Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 6

Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 6
Leigjendur hafa ýmis ráð og það er þekkt úrræði að hætta að borga leigu ef reynt er að okra á þeim. Guðmundur Hrafn Arngríms- son, formaður Leigjendasam- takanna n Tölur vikunnar 370 milljarða króna er hlutur ríkisins í bönkunum metinn á. 5 daga tekur að bregðast við olíu- leka frá skemmtiferðaskipi hér. 6 milljónir plantna mun Skógræktin framleiða á næsta ári. 1 milljarð kosta nýir lampar í ljósa- staura Reykjavíkurborgar. 60 börn æfa sund á Selfossi og laugin er sprungin. n Þrjú í fréttum Vilhjálmur Birgisson formaður Starfs- greinasambandsins sagðist dapur vegna gagnrýni Ragnars Þórs Ingólfssonar hjá VR og Sólveigar Önnu Jónsdóttur hjá Eflingu á nýgerðan kjarasamning. Einnig sagðist hann hafa verið stunginn í bakið af vinum sínum sem hafi lekið upplýsingum í fjölmiðla. Dramatíkin heldur því áfram. Brynja Bjarnadóttir 65 ára einstæðingur og öryrki sem leigir á Hverfisgötu hjá íbúðafélaginu Ölmu greindi frá 75 þúsund króna hækkun á húsaleigu. Leigan átti að hækka úr 250 þúsund krónum í 325 Hefur þessi hækkun valdið hneykslan og hefur fólk verið hvatt til að sniðganga vörur frá eigendunum, svo sem Freyju, Ali, Matfugli og f leirum. Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur toppar Arnald, Yrsu, Ragnar og Katrínu á metsölulista Eymundsson. Bók hans Játning var mest selda bókin í nóvember. Í helgarviðtali Fréttablaðsins 11. nóvember sagðist Ólafur alltaf hafa hugann á Íslandi þrátt fyrir að vera búsettur erlendis. Síðasta bók hans, Snerting, verður brátt kvikmynduð af Baltasar Kor- máki.n Lágir vextir í heimsfaraldri kórónaveirunnar og takmörkuð fjárfestingartæki- færi virðast hafa skapað vanda hjá leigjendum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður Leigjendasam- takanna segir að fólk sem gert er að taka á sig miklar húsa- leiguhækkanir hafi þá leið að greiða ekki samkvæmt hækk- aðri leigu heldur leggi gömlu upphæðina á biðreikning. bth@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjenda- samtakanna, hvetur leigjendur hjá Ölmu til að íhuga að hætta að greiða húsaleigu til félagsins. Þá hvetur hann almenning til að sniðganga allar vörur frá Langasjó, félaginu sem á Ölmu. „Leigjendur hafa ýmis ráð og það er þekkt úrræði að hætta að borga leigu ef reynt er að okra á þeim,“ segir Guðmundur Hrafn. „Á Spáni er algengt ef mikið ber á milli eftir hækkanir að leigjendur greiði leigu án hækkunar inn á bið- reikning lögfræðinga í stað þess að hún renni beint til leigusala. Þetta gæti verið góð leið hér,“ segir Guð- mundur Hrafn sem telur vel koma til greina að leigjendur hjá Ölmu beiti slíkum aðgerðum. Vafamál er hvort skilmálar hjá hagnaðardrifnum leigufélögum eru virtir. Óljóst virðist við hvað vísitöluhækkanir eiga að miðast eftir því hvort um langtíma- eða skammtímaleigu er að ræða. Ef íbúðafélagið Alma hefur hækk- að leigu um 30 prósent á tímum þar sem verðbólga er undir 10 prósent- um kallar það á athugun, að sögn Más Wolfgangs Mixa, hagfræðings og lektors við Háskóla Íslands. Már Mixa segir að hækkun á húsaleigu komi ekki á óvart vegna mikilla verðhækkana á fasteignum undangengin misseri. Í rannsókn sem hann gerði á stöðu leigjenda í fyrra kom fram að uppbygging leigumarkaðarins síðastliðin ár hefur leitt til aðstæðna hjá leigj- endum sem einkennast af óöryggi. Már skoðaði meðal annars staðl- aða leigusamninga hjá tveimur atk væðamiklum einkareknum leigufélögum, Ölmu og Heimsta- den, sem áður hét Heimavellir. Í samningunum, sem voru lang- tímasamningar, segir að leiguverð breytist í takt við neysluvísitölu. „Ef fréttirnar af Ölmu eru það sem koma skal eru um blikur á lofti,“ segir Már Mixa. „Ein spurningin er hvort Alma lítur á endurnýjun samnings sem ígildi nýs samnings.“ Már telur að ef rétt reynist að staða fólks á leigumarkaði hjá hagnaðardrifnum leigufélögum sé eins viðkvæm hvað varðar skamm- tímasamninga og fram hafi komið í fréttum þurfi áhætta sem kunni að leynast að koma fram. Auður Jónsdóttir rithöfundur sagði á Fréttavaktinni á Hring- braut í gær að stærstu mistök sem hún hefði gert um dagana væru að selja eigið húsnæði fyrir skemmstu. Staðan á markaði í dag væri eins og villta vestrið. Dæmi væru um að leigusalar krefjist fyrirframgreiðslu sem næmi hálfri milljón króna. Auður er sjálf leigjandi. Hún segir öll spil á hendi fasteignaeigenda. Sumir leigusalar líti á húsnæði sem hlutabréf. Helsta markmiðið sé að græða eins mikið fé og mögulegt er sem spyrji siðferðislegra spurninga, ekki síst þegar um ræði börn í leigu- húsnæði. Daði Már Kristófersson, hag- fræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að í Covid hafi orðið sprenging. Fólk hafi keypt fasteignir í fjárfestingarskyni sem aldrei fyrr og það skýri að hluta ástandið. Stjórnvöld þurfi nú að skoða aukna félagsmöguleika og reyna um leið að jafna húsnæðismarkaðinn til lengri tíma. Staðlaðir leig usamningar á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins, sem hægt er að nálgast í gegnum heimasíðu Ölmu, skilgreina ekki með skýrum hætti hvernig leigu- verð skuli breytast á leigutíma. Þar segir einfaldlega: „Leiguverð skal breytast samkvæmt síðara sam- komulagi.“ n Leigjendur mótmæli með einhliða greiðsluhléi eftir hækkanir leigusala JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID RAFMAGNAÐUR OG VATNSHELDUR EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Farðu yfir ár og vötn af festu og öryggi með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. Rafmagnaður kraftur hvert sem leið þín liggur. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 4 Fréttir 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.