Fréttablaðið - 10.12.2022, Síða 22
er að boða að fari fram í London.
Gunni tapaði naumlega fyrir
Edwards á sínum tíma, á klofinni
dómaraákvörðun og nú reynir sá
að verja titil sinn á móti Usman,
við erum búnir að óska eftir því
við UFC að fá pláss á því bardaga
kvöldi.“
Engin ákvörðun hefur hins vegar
verið tekin af hálfu UFC í því máli.
„Eitt er hins vegar ljóst og það er
sú staðreynd að þeir vita af þessum
mikla áhuga okkar á því að Gunnar
berjist á þessu kvöldi.“
Las Vegas kitlaði
Eins og fyrr sagði er Gunnar nú
heill heilsu og mátti sjá á samfélags
miðlum á dögunum að margur
stuðningsmaður hans vildi fá hann
í bardagabúrið á nýjan leik á bar
dagakvöldi UFC sem fram fer í Las
Vegas í Bandaríkjunum í kvöld.
Þannig er mál með vexti að í
vikunni sem er nú að líða bárust
fréttir af því að andstæðingur
Santiago Ponzinibbio, Rob
bie Lawler, hefði meiðst í
aðdraganda bardagans
og þurfti því að finna
nýjan andstæðing.
Ponzinibbio og Gunn
ar mættust í bardaga
búrinu á sínum tíma
og segja má að fram
ganga þess fyrrnefnda
í búrinu þá hafi skilað
því að hann er nú ekki
á jólakortalista Íslendinga.
Ítrekuð augnpot og óheiðar
leiki af hálfu Ponzinibbio, varð
að lokum til þess að hann bar
sigur úr býtum í bardaga
sínum við Gunnar.
Gunnar hefur áður, til
að mynda í viðtali við Fréttablaðið
eftir sigur sinn gegn Sato í mars á
þessu ári, sagst vilja mæta Ponzi
nibbio í búrinu á nýjan leik. Kitlaði
það ekki Gunnar að taka slaginn
núna um helgina í Las Vegas?
„Jú, það kitlaði hann alveg en þeir
voru búnir að finna annan
andstæðing fyrir hann
og mér skilst að Ponzi
nibbio hafi lítinn áhuga
á því að mæta Gunnari
aftur í bardagabúr
inu,“ segir Haraldur.
„Það kom ekki til
að Gunnar myndi
stíga þarna inn þó
svo að ég hafi spurst
fyrir um það óform
lega í gegnum mína
teng il iði . Minn
skilningur er sá
að það hafi verið
bú ið að f inna
nýjan andstæðing
fyrir Ponzinibbio
mjög fljótt.
Án þess að ég viti það nákvæm
lega þá skilst mér að UFC hafi ekki
látið vita af meiðslum Lawler fyrr en
búið var að finna annan andstæðing
fyrir Ponzinibbio.“
Gunnar og hans teymi hafi verið
pollrólegir í þessum aðstæðum
enda kannski ekki kjörið að stökkva
inn með svo litlum fyrirvara á bar
dagakvöld sem fer fram í Las Vegas.
„Við vorum alveg rólegir gagnvart
þessu og settum enga pressu á UFC
um að fá að stíga þarna inn. Gunn
ar langar það hins vegar alveg rosa
lega að mæta honum aftur í búrinu.
Þetta er í raun eini maðurinn sem
Gunnar hefur nafngreint opin
berlega í fjölmiðlum og sagst vilja
berjast við.“
Spennandi 2023
Gunnar hefur ekki gefið neitt annað
út en að hann ætli að halda áfram í
UFC og fram undan er spennandi ár
fyrir hann.
„Hans sýn á þennan UFCferil
hefur ávallt verið sú að taka bara eitt
bardagakvöld fyrir í einu. Núna vill
hann komast á þetta bardagakvöld
í London í mars.
Við kannski vinnum þetta svo
lítið öðruvísi en margir í þessum
bransa, og erum samstíga hvað það
varðar við feðgarnir, að ekki séu
teknir of margir bardagar á hverju
ári fyrir sig. Miklu frekar viljum við
að þetta séu kannski tveir til þrír
bardagar á ári.
Núna horfum við bara björtum
augum fram á næsta ár. Vonandi
fáum við allaveganna að vera hluti
af þessu bardagakvöldi í mars og ef
það er raunin má búast við því að
fleiri bardagar muni eiga sér stað á
árinu 2023 hjá Gunnari.“ n
Næsta ár lofar góðu fyrir UFC
bardagakappann Gunnar
Nelson sem er nú heill heilsu,
eftir að hafa þurft að gangast
undir aðgerð á nefi. Gunni
sneri aftur í bardagabúrið í
mars á þessu ári eftir tveggja
ára fjarveru og er stefnan tekin
á fleiri bardaga árið 2023.
aron@frettabladid.is
UFC Eftir sigur á Japananum Takashi
Sato á bardagakvöldi UFC í London í
mars fyrr á þessu ári, stóðu vonir til
að Gunnar myndi fljótt snúa aftur
í bardagabúrið. Hann þurfti hins
vegar á aðgerð á nefi að halda sem
hefur valdið því að ekkert hefur
orðið af öðrum bardaga á árinu.
Nú er Gunnar hins vegar búinn
að ná sér að fullu eftir aðgerðina,
farinn að æfa og er stefnan sett á
fleiri bardaga á komandi ári.
„Þetta virðist allt hafa tekist mjög
vel og Gunnar er bara búinn að vera
að æfa á fullu undanfarið,“ segir
Haraldur Dean Nelson, faðir og
umboðsmaður Gunnars við Frétta
blaðið.
Stefnan tekin á London
Á dögunum opinberaði UFC áform
sín um risastórt bardagakvöld sitt í
O2höllinni í London þann 18. mars
á næsta ári. Ekki er búið að opin
bera neina bardaga á því kvöldi
en fastlega má gera ráð fyrir því að
titilbardagi ríkjandi meistara velti
vigtardeildarinnar, Bretans Leon
Edwards og fyrrum meistarans
Kamaru Usman, muni verða aðal
bardagi þess kvölds. Það er þangað
sem Gunnar og hans teymi stefnir.
„Ég er búinn að virkja samtalið
við UFC og gera þeim það ljóst að
við viljum mjög mikið vera hluti af
þessu stóra bardagakvöldi sem búið
Eitt er hins vegar ljóst
og það er sú staðreynd
að þeir vita af þessum
mikla áhuga okkar.
Haraldur Dean Nelson
Þetta er í raun eini
maðurinn sem Gunnar
hefur nafngreint
opinberlega í fjöl-
miðlum og sagst vilja
berjast við.
Haraldur Dean Nelson
Kitlaði að mæta
til Las Vegas
um helgina
Við megum búast við því að sjá Gunnar Nelson reglulega í bardagabúrinu árið 2023. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
20 Íþróttir 10. desember 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2022 LAUGARDAGUR