Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 30

Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 30
Í minningunni var þetta svona eins og að verða sjúklega skotinn í einhverjum, nema þetta var platónskt. Vala Kristín Eiríksdóttir Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir eru listræna tvíeykið á bak við þættina Venjulegt fólk sem telur nú fjórar þáttaraðir, sú fimmta á leiðinni og búið að gefa grænt ljós á þá sjöttu. Vinkonurnar segja að þegar þær hittust fyrst hafi það verið platónsk ást við fyrstu sín. Mér finnst það svo merk ileg t þegar ég hugsa um það nú n a , þv í v i ð höfum oft sagt frá því, hvernig þetta byrjar og hvar og hvenær. En ef við förum aðeins að greina þetta þá er það alveg merki- legt að stelpur á þessum aldri, með sama metnað og sömu hugmyndir, hafi farið saman í lið í staðinn fyrir að keppa hvor við aðra,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona, um upphaf vinskapar hennar og leik- konunnar Júlíönu Söru Gunnars- dóttur. „Það er svo ótrúlega eðlilegt að fara í svona keppni þar sem er spurt hvor er betri og hvor er verri. En hið gagnstæða gerðist og við áttuðum okkur á því að við gætum unnið saman,“ segir Vala, sem telur að þetta hafi mest með það að gera hvernig persóna vinkona hennar Júlíana er, en hún lýsir henni sem manneskju sem á auðvelt með að gleðjast með öðrum og finni ekki fyrir öfund. Júlíana er sammála því „Ég hef aldrei verið í keppni við einn eða neinn heldur er ég bara í keppni við sjálfa mig sem er alveg nógu erfitt,“ segir hún. „Ég held að ég hefði verið lík- legri til þess að vera óörugg og fara í einhverja keppni, en Júlíana var bara sú sem hún er. Með þessi stóru bláu augu og spurði hvort við ættum ekki að gera eitthvað saman,“ segir Vala. Það samstarf hefur heldur betur borið ávöxt en þær hittu blaðamann daginn eftir að sérstakir jólaþættir af Venjulegu fólki voru frumsýndir í Bíó Paradís. Þær halda áfram með endurlit sitt til fortíðar. „Í minningunni var þetta svona eins og að verða sjúklega skotinn í einhverjum, nema þetta var plat- ónskt. Ég laðast ekki að Júlíönu kynferðislega“ segir Vala og hlær, en hið platónska ástarsamband hófst í leikfélagi Verzlunarskólans. „Hún var með svo skært breitt bros og stór blá augu. Í minning- unni var hún eins og svona lítill leikfangahundur með risa augu,“ segir Vala um fyrstu kynni sín af vinkonu sinni. „Mér fannst ég vera meira svona eins og Elsa í Frozen,“ segir Júlíana hreykin. Eftir Verzlunarskólann tók leik- listarnámið við, en báðar eru þær sammála um að hafa viljað vera leikkonur allt frá því þær muna eftir sér. Júlíana hélt út til Bretlands í nám á meðan Vala nam leiklist hér á landi. „Ég man svo að þegar ég kom heim frá London var Vala á sínu síðasta ári í leiklistarskólanum og við fórum að hittast á fundum klukkan átta á morgnana, hvað var eiginlega að okkur?“ segir Júlíana. „Við tókum þessu mjög alvar- lega“ svarar Vala íbyggin á svip. Þær tvær Morgunfundirnir urðu til þess að þær byrjuðu að skrifa leikið efni og höfðu þær upprunalega þá hug- mynd að setja upp leiksýningu. Þær hafi þó f ljótlega áttað sig á því að efnið myndi passa betur sem stuttir leikþættir. Úr hugmyndavinnunni urðu svo til þættirnir Þær tvær, sem hófu göngu sína á Stöð2 árið 2015 og eru sketsaþættir sem svipar til Þær tvær urðu venjulegt fólk Vala og Júlíana segja að lykill- inn að langri vináttu þeirra sé að þær séu ekki að keppa hvor við aðra. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ragnar Jón Hrólfsson ragnarjon @frettabladid.is Fóstbræðra, Stelpnanna og Bresku gamanþáttanna Smack the Pony. En hvers vegna ætli sketsaformið hafi heillað þær svona mikið? „Ég held að þetta sé að maður getur leikið sér með einhverja eina hugmynd eða fræ að einhverju fyndnu og þetta er svona viðráðan- leg stærð af sögu. Þetta er í raun bara örsaga,“ segir Vala, sem segir að formið hafi einnig verið góð þjálfun í að segja lengri sögur síðar meir. „En þegar við byrjum þá vorum við ekkert að hugsa um að gera framhaldsefni seinna. Við vorum í raun bara ekkert að pæla í því. Þetta var bara svo gaman. Að hlæja rosa- lega mikið saman og tala um alls konar hugmyndir,“ segir Júlíana, en þær segja að þessi tími hjá Stöð2 hafi verið sérstaklega skemmtilegur. „Ég held að þetta hafi verið svo gott því þetta var svo fallegt utan- umhald. Við fengum þaulreynda tökumenn og leikstjóra, í raun bara alveg yndislegt fólk með okkur í lið,“ segir Vala, sem segir það ómetanlegt að hafa fengið þessa reynslu þar sem þeim hafi í raun verið leyft að leika lausum hala. „Svo vissi maður ekkert hvernig þetta fúnkeraði svo maður göslaðist bara um. Eins og maður hefði fengið svona fóðrað rými þar sem maður gat bara hlaupið um og rekið sig á. Þetta var líka ódýrt í framleiðslu svo maður fann að ef maður klúðraði þá kom enginn og sagði manni hvað mínútan kostaði,“ segir Vala og er Júlíana sama sinnis og segir frá  28 Helgin 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.