Fréttablaðið - 09.12.2022, Qupperneq 20
Hörður Magnússon, fótbolta-
lýsandi með meiru, er mikill
bókaormur og veit fátt betra
en að taka sér góða bók í
hönd og lesa í frítíma sínum.
gummih@frettabladid.is
Sem endranær á þessum árstíma er
úrvalið af bókum mikið og spurður
hvaða bók eða bækur hann myndi
helst vilja fá í jólapakka sinn um
þessi jól segir Hörður:
„Sú fyrsta sem kemur upp í huga
minn er Reykjavík glæpasaga
eftir Ragnar Jónasson og Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það
er spennandi bók sem mig langar
klárlega að lesa. Ég hef haldið
mikið upp á Ragnar í gegnum
tíðina og ég væri alveg til í að fá
þessa bók í jólagjöf.“
Hörður segist hafa lesið nokkrar
af glæpasögum Ragnars. „Ragnar
er eftirlætis höfundurinn minn og
svo hef ég mikið dálæti á Arnaldi
Indriðasyni og hef lesið töluvert
eftir Einar Kárason. Ég hef gaman
af hans nálgun.
Bækur eftir Einar Má Guð-
mundsson hafa einnig heillað mig
en við eigum marga mjög góða
íslenska rithöfunda.
Það eru ekki bara glæpasögur
sem ná til mín heldur líka bækur
um mannlegt eðli og þá kemur
Arnaldur sterkur inn,“ segir
Hörður, sem vonar innilega að
einhverjar bækur leynist í þeim
jólapökkum sem hann kemur til
með að fá.
„Ég hef fengið bók í jólagjöf frá
mömmu og pabba í mörg ár og mér
finnst það virkilega notalegt að
geta gripið í bókina um jólin.
Ég er mikill áhugamaður um
bækur og ég vona að bókin haldi
stöðu sinni.
Ég reyni líka yfirleitt að horfa
á sjónvarpsþátt Egils Helgasonar,
Kiljuna, en það fer svolítið eftir
því hvaða bækur mann langar í og
myndar sér skoðanir um. Kiljan
hefur haft áhrif á mig varðandi
það,“ segir Hörður, sem segist
yfirleitt gefa bækur í jólagjöf. „Mér
finnst bókin vera dýrmæt gjöf
og góð bók getur gefið fólki ansi
mikið.“
Sem fyrrverandi fótboltamaður
og íþróttafréttamaður til margra
ára er ekki úr vegi að spyrja hann
hvort íþróttabækur höfði ekki til
hans.
„Ég hef í mörg ár haft bókina
Íslensk knattspyrna eftir Víði
Sigurðsson mér til yndisauka og
þá sérstaklega þegar ég var að spila
sjálfur. Ég hef kannski lesið hana
minna í seinni tíð en ég reyni alltaf
að fletta í gegnum hana. Mér finnst
alveg magnað hversu duglegur
Víðir hefur verið í að koma þessum
bókum út ár eftir ár og ég ber mikla
virðingu fyrir því. Þessar bækur
hans eru heimildir til eilífðar og eru
bara biblía fótboltaáhugamanns-
ins,“ segir Hörður.
Hef aldrei lagt í það
Hefur aldrei hvarflað að þér að
skrifa sjálfur bók?
„Jú, það hefur alveg gert það en
ég hef aldrei lagt í það. Ef við tölum
út frá íþróttasjónarmiðum þá hef
ég lesið margar frábærar bækur á
ensku um ýmiss konar efni íþrótta-
eðlis. Mér finnast svona bækur
vanta hér heima. Þá er ég ekki að
tala upp einhverja upptalningu á
úrslitum heldur viðburði sem hægt
er að vinna út frá og gera spenn-
andi.
Ég las til að mynda frábæra bók
fyrir nokkrum árum um 100 metra
hlaupið á Ólympíuleikunum í Seúl
árið 1988 þegar Carl Lewis og Ben
Johnson áttust við. Það var hægt að
búa til spennandi bók um þennan
viðburð og ég vil bara hvetja
íslenska rithöfunda til að skoða
þetta,“ segir Hörður.
Spurður hvort hann hafi verið
beðinn um að skrifa bók segir
hann: „Nei, en hins vegar þegar ég
var að vinna hjá Stöð 2 Sport skrif-
aði ég tvo pistla fyrir Víði í Íslenska
knattspyrnu að hans beiðni. Maður
hættir sér ekkert inn á þennan
ritvöll nema að vera með hundrað
prósent sjálfstraust í það. Þetta er
grimmur heimur og maður vill ekki
vera að fara í eitthvað sem maður er
ekki alveg klár í,“ segir Hörður, sem
svo sannarlega hefur slegið í gegn í
lýsingum RÚV á HM og hann mun
lýsa stórleik Englendinga og Frakka
í 8-liða úrslitunum annað kvöld.
„Það er búið að vera virkilega
gaman að taka þátt í þessu verkefni
með frábærum hópi og þetta hefur
gefið mér mikið.
Mótið hefur líka verið stór-
skemmtilegt,“ segir Hörður, sem
starfar sem lýsandi fyrir Viaplay en
var „lánaður“ til RÚV fyrir HM-
verkefnið. n
Þetta er grimmur heimur
Eftirlætis rithöf-
undur Harðar er
Ragnar Jónas-
son.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
4 kynningarblað 9. desember 2022 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL