Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 09.12.2022, Qupperneq 24
Okkur þykir mikil- vægt að allir krakk- ar viti af okkur, að þau viti að bókasafnið sé opið öllum og að þau séu alltaf velkomin. Eydís Stefanía Kristjánsdóttir „Nú má hafa gaman á bókasöfnum,“ segir Eydís Stefanía Kristjánsdóttir barnabókavörður. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Eydís Stefanía Kristjánsdótt- ir barnabókavörður tekur daglega á móti börnum í starfi sínu hjá Amtsbóka- safninu á Akureyri. Hún segir mikilvægt að börnin viti að þau eru alltaf vel- komin á bókasafnið. starri@frettabladid.is Það er mjög gefandi að starfa á bókasöfnum, ekki síst þegar hluti starfsins snýst um að taka á móti börnum og kynna fyrir þeim dásemdir bókanna, segir Eydís Stefanía Kristjánsdóttir, barna- bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri, en þar hefur hún starfað síðan í ágúst í fyrra. „Mér finnst langskemmtilegast að spjalla við krakkana, lesa fyrir þau og sýna þeim alla króka og kima bókasafnsins. Það er frábært þegar ég næ að kveikja hjá þeim áhuga á lestri og á bókasafninu almennt. Okkur þykir mikilvægt að allir krakkar viti af okkur, að þau viti að bókasafnið sé opið öllum og að þau séu alltaf vel- komin. Allir sem hafa lögheimili á Akureyri fá hjá okkur frítt bóka- safnskort og allt okkar efni lánast án endurgjalds.“ Liður í því að láta bæjarbúa vita af safninu er að bjóða skólahópum reglulega í heimsókn þar sem krakkarnir fá fræðslu um safnið og mikilvægi lesturs. „Einnig er ég oft með upplestur eða við fáum til okkar vinsæla rithöfunda til þess að lesa upp úr bókum sínum eða vera með ritlistasmiðju. Það þykir okkur góð leið til þess að vekja áhuga og forvitni krakka um bækur, lestur og sögugerð.“ Bókasöfnin hafa breyst mikið Starfsemi bókasafna hefur tekið miklum breytingum á undanförn- um 10 til 20 árum og eru þau ekki lengur bara safn fullt af bókum þar sem alltaf þarf að hafa hljótt, segir Eydís. „Nú má hafa gaman á bóka- söfnum. Við á Amtsbókasafninu erum til dæmis ekki bara að lána út bækur heldur einnig borðspil, kökuform og annan óhefðbundinn safnkost. Við erum einnig með alls konar viðburði á safninu. Alla fimmtudaga yfir vetrartímann er sögustund og föndur þar sem ég les fyrir börnin og við föndrum og höfum gaman saman. Einnig erum við með spilaklúbba bæði fyrir börn og fullorðna, íslenskuklúbb, handavinnuklúbb og margt fleira. Á safnið eru allir velkomnir og við kappkostum að bjóða upp á notalegt umhverfi og góða þjón- ustu. Með fjölbreyttum safnkosti, alls konar viðburðum og klúbbum vonumst við til þess að ná til sem flestra hópa samfélagsins.“ Spennandi ungir höfundar Hún segir marga flotta unga rithöfunda vera að gefa út nýjar bækur um þessar mundir. „Ég tek sérstaklega eftir því í barnabók- unum sem mér finnst frábært. Það er greinilega mikill áhugi á því að skrifa bækur fyrir börn. Þá er það bara undir okkur fullorðna fólkinu komið að fá börnin til þess að lesa þessar flottu bækur. Að mínu mati er eitt sem rithöfundar þurfa að hafa í huga þegar kemur að því að skrifa bækur fyrir börn og unglinga og það er að bókarkápan selur oftar en ekki bókina. Krakkar í dag eru ekki mikið að lesa aftan á bækurnar til þess að fræðast um innihald bókarinnar heldur grípa oftast bókina sem fyrst fangar augu þeirra.“ Það eru nokkrir höfundar sem hafa fest sig vel í sessi hjá ungu kynslóðinni að sögn Eydísar og nefnir sem dæmi þau Gunnar Helgason, Ævar Þór Benediktsson, Bjarna Fritz og Birgittu Haukdal. „En eins og ég segi eru margir nýir og flottir höfundar að skjóta upp kollinum og munu vonandi festa sig vel í sessi hjá komandi kyn- slóðum. Af þeim má meðal annars nefna Rebekku Sif Stefánsdóttur, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur og auð- vitað marga fleiri.“ Tekur tarnir í lestri Bókaáhuginn hefur fylgt Eydísi frá því hún var smástelpa. „Á full- orðinsárum tek ég tarnir þar sem ég les og les hverja bókina á fætur annarri en dett svo úr lestrarstuði inni á milli. Ég les nánast hvað sem er, allt frá morðsögum eftir Yrsu, Ragnar og Stefán Mána til róman- tískra bóka eftir Jenny Colgan og Söruh Morgan. Mér finnst hins vegar ekki gaman að lesa bækur þar sem fyrir kemur eitthvað yfir- náttúrulegt. Mér finnst gott að geta lifað mig inn í söguna, geta mátað mig við hana og ímyndað mér hana í raunveruleikanum. Ég næ því ekki alveg þegar ég les um eitt- hvað sem ég trúi ekki á. En það er bara ég og sem betur fer erum við misjöfn. Svo les ég auðvitað líka eina og eina barna- og unglinga- bók. Bæði fyrir börnin mín og mig sjálfa en það er gott að geta mælt með einhverri bók þegar krakkana vantar hugmyndir að lesefni.“ n Kynnir króka og kima bókasafnsins 8 kynningarblað 9. desember 2022 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL Jólablað Nettó Allt fyrir jólin á einum stað Skoðaðu blaðið á netto.is Skannaðu QR kóðann og fáðu blaðið í símann

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.