Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 8

Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 8
Það er vissulega áhyggjuefni að haf- fræðilegir þættir eins og hiti, selta og straum- ar eru hugsanlega að breytast. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmda- stjóri SFS JÓLAGJAFA­ HANDBÓK bth@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR „Það er vissulega áhyggjuefni að haffræðilegir þættir eins og hiti, selta og straumar eru hugsanlega að breytast,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. „Hafið við Ísland er þó ákaflega heppilegt búsvæði fyrir þorsk, hér er nú mátulega hlýtt. Þorskur virð- ist vera að hrekjast norður undan auknum hita í Norðursjó og allt í kringum Írland,“ segir Heiðrún. Katherine Richardson, prófessor í haffræði við Kaupmannahafnar- háskóla og stjórnandi ROCS, sagði á forsíðu Fréttablaðsins í gær að lofts- lagsbreytingar væru að valda for- dæmalausum breytingum á hafinu í kringum Ísland. Óvissa væri um framhald þorskgengdar þar sem þorskurinn leitaði í kaldan sjó. Heiðrún segir að samkvæmt ann- arri rannsókn en Katharine vitnar í hafi verið reynt að meta áhrif mögu- legra loftslagsbreytinga á útbreiðslu fiskistofna við Ísland. Þar hafi skap- ast vísbending um að hlýnun myndi ekki hafa mikil áhrif á útbreiðslu stofnsins. Svipaða sögu megi segja fyrir helstu botnfiskstofna eins og ýsu og ufsa. „Sú niðurstaða er nokkuð á skjön við það sem Katherine segir, en það er engu að síður mikið áhyggjuefni að sífellt er verið að draga úr vöktun nytjastofna og rannsóknum á haf- inu,“ segir Heiðrún Lind. n Áhyggjuefni að dregið sé úr vöktun fiskistofna kristinnhaukur@frettabladid.is ANDLÁT Hin vesturíslenska kvik- myndagerðarkona Guðrún Bjerr- ing Parker er látin, 102 ára að aldri. Guðrún var, fyrir utan Ruth Han- son, fyrsta íslenska konan sem kom að kvikmyndagerð og sú fyrsta sem gerði það að ferli. Guðrún var fædd í Winnipeg árið 1920, af þingeyskum ættum, dóttir Sigtryggs Ólasonar Bjerring frá Húsavík og Sigríðar Jónsdóttur frá Gautlöndum í Mývatnssveit. Guðrún starfaði sem blaðamaður frá fimmta áratugnum og gerði heimildarmyndir samhliða því, meðal annars um vinnandi mæður og kynjahlutverkin. Hún hlaut heiðursorðu Kanada, sambærilega íslensku fálkaorð- unni. Í viðtali sem birtist við hana í dagblaði Vestur-Íslendinga, Lög- bergi-Heimskringlu, árið 2004 sagðist hún líta á sig sem Íslending og þykja vænt um landið. „Ég vil ekki að heimurinn fái áhuga á Íslandi,“ sagði hún. „Ég hef heyrt að útlenskir leikarar séu komnir með áhuga og hafi keypt sér sumarbústaði þar. Það er það versta sem gæti gerst. Þetta á ekki að vera þannig land.“ n Guðrún Bjerring Parker látin 102 ára Guðrún Bjerring Parker að störfum. Sá tími mun koma að Pútín og hans klíka munu þurfa að svara til saka. Borys Tarasyuk, sendiherra Úkraínu hjá Evrópuráðinu Sendiherra Úkraínu hjá Evr- ópuráðinu segir óvild Rússa gegn landi sínu hafa staðið yfir í aldir. Úkraínumenn séu hins vegar sannfærðir um sigur og að Rússar verði látnir svara til saka. kristinnhaukur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Sambandið við Rússland verður aldrei samt eftir stríðið sam- kvæmt Borys Tarasyuk, sendiherra Úkraínu hjá Evrópuráðinu og fyrr- verandi utanríkisráðherra. Hann kom til Íslands í vikunni og tók í gær þátt í málþingi utanríkisráðu- neytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um ábyrgðarskyldu vegna alþjóðlegra glæpa sem framd- ir hafa verið í Úkraínu. „Við höfum mátt þola óvild Rússa í aldir,“ segir Borys sem er 73 ára og hefur starfað í stjórnmálum frá árinu 1975. Hann segir stóru inn- rásina, sem hófst 24. febrúar, fram- hald af innrás inn í Donbas og Krím árið 2014. En þetta sé langt frá því að vera eitthvað nýtt. Úkraína var stofnuð árið 1917 en Rússar hernámu landið fjórum árum síðar. Þá fylgdu fjórar mann- gerðar hungursneyðir til að berja niður þjóðina, árin 1921 til 1923, 1932 til 1933 og 1946 til 1947. Sú fyrsta, kölluð holodomor, var sér- staklega skæð og drap milljónir. „Á síðustu öld reyndu þeir að drepa okkur með hungri, núna með frosti,“ segir Borys og á við skeyta- árásir Rússa á orkuinnviði í vetrar- byrjun. Í dag sé 15 til 20 prósenta skortur á rafmagni í landinu. „Þetta verður erfiður vetur fyrir milljónir Úkraínumanna,“ segir hann. Spurður um endalok stríðsins segist Borys illa geta spáð um tíma- setningar. Bandaríski herforinginn Ben Hodges hafi nefnt sumarið 2023 sem mögulegan endapunkt en ómögulegt sé að segja til um það. „Við Úkraínumenn erum sann- færðir um sigur. Við höfum allan hinn lýðræðislega heim á bak við okkur,“ segir Borys. Stríðið sé til- vistarleg barátta þjóðarinnar. Stríðsreksturinn núna gangi líka vel. Úkraínumenn hafa 400 þúsund reynslumikla hermenn í Donbas. Alls sé um 1 milljón manns í úkra- ínska hernum. Það væri þó erfitt að verja landið án hernaðaraðstoðar bandamanna, sem hefur reynst mjög vel. „Fyrir okkur felur ásættanlegur friður í sér frelsun alls okkar lands undan hernámi. Það er stefna for- seta okkar og ríkisstjórnar,“ segir Borys. Þetta sé einnig stefna sem bandamennirnir virða. Berst nú talið að stríðsglæpum Rússa, sem uppgötvaðir hafa verið í Bútsja, Ízjúm og fleiri stöðum sem frelsaðir hafa verið undan hernámi. Borys segir þetta það erfiðasta við stríðið. „Ekkert þessu líkt hefur gerst í Evrópu síðan í seinni heimsstyrj- öldinni. Það er ekki hægt að venjast þessum sársauka,“ segir Borys. „Ég spái því að næstu kynslóðir muni ekki gleyma þessu. Það verður ekki hægt að eiga samband við Rússa eins og var fyrir árið 2014.“ Ekki er hægt að meta umfang stríðsglæpanna en lögreglan er að taka saman gögn um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni sem rúss- neskir hermenn hafa framið. 40 þúsund skráningar eru þegar komn- ar, sem verða afhentar Alþjóðadóm- stólnum í Haag. Gerendur í mörgum þeirra hafa verið auðkenndir. Einn- ig er verið að vinna að ákæru um þjóðarmorð. Það hafi opinberast í orðum Vladímírs Pútíns um „afnas- istavæðingu“, það er, að hann vildi eyða Úkraínu sem þjóð. „Sá tími mun koma að Pútín og hans klíka munu þurfa að svara til saka,“ segir Borys en þörf sé á sér- stökum dómstól til þess að rann- saka innrás Rússa. Núverandi alþjóðlegir dómstólar hafi ekki vald til þess. Draga þurfi pólitíska- og hernaðarleiðtoga Rússlands til ábyrgðar. Þá býst Borys einnig við að búið verði til gangverk til þess að bæta Úkraínumönnum fjárhagslegt tjón, sem nemur í dag 342 milljörðum dollara. Verði fjármagn í eigu Rússa látið f læða til Úkraínu en samtal um þetta gangverk á sér nú stað milli Úkraínumanna, Evrópusam- bandsins og Alþjóðabankans. n Næstu kynslóðir muni ekki gleyma þessum sársauka Borys var utanríkisráðherra 1998 til 2000 og 2005 til 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 6 Fréttir 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.