aðgerða stjórnvalda. Frá árinu 2017 hafi verið veitt stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum til um 3.000 almennra íbúða. „Stjórnvöld hafa verið að vinna tillögur um aukinn húsnæðisstuðn- ing en hann er ekki hugsaður til að fita efnahagsreikning leigufélag- anna heldur til að styðja við fólkið í landinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Ég vil ítreka mikilvægi þess að leigufélögin sýni sanngirni, gangi fram af hófstillingu og leggist á árarnar með okkur til að greiða fyrir farsælum kjarasamningum á verðbólgutímum,“ segir Katrín og bætir við að það sé morgunljóst að setja þurfi miklu skýrari ramma í löggjöf um leigumarkaðinn. Búinn bani vegna fátæktar Guðmundur Ingi Kristinsson, þing- maður og varaformaður Flokks fólksins, segir að þeir sem þurfi að leigja hjá hagnaðardrifnum leigu- félögum búi hreinlega við neyðar- ástand. Hann þekkir sjálfur dæmi þess að fólk hafi hrökklast út af leigumarkaði vegna vanefnda eftir stökkbreytta hækkun og sofi í hjól- hýsum eða bílum. „Ef tekjur þurfa að hækka um 150.000 krónur til að standa undir hækkun á leigu er ljóst að svart- nættið eitt blasir við,“ segir þing- maðurinn. Margt ungt fólk sé að sligast. Dæmi séu um vegna vaxtahækk- ana að sögn Guðmundar Inga að af borgun af lánum hafi farið úr 200.000 krónum í 350.000 á mán- uði. Guðmundur Ingi vill að líf- eyrissjóðunum verði gert kleift að byggja upp eignir til að leigja út. Byggja þurfi upp miklu meira af félagslegu húsnæði. „Það er ekki hægt að búa á Íslandi ef þú ert húsnæðislaus. Fólki sem sefur úti er búinn bráður bani.“ Vítahringur efnaminni Rúmlega 20 prósent íslenskra heimila eru á leigumarkaði, lang- mest lágtekjufólk. Staða þessa hóps hefur versnað verulega frá árinu 2006 samkvæmt rannsókn Stefáns Ólafssonar prófessors á tölum OECD. Með stökkbreytingum á verði húsaleigu, einkum hjá hagnaðar- drifnum leigufélögum, þurfa leigj- endur að verja æ stærri hluta ráð- stöfunartekna í leigu. Áður en Taumlaus gróðasókn sögð ganga inn að beini fátækra Björn Þorláksson bth @frettabladid.is vextir fóru að hækka var talið að íbúðaleiga kostaði að meðaltali um 45 prósent ráðstöfunartekna. Umtalsverður hluti leigjenda var þá talinn með óhóflega háa leigu- byrði. Æskilegt viðmið er að leiga fari ekki yfir 25 prósent af ráðstöf- unartekjum. Þegar umtalsverðir hópar fara upp í 70 prósent eða í allt að hundrað prósent eins og nýleg dæmi eru til marks um, ríkir ófremdarástand að sögn Stefáns. „Samanlögð áhrif af rýrnum kaupmáttar launa og auknum vaxtakostnaði þeirra sem skulda í húsnæði eru að þrengt er stórlega að möguleikum fólks í lægri tekjuend- anum að halda rekstri gangandi og halda eigin húsnæði,“ segir Stefán. „Þeir sem byggja til að leigja út virðast sumir hverjir taumlausir í gróðasókn sinni. Þetta er starfsemi sem gengur út á að ganga inn að beini á lágtekjufólki,“ segir hann. Vaxandi örvænting „Ég finn að það gætir meiri örvænt- ingar hjá þeim sem sækja til okkar núna,“ sagði Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi sem hefur umsjón með innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Hún segir fordæmalaust að ein- stæðingar greiði 350.000 krónur í húsaleigu. „Það eru tölur sem við höfum aldrei séð fyrr.“ Vilborg segir að fólk sem leiti til kirkjunnar búi stundum í hús- næði sem sé skaðlegt vegna raka og myglu. Hún hvetur fólk til að sækja um leiguhúsnæði í gegnum eigið stéttarfélag og bendir á að kirkjan hjálpi fólki við slíkar umsóknir. „Eina von sumra er að komast í öruggt og ódýrt húsnæði.“ Að sögn Vilborgar virðast vaxandi merki um að fólk sofi í bíl vegna hús- næðiseklu. Þar sé um að ræða bæði karla og konur, innfædda Íslendinga sem aðra. „Ég hef hitt fólk sem segist velja að gista í hjólhýsi en það vill enginn gista í bílnum sínum.“ Þessi hópur leitar sérstaklega inn í hlýju á daginn, gjarnan í opinberu húsnæði svo sem á bókasöfn eða í sundlaugar auk verslunarhúsnæðis. Sakar ráðherra um óheiðarleika Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur kallað eftir auknum félagslegum stöðugleika hjá ríkisstjórninni. „Mér finnst það óheiðarleg fram- koma hjá fjármálaráðherra að koma upp í ræðustól á Alþingi og berja sér á brjóst. Ríkisstjórnin er að helminga ný fjárframlög til uppbyggingar á félagslegu húsnæði en hann talar um úrbætur. Það er talað um 400 óhagn- aðardrifnar félagslegar íbúðir en allt árið hefur innviðaráðherra rætt allt að 1.200 íbúðir í farvatninu,“ segir Kristrún. Með orðum sínum vitnar Krist- rún til svars Bjarna Benediktssonar á Alþingi í gær við fyrirspurn Ást- hildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins. Kristrún segir að þingið sé nú að fara að samþykkja fjárlög þar sem ekkert nýtt fé fari í húsnæðis- og vaxtabætur. Viðbætur í húsaleigu- bætur á miðju ári séu í engum takti við hækkun síðustu ára, bæturnar hafi setið óhreyfðar í mörg ár. Óljóst tal sé um hækkanir eftir áramót en engar fjárheimildir séu í fjárlaga- frumvarpinu fyrir slíku. Öryrkjar í sérstökum vanda „Þau eru að sigla undir fölsku flaggi,“ segir Kristrún. „Þau hafa líka hafnað tillögum okkar í Samfylkingunni um leigubremsu vegna ástandsins.“ Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu hefur meira en annar hver öryrki upplifað allt að 50 prósenta hækkun á leigu á undan- förnum mánuðum, 42 prósent eru í vanskilum með leiguna og 15 pró- sent öryrkja hafa misst heimili sitt vegna hækkunar á húsaleigu. „Við erum að tala um líf fólks, það er mjög erfitt ástand meðal leigj- enda víða, ríkisstjórnin hefur dregið lappirnar hvað varðar óhagnaðar- drifið leiguhúsnæði og boltanum er endalaust varpað á sveitarfélögin,“ segir Kristrún Frostadóttir. n Þeir sem byggja til að leigja út virðast sumir hverjir taumlausir í gróðasókn sinni. Stefán Ólafs- son, prófessor emeritus Ég hef hitt fólk sem segist velja að gista í hjólhýsi en það vill enginn gista í bílnum sínum. Vilborg Odds- dóttir, félagsráð- gjafi 6 Fréttir 9. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.