Fréttablaðið - 09.12.2022, Síða 42

Fréttablaðið - 09.12.2022, Síða 42
Brotin er í alla staði mjög vel heppnuð glæpasaga. Jón Atli hóf feril sinn sem leikrita- skáld og því eru per- sónurnar sérstaklega vel skrifaðar og trú- verðugar. Brynhildur Björnsdót tir Það var algjört grín að halda þessu leyndu. BÆKUR Brotin Jón Atli Jónasson Útgefandi: JPV Fjöldi síðna: 327 Brynhildur Björnsdóttir Jóni Atla Jónassyni eru lögreglu- konur og börn nokkuð hugleikin þessi árin. Í skáldsögunni Andnauð sem kom út á Storytel í sumar er lögreglukona sem leggur ýmislegt í sölurnar til að eignast barn og einnig skrifaði hann fyrir nokkrum árum nokkra þætti í finnskri sjón- varpsþáttaseríu um lögreglukonu sem átti fatlað barn sem hafði áhrif á líf hennar og störf. Hvatvís og hnífskörp Í glæpasögunni Brotin er lögreglu- konan Dóra í forgrunni en hún lifir með því að hafa fengið voðaskot í höfuðið við skyldustörf sem hafði þau áhrif á heilann að breyta per- sónuleika hennar, losa um hömlur og hvatvísi og skerpa athyglis- gáfuna. Þessi breyting gerir Dóru í senn af burða góða í sínu fagi þar sem hún sér hlutina ekki eins og aðrir og kemur því oft auga á það sem öðrum yfirsést, en einnig full- komlega ófæra um að sinna starf- inu þar sem hún hefur ekki stjórn á hvatvísi sinni og hnífskarpri tungu. Vinnufélagi hennar Rado á ekki síður áhugaverða baksögu, allt frá því að koma til Íslands sem barn á f lótta undan Bosníustríðinu að því að vera tengdur inn í helstu glæpa- gengi landsins. Saman fá þau það verkefni að finna stálpið Morgan sem hverfur úr skólaferðalagi á Þingvöllum en sagan fer svo um víðan völl innlendra gengjastríða og alþjóðlegra stórglæpamanna sem svífast einskis. Vel heppnuð glæpasaga Brotin er í alla staði mjög vel heppnuð glæpasaga. Jón Atli hóf feril sinn sem leikritaskáld og því eru persónurnar sérstaklega vel skrifaðar og trúverðugar í framand- leika sínum og plottið er þykkt og safaríkt með ólíkum þráðum sem að lokum bindast vel og rækilega saman. Lýsingarnar á undirheimum Reykjavíkur eru óþægilega trú- verðugar og innsýnin í átök milli glæpagengja og hvernig lögreglan skipuleggur rassíur er áhugaverð og spennandi, ekki síst núna þegar raunveruleiki slíks færist sífellt nær hinum almenna borgara. Lýsingar á slagsmálum og líkamsmeiðingum verða kannski full langdregnar, alla vega fyrir lesanda sem hefur ekki mikla þolinmæði fyrir slíku í myndmiðlun heldur, en virka samt til að gefa atburðum trúverðugan blæ. Jón Atli hefur unnið við skriftir á sjónvarpsþáttum, bæði hér heima og erlendis, árum saman og það er mjög auðvelt að sjá fyrir sér hvern- ig Brotin gæti orðið að sjónvarps- seríu. Og helst nokkrum þar sem persónur Dóru og Rado eiga heil- mikið inni. n NIÐURSTAÐA: Vel heppnuð glæpasaga, áhugaverð persónu- sköpun og flétta sem gengur vel upp. Brotin: Fyrsta sería tsh@frettabladid.is Ásmundarsalur stendur að tveimur Bókakokteilum í salnum í samvinnu við rithöfundana Ragnar Jónasson og Sverri Norland. Fyrra kokteil- kvöldið fór fram í gær en það seinna verður haldið í kvöld klukkan 20.00. Þar mun gestum bjóðast tækifæri til að smakka eftirlætiskokteil uppá- haldshöfundar síns og spjalla við höfundinn um leið. Tólf rithöfundar taka þátt í dag- skránni og hafa valið sér eftirlætis drykk og verða sex þeirra á staðnum til að skála við lesendur sína hvort kvöld. Á staðnum verður barþjónn- inn Marshall Williams frá Reykja- vík Roasters sem blandar drykki höfundanna. Glæsilegur nýr kok- teilseðill hannaður af Lilju Cardew verður til sýnis. Þá munu listakon- urnar Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeins einnig prenta bókamerki á staðnum sem eru tilvalin til að læða inn í prentaðar jólagjafir. Bækur höfundanna verða auk þess til sölu og hægt að fá áritanir. Að sögn skipuleggjenda er þó aðal- atriðið einfaldlega að hittast og hafa gaman, skiptast á hugmyndum og spjalla um bækur yfir góðum drykk. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir, höfundar jafnt sem les- endur. Rithöfundarnir sem koma fram á Bókakokteil í Ásmundarsal í kvöld eru Jón Kalman Stefánsson, Katrín Jakobsdóttir, María Elísabet Braga- dóttir, Sigríður Hagalín Björns- dóttir, Sverrir Norland og Pedro Gunnlaugur Garcia. n Rithöfundakokteill í Ásmundarsal Listamaðurinn Hildigunnur Birgisdóttir fer á sextugasta Feneyjatvíæringinn 2024 fyrir Íslands hönd. Hún segir valið hafa komið sér í opna skjöldu en kveðst þegar vera byrjuð að undirbúa sig. tsh@frettabladid.is Hildigunnur Birgisdóttir útskrifað- ist frá Listaháskóla Íslands 2003 og hefur verið virk í sýningarhaldi í tæpa tvo áratugi. Hún segir þó fregnirnar um Feneyjatvíæringinn hafa komið sér í opna skjöldu. „Það var náttúrlega bara pínu óraunverulegt að heyra af þessu. Ég var afar þakklát, átti náttúrlega ekki von á þessu þar sem það var ekk- ert opið kall og ég var ekkert búin að sækjast eftir þessu. Ég var bara ógeðslega upp með mér,“ segir hún. Hvenær fékkstu að vita að þú hefðir verið valin? „Það var í maí. Það var algjört grín að halda þessu leyndu. Ég gat sagt manninum mínum og dóttur minni og þau voru ekki alveg með á hreinu hvað þetta væri. Það var gott að komast á jörðina hjá þeim eftir að hafa öskrað úti í bíl. Er þetta mikið vesen? var spurningin sem ég fékk,“ segir Hildigunnur og hlær. Oft að fást við sömu hlutina Hildigunnur segist oft hafa heimsótt tvíæringinn og er því vel kunnug þessum heimsþekkta listviðburði. „Þetta er bara eitthvað sem mynd- listarmenn gera. Þetta er svona hálf- gerð uppskera á tveggja ára fresti.“ Með list sinni skoðar Hildigunnur gjarnan afurðir mannaldarinnar og neyslusamfélagsins og spyr spurn- inga um fegurð, notagildi og sam- hengi hlutanna. Hún segist strax vera byrjuð að pæla í því hvers konar verk hún muni sýna á tvíæringnum. „Ég er oft að fást við sömu hlutina en þeir koma fram í mjög breyti- legum birtingarmyndum hjá mér, ég vinn ekki í einn miðil eða á einn hátt í einhverju heildarkonsepti eða svo- leiðis. Mér þótti einmitt mjög vænt um að vera valin en þurfa ekki að fara í gegnum inntökuferli, af því þá er ég frjáls undan tiltekinni heildar- hugmynd og get haldið áfram með það sem ég er nú þegar að gera.“ Risastórt samhengi Hildigunnur gerir ráð fyrir að hún muni sýna mörg verk á tvíæringn- um en ekki eitt stórt. „Verk taka auðvitað alltaf mið af aðstæðum. Þetta verður bara sýning á mínum verkum. Þannig að það er það sem ég er að fara að gera, ég held bara áfram með verkin mín og þau fá kannski svolítið meira súrefni núna og fá að dafna,“ segir hún. Þannig þú þarft þá kannski ekkert að hugsa þessa sýningu öðruvísi en vanalega? „Nei, ekki bara nema að hver einasta sýning er náttúrlega öðru- vísi af því það er alltaf annað sam- hengi. Þetta er náttúrlega risastórt samhengi sögulega séð í gömlum iðnaðarbyggingum.“ Sigurður Guðjónsson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár og var sýningarrýmið nú í fyrsta sinn í gömlu skipasmíðastöðinni Arsenale. Hildigunnur gerir ráð fyrir að hún muni einnig sýna þar. Framleiðum umframefni Þú vinnur gjarnan með fundna hluti úr nærumhverfi. Muntu halda því áfram á tvíæringnum? „Það verður alveg örugglega einhver fundinn hlutur, ég er náttúrlega alltaf heilluð af verkum mannanna. Við erum að framleiða umframefni á hverjum degi. Neyslu- samfélagið er í óðaönn að framleiða efni fyrir næsta tvíæring.“ Spurð um hvaða hlutverki henni finnist listin gegna gagnvart neyslu- samfélaginu segir Hildigunnur: „Þetta er allt hluti af sömu orma- gryfjunni sem við mannkynið erum búin að koma okkur í, listin er að sjálfsögðu ekkert undanskilin henni og ekki ég heldur. Þannig að mín afstaða hlýtur að eiga sér stað inni í miðri hringiðu þess. Ég er svo sem ekkert að fjalla um málið úr vernd- uðu umhverfi rannsóknarstofunnar heldur er ég bara inni í skrímslinu að reyna að henda reiður á þessum óskapnaði og er hluti af þessu kerfi á sama tíma.“ Stór sýning á ferlinum Heldurðu að þetta verði stór stökk- pallur fyrir þig sem listamann? „Ég held að það geti alveg verið. Þetta er alla vega alltaf stór sýning í ferli listamanns. Þetta er gott tæki- færi fyrir listamann til að þroskast, taka stöðuna og jafnvel hleypa sér eitthvert sem maður hefði ekki áður farið. Það er náttúrlega alveg of boðslegt magn af sýningum og listamönnum sem eru þarna þannig að þetta er líka bara mikil ofgnótt og mikil veisla. En það yrði skemmti- legt ef einhver þeirra hundruð þús- unda sem fara þarna í gegn myndi kveikja á listinni manns og finna samhljóm með henni og einhverju innra með sér.“ n Allt sama ormagryfjan Ragnar Jónasson og Sverrir Norland skipulögðu kokteilinn. MYND/AÐSEND Hildigunnur Birgisdóttir listamaður á vinnustofu sinni úti á Granda. Hún er þegar byrjuð að undirbúa sig fyrir Feneyjatvíæringinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eyjólfur Kristjánsson og Einar Örn Jónsson djamma saman inn í helgina ásamt góðum gestum. Hreimur Örn Heimisson er gestur þáttarins. Léttöl Í KVÖLD KL. 20.00 18 Menning 9. desember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 9. desember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.