Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2022, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 10.12.2022, Qupperneq 14
Erlendir vísindamenn hafa gert tölvulíkan af andliti ungrar íslenskrar konu sem lést úr sárasótt. Prófessorinn sem gróf hana upp segist muna vel eftir henni. Andlit íslenskrar konu frá sextándu öld hefur verið tölvuteiknað út frá höfuðkúpu hennar í nýrri brasil- ískri og ástralskri mannfræðirann- sókn. Beinagrind konunnar fannst í fornleifauppgreftri í Skriðuklaustri í Fljótsdalshreppi fyrir meira en áratug síðan. Konan var illa haldin af sárasótt og vannæringu og lést að öllum líkindum innan við þrítugt. „Ég man vel eftir þessari beina- grind. Þetta er mjög svæsið dæmi um sárasótt og það kemur mér ekki á óvart að það hafi orðið fyrir valinu í þessari rannsókn,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem stýrði uppgreftrinum á Skriðu- klaustri árin 2000 til 2012. Í kirkju- garðinum við klaustrið fundust tæplega 300 beinagrindur frá mjög afmörkuðu tímabili sem varpað hafa ljósi á heilsufar og lifnaðar- hætti fólks. 19 beinagrindur báru mörk sárasóttar. „Beinin eru lifandi vefur og þau verða fyrir áhrifum af mat og öðru líkt og aðrir vefir líkamans,“ segir Steinunn. „Ég komst að því á Skriðuklaustri að það er hægt að sjá lífssögu fólks í gegnum beinagrind- urnar.“ Það var hinn brasilíski Cicero Moraes sem gerði tölvulíkanið af konunni. Neðri kjálkann vantaði en hægt var að teikna hann út frá tanngarðinum í efri kjálka. Auk Moraes unnu ástralskir mannfræð- ingar rannsóknina, sem fjallar um sárasótt og áhrif hennar á fólk fyrir tíma pensillíns. „Það er erfitt að segja hvað dró konuna til dauða út frá höfuðkúp- unni einni saman,“ sagði Moraes, í samtali við vefritið Live Science. „En sárasótt olli henni miklum vandamálum.“ Vannærð með gigt Talið er að þessi kona, sem ekki er vitað hver var, hafi látist á milli 25 og 30 ára aldurs. Sárasóttin olli miklum skaða á höfuðkúpunni og hefur gert það á holdinu og húðinni einnig. Rannsóknir á beinagrind konunnar hafa sýnt að hún hefur þjáðst af mikilli gigt og vannær- ingu. Allt bendir til þess að líf kon- unnar hafi ekki verið gott. „Þetta er alveg skelfilegur sjúkdómur,“ segir Steinunn. Einnig að sárasóttar- sjúklingar hafi oft verið dánir áður en sjúkdómurinn fékk að ganga svona langt. „Sú vannæring sem sést í beinum hennar gæti stafað af sjúkdómnum því allt bendir til þess að fæði hafi verið nægt á Skriðuklaustri.“ Græn- meti var ræktað við klaustrið og dýrabein hafa verið grafin upp sem benda til að þar hafi verið borðaðir matarmestu bitarnir. Því er alls óvíst að fátækt hafi valdið vannær- ingu konunnar. Lítið er vitað um konuna fyrir utan þetta. Gerðar hafa verið ísó- tópagreiningar á beinagrindunum sem leiða í ljós að f lestar eru af Íslendingum og f lestar fólki sem kom frá Austurlandi. Yngsti fjórtán ára Sárasótt er kynsjúkdómur en getur einnig verið meðfæddur. Yngsti sárasóttarsjúklingurinn sem fannst á Skriðuklaustri dó 14 ára gamall. Baktería sem kallast treponema pallidum veldur sárasótt og er í dag hægt að lækna sjúkdóminn með sýklalyfjum. Áður fyrr var þeim ekki til að dreifa og því gat sjúk- dómurinn valdið miklum skaða. Fólk gat fengið hjartabilun, lömun, geðveiki og látist af sjúkdómnum, og getur enn, ef hann er ekki með- höndlaður. Sárasótt var stundum kölluð hefnd Montezuma, Azteka-keisar- ans sem Spánverjar hittu fyrir í nýja heiminum við landafundina. Breiddist sárasótt út um Evrópu í lok fimmtándu og í upphafi sex- tándu aldar. Í meira en þrjú hundruð ár var sárasóttin ein helsta heilbrigðis- ógnin sem til var og þar sem hún er Þetta er alveg skelfi- legur sjúkdómur. Steinunn Krist- jánsdóttir, prófessor í forn- leifafræði við Háskóla Íslands Fólk oft dáið áður en sjúkdómurinn gekk svona langt Sárasóttin olli miklum skaða á beinum, holdi og húð konunnar. Frá uppgreftrinum á Skriðuklaustri. MYND/PÉTUR SÖRENSON Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is kynsjúkdómur fylgdi henni einnig mikil skömm. „Lengi var talið að sárasótt hefði ekki borist til Íslands fyrr en löngu seinna,“ segir Steinunn. Talið hafi verið að sárasótt hefði verið ruglað saman við holdsveiki í heimildum. En útbreiðsla holdsveiki var lítil á þessum tíma og beinagrindurnar á Skriðuklaustri segja sína sögu. „Þessi tilfelli eyðileggja goðsögnina um að Ísland hafi verið einangrað. Ísland hefur aldrei verið einangrað því hafið býr til tengingar,“ segir hún. Engin ástæða sé fyrir því að sárasótt ætti ekki að breiðast út hér á landi eins og annars staðar. Lassi og kvikasilfrið Til eru heimildir um þýskan bart- skera, það er lækni, sem Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup réð til landsins til þess að sinna sárasótt- arsjúklingum. Hét hann Lazarus Matheusson, kallaður Skáneyjar- Lassi, því Ögmundur lofaði honum jörðinni Skáney í Reykholtsdal í Borgarfirði, læknaði hann eitt hundrað sárasóttarsjúklinga. Lassi þessi notaði kvikasilfurs- smyrsl á sína sjúklinga. Kvikasilfur hefur einnig verið greint í beina- grindunum á Skriðuklaustri. En kvikasilfrið sjálft gat valdið skaða á sjúklingunum. Algengt var einnig að fólk reyndi að minnka einkenni sín með jurtum og smyrslum eða jafnvel heitum böðum. „Það virðist sem sjúkt fólk hafi leitað til Skriðuklausturs þar sem var til þekking til lækninga,“ segir Steinunn. Á Skriðuklaustri hafi verið rekið nokkurs konar sjúkra- hús en í beinagrindunum hafa fundist margs konar aðrir sjúkdóm- ar og fatlanir en sárasótt. Meðal annars berklar, Downs-heilkenni, lungnabólga og sullaveiki. „Skriðu- klaustur var stofnað undir lok 15. aldar þegar ein bylgja svarta dauða var að ganga yfir. Þörfin fyrir spít- ala var mjög mikil á þessum tíma,“ segir Steinunn. Klaustrið var stofnað árið 1493 og lokað við siðaskiptin hálfri öld síðar. Formlega átti að loka klaustr- inu árið 1541 en það starfaði á und- anþágu til ársins 1554. Ekki er víst að sambærileg þjón- usta við sjúka hafi verið til staðar í öllum landshlutum og var í Skriðu- klaustri. Einstakur gluggi Kirkjugarðurinn er einstakur gluggi fyrir vísindamenn að rannsaka. En oft er erfiðara að gera greiningar í kirkjugörðum þar sem grafið hefur verið í langan tíma, jafnvel 900 ár eins og á Þingeyrum í Húnaþingi, þar sem einnig var klaustur. „Það er alltaf að koma eitthvað nýtt í ljós í sambandi við þetta beinasafn,“ segir Steinunn um Skriðuklaustur. Hin nýja erlenda rannsókn sé til marks um það. Hún segir vandmeðfarið að búa til og birta myndir eins og af kon- unni með sárasóttina. Það verði að liggja rannsóknartilgangur að baki slíkri birtingu. „Þetta fólk hefur ekki neinn málsvara lengur nema okkur sem erum að grafa það upp. Mér finnst því að okkur beri að vernda það frá skrumskælingu,“ segir hún. n 12 Fréttir 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.