Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 18

Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 18
Það hefur verið sagt að málstaður Palestínu sé týndur og glataður, en þetta sýnir að það er alls ekki. Hjálmtýr Heiðdal Eins og allir vita fer tækifærum í verslun og þjónustu á Akureyri sífellt ölgandi og alls konar spennandi fyrirtæki vilja koma sér vel fyrir á besta stað. Við leitum því að öugum aðilum til að reisa glæsilegt hús fyrir verslun og þjónustu við Hlíðarbraut. Lóðin er 6.415m² en byggja má 4–5 hæðir auk bílakjallara. Byggingarmagn er 7.687 m² ofanjarðar og 2.562 m² neðanjarðar. Byggingarréttur í boði fyrir glæsilegt atvinnuhúsnæði við Hlíðarbraut 4 Umsókn um lóðina ásamt kauptilboði þarf að skila gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 12.00 mmtudaginn 12. janúar 2023. Nánari upplýsingar er að nna á útboðsvef á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is. Geislagata 9 І Sími 460 1000 І www.akureyri.is І akureyri@akureyri.is Viltu byggja fyrir verslun og þjónustu á besta stað? Þrátt fyrir að vera ekki meðal þátttökuþjóða í lokakeppni HM í knattspyrnu má sjá fána Palestínu víðs vegar þegar mótið fer fram í Mið-Austur- löndum í fyrsta sinn. For- maður félagsins Ísland-Pal- estína segir það til marks um að almenningur víðs vegar sé á bandi Palestínumanna. kristinnpall@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Í aðdraganda Heims- meistaramótsins í knattspyrnu gaf Alþjóðaknattspyrnusambandið út beiðni um að sundurgreina pólit- ískar deilur frá knattspyrnunni, en til þessa hefur mátt sjá stuðning við Palestínu víða á leikjum mótsins. Það vakti meðal annars heims- athygli þegar spútniklið Marokkó sem leikur gegn Portúgal í átta liða úrslitunum í dag, fagnaði sigrinum á Spáni í 16-liða úrslitunum með palestínskum fána. Fjölmiðlar víðs vegar að úr heiminum eru farnir að fjalla um málið og jafnvel titla Pal- estínu sem sigurvegara HM. Í riðlakeppninni mátti sjá fjöl- marga stuðningsmenn á áhorfenda- pöllunum skarta palestínska fánan- um en kaflaskil áttu sér stað þegar Marokkó, síðasta liðið frá Araba- löndunum, fagnaði óvæntum sigri á Spánverjum fyrir framan augu heimsins með palestínska fánanum. „Ég hef heyrt af þessu. Þótt stjórnvöld í Ísrael geri oft sam- komulag við stjórnvöld í Araba- löndunum, yfirleitt til að komast í bandarísk vopn, þá virðist sem svo að almenningurinn í Araba- löndunum hafi mun meiri sam- stöðu með Palestínumönnum en yfirvöldin. Það hefur verið sagt að málsstaður Palestínu sé týndur og glataður, en þetta sýnir að það er alls ekki. Almenningi verður enn hugsað til Palestínu,“ segir Hjálm- týr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, aðspurður um þennan stuðning sem Palestína virðist njóta á HM. Hjálmtýr telur að  almenningi í Arabalöndunum svíði að sjá til- hneigingu Vesturlanda til að verja Ísrael.  „Almenningi í Arabalöndunum svíður að sjá hvernig Vestur- lönd verja iðulega Ísrael á f lestum sviðum. Þau sjá þegar ákveðið er að grípa til efnahagsaðgerða í garð Írans og Rússlands, sem eru að brjóta sömu alþjóðasamninga og Ísraelar þegar kemur að meðferð fólks á hernumdu svæði. Almenn- ingur er óánægður að sjá hvað Ísra- elar sleppa vel,“ segir Hjálmtýr og heldur áfram: „Ísland sat á dögunum hjá í at k væ ðag reið slu S a mei nuðu þjóðanna um að mál Ísrael yrði tekið fyrir hjá Alþjóðaglæpadóm- stólnum. Það gengur  illa að færa málstaðinn á sama stig og Íran og Rússland og það svíður hjá almenn- ingi í Arabalöndunum sem eiga mjög margt sameiginlegt með Pal- estínumönnum. Þó að yfirvöld séu að semja við Ísrael er það ekki í sam- ræmi við vilja almennings.“ Hann segir að það sé ekki nýtt að nýta knattspyrnuleiki til að koma skilaboðum áleiðis. „Þarna er tækifæri til að koma skilaboðum áleiðis þegar heimur- inn fylgist með og það virðast fjölmargir vera að nýta sér það. Þessari baráttu bregður oft fyrir á knattspyrnuleikjum á Írlandi enda erfiðara að stöðva það. Sjónvarps- stöðvar geta ákveðið að sniðganga mótmælagöngur, en þarna er annar möguleiki á að koma skilaboðunum áleiðis.“ Aðspurður segist hann ekki vera viss hvort að skilaboð á slíkum vett- vangi eigi eftir að hafa mikil áhrif í baráttu Palestínumanna fyrir til- verurétti sínum. „Hreint út sagt efast ég um að þetta hafi áhrif hjá stjórnvöldum ríkja sem styðja Ísrael eins og stærstur hluti Vesturlandanna. Á sama tíma vekur þetta athygli almennings á þessum málstað og kveikir vonandi einhverja neista.“ n Palestína birtist víða á HM í knattspyrnu Leikmenn Marokkó fagna með palestínska fánann í lelkslok gegn Spánverjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 16 Fréttir 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.