Fréttablaðið - 10.12.2022, Síða 12

Fréttablaðið - 10.12.2022, Síða 12
Sunak var sýnd Typhoon flugvél og fór inn í flugskýli til að skoða líkan af Tempest þotunni sem verið er að þróa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is Tempest herþotan, sem gerð er í Bretlandi, Ítalíu og Japan, var kynnt fyrir forsætisráð- herra Bretlands í gær. Verk- efnið kostar milljarða punda og skapar fjölmörg störf. ENGLAND Forsætisráðherra Breta, Rishi Sunak, kom í heimsókn til Konunglega breska f lughersins, RAF, í gær til að skoða teikningar og kynna sér nýju orrustuþotuna sem Bretar eru að hanna ásamt Japönum og Ítölum fyrir árið 2035. Þotan, sem kallast Tempest á að taka við af Typhoon. Sinak kom til stöðvarinnar í Hercules f lugvél og var tekið á móti honum af Sir Mike Wigston yfirmanni f lughersins og Billy Cooper, stöðvarstjóra. Sunak sagði við fréttamenn sem fylgdust með heimsókninni að Bretar gætu og ættu að vera stoltir af þessu verkefni. „Við erum eitt fárra landa í heiminum sem hefur getu til að smíða háþróaðar orrustuflug- vélar,“ sagði forsætisráðherrann. „Verkefnið er milljarða punda innspýting  í  hagkerfið og  skapar tugi þúsunda starfa um allt land. En verkefnið er líka gott fyrir alþjóð- legt orðspor okkar. Í dag erum við í samstarfi við Ítalíu og Japan, tvær af okkar nán- ustu bandalagsþjóðum, til að smíða þessa næstu kynslóð flugvéla sem mun tryggja öryggi okkar. Það er eitthvað sem við getum öll verið mjög stolt af.“ Gert er ráð fyrir að þotan geti f logið hraðar en á hljóðhraða og hafi getu til að skjóta hljóðbylgju- vopnum. n Sunak kynnti sér allt um Tempest herþotuna Kjaraviðræður hafa staðið yfir í sjö mánuði og gengur hvorki né rekur í deilunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is ENGLAND Breski pósturinn bar ekki út bréf í gær, en verkfall póstsins hefur kostað The Royal Mail yfir 100 milljónir punda eða 17 milljarða króna, samkvæmt BBC. Þetta er ekki í fyrsta sinn í ár sem pósturinn hefur ekki borist íbúum. Áður hafði pósturinn farið í verkfall meðal ann- ars á Svörtum föstudegi og rafræn- um mánudegi, sem eru einhverjir stærstu dagar póstsins yfir árið. Verði ekki samið mun pósturinn halda áfram litlum verkföllum sem hafa þó mikil áhrif. Um 115 þúsund manns vinna hjá póstinum og er verið að semja um kaup og kjör en kjaradeilan er í hnút og ekki útlit fyrir að skrifað verði undir samninga á næstunni. Næstu verkföll verða 14. og 15. desember og svo 23. og 24. desember. n Rándýrt verkfall breska póstsins Verkefnið er milljarða punda innspýt- ing í hagkerfið og skap- ar tugi þúsunda starfa um allt land. Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta Fínt svifryk mældist 308 rúmmetrar í Mumbai í gær klukkan níu. Á sama tíma, við Grensásveg, fór svifryk í 24 rúmmetra. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is INDLAND Sjúkrahús í Mumbai eru nánast yfirfull vegna loftmeng- unar. Læknar hafa sagt fólki að vera ekki á ferli nema í brýnni neyð og borgaryfirvöld hafa sent frá sér til- kynningu og sagt að þau séu að gera allt til að bæta loftgæðin. Samkvæmt frétt BBC hafa loft- gæði í Mumbai verið afar slæm að undanförnu. Samkvæmt mælum urðu þau verri en í Delí nokkrum sinnum yfir vikuna, sem yfirleitt er talin frekar ógeðfelld borg þegar kemur að loftgæðum. Sérfræðingar segja að veðurskil- yrði, útblástur frá bílum og mikil framkvæmdagleði í borginni séu vandamálið. Fínt svifryk mældist 308 rúm- metrar í borginni í gær klukkan níu. Samkvæmt loftgæðamæli við Grensásveg í Reykjavík fór svifryk í 24 rúmmetra á sama tíma og kvört- uðu margir sáran undan loftgæðum í borginni. Samkvæmt frétt BBC kostuðu slæm loftgæði 2,3 milljónir manna lífið árið 2019, en margar borgir í landinu glíma við vandann. Delí, Kolkata, Kanpur, Patna og nú Mumbai, eru oft með svifryks- mengun í hæstu hæðum. n Mengun í Mumbai slær öll fyrri met Jólagleðin liggur icelandaircargo.is Innanlandsflug fyrir jólapakkann á 2.000 kr.* Sælla er að gefa en þiggja – en jólafrakt Icelandair Cargo getur aukið enn á ánægju- na. Hvort sem þú lætur kerti, spil eða eitthvað allt annað í jólapakkana sjáum við um að flytja þá hratt og örugglega í réttar hendur fyrir jólin. í loftinu *Gildir 8.–20. desember fyrir pakka allt að 10 kg. Komdu jólagjöfinni í réttar hendur – síminn er 5050-401 10 Fréttir 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.