Fréttablaðið - 10.12.2022, Blaðsíða 36
Spil voru valin jólagjöfin í ár og ekki að undra
því Íslendingar elska að spila á jólum. Oftast
er gripið í borðspilið sem kom upp úr möndlu-
pakkanum. Fréttablaðið kíkti á nokkrar lík-
legar möndlugjafir þessara jóla.
Íslensku
jólaspilin í ár
Alias frægir
Myndform, 4 leikmenn eða fleiri
Síðan upprunalega Alias-spilið kom út fyrir mörg-
um, mörgum árum síðan hefur komið út dobía
af alls kyns útgáfum sem byggja á grunnhug-
myndinni, það er að lýsa orðum eða hugtökum án
þess að segja þau. Alias frægir gerir það líka. En á
hverju spjaldi eru bæði fimm orð til að giska á og
svo nafn frægs einstaklings sem lokasvar.
Þetta spil er spilað í tveimur liðum en hægt er
að spila það á tvennan hátt. Annars vegar þannig
að útskýrandi annars liðsins spyrji fyrst sitt lið en
hitt liðið hefur svo færi á að stela spjaldinu. Eða
þá að bæði liðin mega giska á þau orð sem eru á
spjaldinu.
Reglurnar eru
aðeins flóknari
en í mörgum
öðrum Alias-
spilum, einkum
þegar kemur að
stigagjöfinni og
lokasvörin eru
ekki alltaf auð-
veld. En spilið er
þó langt frá því
að teljast flókið
spil og allir sem
þekkja Alias ættu
að ná því strax.
Bezzerwizzer Timeline
Nordic Games, 2 til 4 lið
Eins og nafnið gefur til kynna er spilið blanda
af þessum tveimur spilum sem margir kannast
við. Spurningaspilinu vinsæla Bezzerwizzer, sem
komið hefur út í nokkrum útgáfum, og ártala-
spilinu Timeline.
Í spilinu eru Timeline-spil notuð til að skora stig,
á tvo mismunandi hætti, sitt í hvorum hálfleikn-
um. Eftir því sem tímalínan er orðin lengri, því
fleiri stig er hægt að skora. Ef eitt liðið skorar nógu
mörg stig vinnur það áður en umferðirnar klárast,
en annars vinnur stigahæsta liðið í lokin. Bezzer-
wizzer kemur inn í þetta með kubbunum frægu,
Bezzerwizzer, til þess að stela stigum af öðru liði
og Zwap til þess að skipta á Timeline-spilum.
Spilið er einfalt og tekur ekki of langan tíma.
Aðdáendur
beggja spila
ættu ekki að
verða sviknir
af þessu. Svo
er ekkert sem
segir að það
sé ekki hægt
að bæta við
öðrum Time-
line- spilum í
þetta, jafnvel
enskum.
Hint Junior
Nordic Games, 4 eða fleiri leikmenn
Hint Junior er ærslafullt og nokkuð frumlegt
orða- og fjölskylduspil. Skipt er í tvö lið með
minnst tveimur leikmönnum í hvoru og leikmenn
skiptast á að giska hjá liðsfélaga sínum. Liðin velja
spjöld með orðum á hjóli á miðju spilaborðinu og
reyna að ná sem flestum, en eitt er bannorð sem
gefur mínusstig.
Í Hint Junior eru fimm flokkar sem segja til
um hvernig stjórnandinn má gefa vísbendingar.
Með því að tala,
leika, teikna,
hljóða eða nota
svokallað hint-
moji-borð sem
er bæði frumleg-
asta aðferðin og
sú mest krefj-
andi. Hljóðunin
getur verið ansi
hlægileg því þá
má raula, baula
og gretta sig.
Gott gisk
Panda Games, 2 eða fleiri leikmenn
Gott gisk er ekki byltingarkennt
borðspil heldur nokkuð dæmi-
gert og traust spurningaspil.
Einfalt spil sem mun vafalaust
henta einstaklega vel í fjöl-
skylduboðið um jólin.
Þetta er kapphlaup leikmanna,
eða liða, í kringum borðið og
spurningaflokkarnir eru frekar
sígildir. Til dæmis vísindi, íþróttir,
landafræði, dægurmenning, líkt
og Íslendingar þekkja
úr þjóðarspilinu
sjálfu, Trivial Pursuit.
Gott gisk fylgir
hins vegar því trendi
undanfarinna ára að
aðrir leikmenn mega
skipta sér
af þegar
þú ert að
svara. Eins
og í til
dæmis Bezzerwizzer og Ég veit.
Þetta er vitaskuld ekki ósniðugt
trend, því með því hafa allir leik-
menn áhuga á öllum svörum í
spilinu en ekki aðeins sínu eigin.
Í Góðu giski fá allir við borðið
að veðja á hvort Gústi frændi nái
að svara spurningu um Mine-
craft rétt. Fyrst er lesinn upp
flokkurinn, svo undirflokkurinn
og loks spurningin. Hægt er að
skora með réttu
giski en ef þú
veðjaðir gegn
Gústa sem
svaraði rétt fær
hann aukastig.
Ég veit meira
Myndform, 2-6 leikmenn
Spilið er nokkurs konar framhald af spilinu Ég veit
sem kom út fyrir jólin árið 2017. Það spil var eitt af
best heppnuðu spurningaspilum sem komið hafa
út á íslensku og hið nýja spil ætti að njóta sömu
vinsælda.
Í spilinu eru ekki hefðbundnar spurningar eins
og Íslendingar þekkja úr Trivial Pursuit eða Bezzer-
wizzer heldur er spurt um eitthvert atriði, eins og
til dæmis tegundir af mjólk, fúlmenni í Batman
eða menn sem heita Geir. Við hverri spurningu
eru svo 8 rétt svör sem giskarinn þarf að ná á
ákveðnum tíma til að fá sem flest stig og komast
sem lengst á borðinu.
Fyrir hverja umferð mega aðrir leikmenn giska
á hversu mörgum svörum giskarinn nær og fá
sjálfir stig fyrir það. Í þessari útgáfu af spilinu er
hins vegar ein breyting, það að giskarinn hefur
tvö spjöld til að passa ef hann fær spurningu sem
hann telur sig ekki geta náð neinu svari réttu.
Það skemmti-
legasta við
Ég veit meira
(og Ég veit) er
ekki endilega
að spila spilið
sjálft. Heldur
að grípa nokkur
spurningaspjöld
í góðu tómi og
leyfa öllum í her-
berginu að giska.
Pöbb kviss 3
Fullt tungl, 2 leikmenn eða fleiri
Það segir sitthvað um velgengni
spils þegar það þriðja í röðinni
er gefið út á þremur árum. Vel-
gengnin er sennilega tilkomin
vegna þess að spurningarnar eru
sérlega alþýðlegar. Það er, að
sigurvegari spilsins er ekki endi-
lega sá í hópnum sem skartar
fimm háskólagráðum.
Flokkarnir eru fjórir. Flokkurinn
Algengar spurningar sem lýsir
sér nokkurn veginn sjálfur. Þrjú
hint sem eru vís-
bendingaspurningar.
Frægar línur eru
spurningar upp úr
lögum, bíómyndum,
auglýsingum eða
öðrum kvótum sem
hafa setið eftir í
þjóðarsálinni. Síðan
er Fimmfaldur, þar
sem viðkomandi
þarf að nefna fimm
atriði. Og það er
erfiðara en það hljómar.
Íslendingar eru öðrum þjóðum
fremur sjúkir í spurningaspil og
það er vel hægt að mæla með
Pöbb kviss. Þrátt fyrir að inni-
halda 1.000 spurningar tekur
það ekki mikið pláss á hillunni en
framleiðslan er góð. Svo góð að
prentarinn hafði það til sýnis á
SPIEL Essen, stærstu borðspila-
ráðstefnu heims, til marks um
gæði framleiðslu sinnar.
Kristinn Haukur
Guðnason
kristinnhaukur
@frettabladid.is
Frægð og frami
Spil ehf., 2 til 6 leikmenn
Frægð og frami er spil sem leynir á sér. Fyrir fram
myndi maður ekki halda að þetta spil, sem fjallar
um áhrifavalda á samfélagsmiðlum, væri sérlega
djúpt. En í því finnast ýmsir hlutir sem einkenna
alvöru nördaspil, sem ekki er sérlega algengt, eða
réttara sagt mjög óalgengt, í íslenskri framleiðslu.
Meðal annars er asymmetría í því, það er hver
leikmaður hefur sérstaka hæfileika sem aðrir
hafa ekki. Einnig býður spilið upp á samninga og
samvinnu í einstaka tilvikum.
Frægð og frami er hins vegar nokkuð einfalt
spil, þar sem leikmenn fara hring eftir hring
á borðinu með teninga-
kasti. Það býður
líka upp á að
leikmenn geti
verið nokkuð
andstyggi-
legir hver við
annan. En með
því að skemma
fyrir öðrum eru
leikmenn jú að
hjálpa sjálfum
sér.
Þrjú krakkaspil
Fullt tungl, 2 leikmenn eða fleiri
Frá sama framleiðanda og í
sama anda og Pöbb kviss kemur
nýtt Krakka kviss. Einnig númer
3. Fyrir utan að vera ekki jafn
umfangsmikið og stórt og Pöbb
kviss, og hafa ekki jafn marga
flokka, þá lýtur spilið svipuðum
lögmálum. Þetta er einfalt og
gott spurningaspil fyrir krakka,
um það bil á aldrinum 6 til 12
ára.
Einnig er komin út sérstök út-
gáfa af Krakka kvissi sem fjallar
eingöngu um fótbolta. Og svo
Krakkaleikar sem snýst um að
giska á orð eftir látbragði.
34 Helgin 10. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið