Fréttablaðið - 09.12.2022, Síða 30
Í bókunum um
Bóbó bangsa er
margt að gerast sem
fangar athygli barna og
sögurnar gerast í
umhverfi sem börnin
þekkja; á heimili, í sveit
og á jólum.
Gerður Guðjónsdóttir
Bækur
yfir 300 titlar
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
100x100mm-baekur-heimkaup.pdf 1 06/12/2022 15:04:23
Bækurnar um Bóbó bangsa
eru spennandi og gerast
í umhverfi sem börnin
þekkja. Þær eru mikið not-
aðar af talmeinafræðingum
til að örva málþroska barna.
„Bók er frábær jólagjöf fyrir börn,
og ekki síst litlu krílin sem eru
lítið sem ekkert farin að tala. Sjálf
var ég farin að lesa fyrir mín börn
þegar þau voru rétt farin að halda
haus, þriggja mánaða gömul, og
sýndi þeim þá bækur fyrir eins
árs, með einföldum og skýrum
myndum, rétt eins og maður sýnir
þeim leikföng. Ég ætlaðist auðvitað
ekki til að þau segðu orðin sem ég
las fyrir þau en ég fann hvað þau
veittu myndunum mikla athygli og
nutu þess að heyra mig segja orðin
út frá myndunum.“
Þetta segir Gerður Guðjónsdótt
ir, talmeinafræðingur og þriggja
barna móðir. Hún hittir mörg börn
í sínu starfi.
„Talmeinafræðingar notast
mikið við bækur í talþjálfun barna
og við tölum um hvernig foreldrar
geta lesið bækur fyrir börnin
sín heima því það eykur bæði
orðaforða þeirra og málvitund.
Því er mikilvægt að foreldrar
byrji snemma að lesa fyrir börn
sín, helst á meðan þau eru enn
ómálga,“ segir Gerður.
Spennusögur fyrir börn
Gerður mælir með harðspjalda
bókunum um Bóbó bangsa fyrir
börn á aldrinum 0 til fjögurra ára,
en Setberg gefur bækurnar út.
„Þessar bækur eru hálfgerðar
spennusögur fyrir lítil börn því
í sögunum gerist alltaf einhver
atburður. Börnin hafa gaman af
því og bíða í eftirvæntingu eftir
spennuaugnablikunum, eins og
þegar fuglinn stelur ísnum! Þá
bregðast þau við af spenningi. Gott
er að hafa bækurnar fjölbreyttar
en það er heldur ekkert slæmt þótt
börn vilji sömu söguna æ ofan í
æ. Þeim þykir gott að heyra það
sem þau hafa heyrt áður og að vita
hvað kemur næst, og þannig læra
þau orð og orðaforða. Niðurstöður
rannsókna sýna að börn þurfi að
heyra orð ótal sinnum til að með
taka þau, læra og nota sjálf, og því
er einfaldlega gott að lesa sömu
bókina aftur og aftur. Þannig lærir
barnið söguna frekar, eflist og
lærir að segja sögur sjálft,“ greinir
Gerður frá.
Hún segir mikilvægt að gefast
ekki upp þótt barn sýni ekki áhuga
á lestrinum í fyrstu.
„Þessi sameiginlega lestrar
stund er gefandi og í dag finnst
mér sérstaklega þurfa að minna
oft á að ekki megi gleyma því að
gefa okkur tíma til að lesa fyrir
börnin. Ég held líka að það sé það
sem flest börn þrá frá foreldrum
sínum, ömmum og öfum. Að þeim
sé gefinn tími og sest sé niður í
rólegheitum með fallega bók. Ég
mæli líka með að dreifa bókum
um heimilið í stað þess að hafa þær
sem punt í hillum, til dæmis við
matarborðið og í stofunni, þar sem
heimilisfólkið er. Að setja í forgang
á heimilinu að lesa fyrir barnið, og
vera dugleg að skipta út bókum og
hafa þær aðgengilegar þannig að
börn grípi í þær sjálf.“
Fylgni lesturs og málskilnings
Gerður segir talmeinafræðinga
aldrei verða þreytta á því að hvetja
foreldra til að lesa fyrir börn sín.
„Við hvetjum þá til að velja
bækur með fallegum og skýrum
myndum, eins og Bóbó bangsa.
Þar er margt að gerast sem fangar
athygli barnanna og sögurnar ger
ast í umhverfi sem börnin þekkja;
á heimili, í sveit og á jólum.“
Gerður bendir á að til séu
margar rannsóknir sem sýni
fram á fylgni lesturs og fjölbreytt
ari orðaforða hjá börnum sem
lesið er fyrir daglega eða oft í viku.
„Ávinningur barna af bóklestri
er mikill og hann eflir málskilning
þeirra þegar til lengri tíma er litið.
Þá þarf ekki alltaf að lesa textann
í bókinni heldur er líka hægt
að segja frá því sem við sjáum á
myndum. Það notum við mikið
í mínu starfi, leyfum barninu að
komast af stað og bætum svo við.
Þá vil ég minna á að það er mikil
vægt að feður lesi líka fyrir börn
sín, það eflir tengslin og þeir lesa
Bóbó bangsi eykur málvitund og orðaforða barna
Gerður Guð-
jónsdóttir tal-
meinafræðingur
er þriggja barna
móðir sem
hefur alltaf lagt
áherslu á bók-
lestur fyrir börn
sín. Hér les hún
Bóbó bangsa og
jólin fyrir yngsta
barnið sitt, Birki.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
oft öðruvísi og beita rödd sinni á
annan hátt en mæður.“
Ekki megi heldur gleyma því að
lesa fyrir eldri börnin.
„Í fyrstu bekkjum grunnskóla
hnjóta börn um fullt af orðum
sem þau skilja ekki. Þegar þau eru
svo farin að lesa mestmegnis sjálf
hafa þau engan til að spyrja um
framandi orð jafnóðum. Eldri börn
þurfa því ekki síður á lestrarstund
að halda með sínum nánustu og
þá getur maður útskýrt orðin
jafnóðum. Stundum veit maður
líka fyrir fram hvaða orð þau skilja
ekki: orð sem eru minna notuð í
málinu í dag, en það einmitt eflir
orðaforða þeirra,“ segir Gerður og
mælir með lestri fyrir börn upp að
tíu til tólf ára aldri.
Orðaforðinn kemur úr bókunum
Börn Gerðar eru ellefu, átta og
þriggja ára.
„Ég hef alltaf verið dugleg að lesa
fyrir börnin mín og reyni til dæmis
alltaf að lesa fyrir minn yngsta
eftir leikskóla. Svo er gaman að
heyra hann nota orð úr bókunum,
eins og „beltagrafa“ og „tengivagn“
en hann er mikill áhugamaður um
vinnuvélar og maður sér hvaðan
orðaforðinn kemur: úr bók. Lestur
bæði eykur tilfinningu barna fyrir
tungumálinu og þau eignast fleiri
orð yfir hlutina,“ segir Gerður.
Hún hefur starfað í níu ár við
talþjálfun.
„Talmeinafræðingar vinna á
stofum, í leikskólum, grunnskól
um, sjúkrahúsum og þjónustumið
stöðvum. Verkefnin eru fjölbreytt;
við störfum með börnum með
frávik í málþroska eða mál þroska
röskun, greinum frávik í fram
burði og sinnum fólki sem stamar,
er með málstol eftir heilablóðfall,
raddvandamál og líka börnum á
einhverfurófi og með ADHD, þar
sem málþroski verður oft á eftir
þegar þroskafrávik eru til staðar,“
upplýsir Gerður.
Hún segir bóklestur fyrir börn
gagnlegan öllum börnum og enn
frekar börnum með frávik.
„Við vitum fyrir víst að tengsl
eru á milli lesturs fyrir börn og
aukins málþroska og orðaforða.
Með lestri erum við að kenna þeim
tungumálið. Þegar við lesum fyrir
þau ættum við heldur ekki að
spyrja þau í sífellu spurninga sem
þau geta ekki svarað, heldur hafa í
huga að þegar við lesum erum við
að leggja inn orðaforða hjá þeim.“
Skammdegið segir Gerður
tilvalinn árstíma til að eiga kósí
lestrarstund með börnum, og ekki
síst þeim sem eru undir eins árs.
„Fólk heldur gjarnan að
ekkert þýði að lesa fyrir barn
sem er ekki farið að tala,
en það er einmitt mjög
skemmtilegt að lesa fyrir
ungbörn og smábörn,
sýna þeim myndir og
leika dýrahljóðin með,
til dæmis kisu og mjálma
með. Það er gaman að sjá
hversu börnin eru fljót að
tileinka sér það.“
Bóbó bangsi gleður litlu
börnin
Bóbó bangsi er geysivinsæll hjá
langyngstu kynslóðinni. Bæk
urnar eru harðspjalda og auðvelt
að fletta þeim fyrir litla fingur.
Bækurnar eru auk þess endingar
góðar svo notagildið er mikið.
Bóbó bangsi er gæddur þeim
hæfileika að draga spennta litla
lesendur með sér inn í ævintýri
og litlir lesendur og hlustendur
taka þátt í lífi Bóbós og litlu gulu
andarinnar hans sem er aldrei
langt undan. n
Bækur um Bóbó bangsa fást um
land allt og á setberg.is
Nýju Bóbó-bækurnar eru Bóbó bangsi og jólin,
Bóbó bangsi heima og Bóbó bangsi í sveitinni.
14 kynningarblað 9. desember 2022 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL