Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 10.12.2022, Qupperneq 10
ÚRVAL ÚTSÝN 585 4000 WWW.UU.IS INFO@UU.IS FJÖLL OG STRÖND BALÍ FJALLABÆRINN ÚBÚD OG STRÖND SANÚR 16.–29. MARS — 14 DAGAR — ÍSLENSK FARARSTJÓRN gar@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Hagstofan hefur tekið saman að tæplega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar aug- lýsinga innanlands árið 2021 rann til erlendra aðila. „Við í ríkisstjórninni erum sam- mála um það að skoða þurfi allt fjölmiðlalandslagið og það verður kynnt í næstu viku hvernig þeirri vinnu verður háttað,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og við- skiptaráðherra. Að sögn Lilju kemur meðal ann- ars til greina að beita skattalegum hvötum til að fá auglýsendur til að auglýsa í innlendum miðlum þótt hafa þurfi í huga að menn auglýsi þar sem fólkið sé. „Í öðru lagi settum við styrkja- kerfið á þótt ég hafi alltaf sagt að það sé ekki eina og  endanlega lausnin. Í þriðja lagi er spurningin um hvort RÚV eigi að vera með aug- lýsingar,“ segir ráðherra og bendir á að ekki hafi verið pólitísk sátt um að auglýsingar hyrfu úr RÚV. „Við þurfum að huga að ákveð- inni vitundar vakningu,“ segir Lilja. „Við verðum að hafa öf luga fjölmiðla á Íslandi, upp á orða- forða og upp á skilning á málefni líðandi stundar. Og það þarf að vera á móðurmálinu. Það er ákaf- lega mikilvægt að þetta takist.“ Heildargreiðslur vegna aug- lýsingakaupa á árinu 2021 hér á Íslandi námu fast að 22 milljörðum króna, þar af féllu 9,5 milljarðar króna í hlut útlendra miðla, eða 44 prósent, á móti 12,3 milljörðum til innlendra miðla sem er um 56 pró- sent af heildinni. n Þarf að skoða allt fjölmiðlalandslagið Íslendingar verða úti um allar trissur um jólin og áramótin. Á Tenerife verða þúsundir Íslendinga og þar verður blásið til Palla-balls með Páli Óskari Hjálmtýssyni á gamlárskvöld og aftur á nýárskvöld. olafur@frettabladid.is FERÐALÖG Margir Íslendingar verða á faraldsfæti yfir jól og áramót enda er þetta í fyrsta sinn í þrjú ár sem ekki eru ferða- og samkomutak- markanir yfir hátíðarnar. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar, segir að fólk verði úti um allar trissur. Greinilegt sé að margir vilji vera í sól og hita á þessum dimmasta tíma ársins og mikill fjöldi verði á Kanaríeyjum og Tenerife. „Svo eru borgarferðir til Evrópu líka vinsælar.“ Þórunn segir ýmislegt verða um að vera fyrir Íslendinga sem dvelja erlendis um jólin og ára- mótin, bæði sé ýmislegt um að vera víðast hvar, auk þess sem mörg hótel standi fyrir viðburðum. Aðspurð segir hún að utanlands- ferðir Íslendinga á þessum árstíma hafi jafnað sig eftir Covid og fjöldi Íslendinga á faraldsfæti um þessi jól sé svipaður og 2019. Mikill straumur Íslendinga er sem fyrr segir til Kanaríeyja og Tenerife. Icelandair er með 30 flug til Tener- ife í desember og Play er einnig með þétta áætlun, auk leiguflugs á vegum ferðaskrifstofa. Svali Kaldalóns er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjón- ustufyrirtækið Tenerifeferðir, sem býður upp á margs konar ferðir og upplifun fyrir íslenska ferðamenn. „Við prófuðum í fyrra, þegar takmarkanir voru ansi strangar, að fá hingað út íslenska skemmti- krafta og það gekk alveg bærilega miðað við aðstæður,“ segir Svali. „Ég setti mig svo í samband við Pál Óskar Hjálmtýsson í sumar og hann kom hingað í október til að skoða aðstæður. Við ákváðum í sameiningu að slá upp Palla-balli á gamlárskvöld,“ segir Svali. „Ballið er haldið á Íslendinga- barnum hjá Nilla. Við máttum selja 300 miða og það seldist upp á auga- bragði. Við bættum við nýársballi með Páli Óskari á nýárskvöld og erum langt komin með að selja upp á það líka,“ segir Svali sem segir var- lega áætlað að 6 til 8 þúsund Íslend- ingar verði á Tenerife um jólin. „Ég er sjúklega peppaður fyrir þessum áramótum,“ segir Páll Óskar. „Þétta er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og ef þetta gengur vel hef ég fullan hug á að gera þetta aftur um næstu áramót,“ bætir hann við. „Ég væri raunar alveg til í að vera á Tene um áramótin næstu árin. Hugsaðu þér, ég verð þarna með mínar skífur og þeyti þeim og svo þegar stundin rennur upp tek ég showið mitt með dönsurum,“ segir Páll Óskar. „Pældu í því að gera þetta í 29 stiga hita á gamlárskvöld, það er eitthvað æðislegt,“ segir Páll Óskar sem verður heima um jólin en flýg- ur til Tenerife milli jóla og nýárs til að undirbúa böllin sem upphaflega áttu bara að vera eitt. n Heldur Palla-böll á Tenerife Fjöldi Íslendinga verður á Tenerife í sól og hita um jólin og áramótin. MYND/AÐSEND Á Tene verður Palla-ball um áramótin Lilja Alfreðs- dóttir, menning- ar- og viðskipta- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK jonthor@frettabladid.is DÓMSMÁL Landsréttur bætti í gær einu ári við fjögurra og hálfs árs dóm sem karlmaður hafði áður fengið fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn, sem heitir Davíð Nikulásson, er dæmdur fyrir að hafa í október 2020 lagt til annars manns með exi í höfuð og búk. Kom fram að fórnarlamb Davíðs hafi hlotið sjö sentímetra skurð frá miðju enni að hársrót, brot á höfuðkúpu og and- litsbeinum, fimm sentímetra skurð á brjóstkassa og skurð á upphand- legg. Davíð hafði verið með sverð og fjölda hnífa í fórum sínum. Samkvæmt framburði fórnar- lambsins í héraðsdómi hafði hann sakað axarmanninn að stela lyfjum af honum. Við það hafi maðurinn reiðst og farið að brjóta og bramla með exinni í herberginu og síðan slegið hann sjálfan með exinni. n Lengdu dóm yfir árásamanni með exi 8 Fréttir 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.