Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 41

Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 41
Eldvarnamiðstöðin hefur stóraukið úrval sitt af slökkvitækjum í öðrum litum en rauðum en sam- kvæmt reglugerðum er það sá litur sem krafist er af hálfu yfirvalda. „Við höfum tekið eftir því undan- farin ár að stór hópur fólks hefur ekki slökkvitæki á réttum og aðgengilegum stöðum einfaldlega vegna þess að rauði liturinn passar ekki inn í hönnun heimilisins. Ekkert heimili ætti að vera án slökkvitækis og þess vegna viljum við gera okkar til að koma til móts við fagurkera,“ segir Dagný Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Eldvarnamiðstöðvarinnar. Í fyrstu voru tækin aðeins fáanleg sem léttvatnstæki í svörtu, hvítu og gráu en nú hafa bæst við brons, gull og silfur og nú er einnig hægt að fá tækin sem dufttæki. Þá býður Eldvarnamiðstöðin upp á mikið úrval af eldvarnarteppum en ekkert eldhús ætti að vera án þeirra. „Við skiljum vel það sjónarmið yfirvalda að slökkvitæki eigi að vera rauð þannig að þau sjáist vel en þegar þróunin er sú að fleiri og fleiri heimili sleppi slökkvitækjum vegna útlits er það sjálfsögð skylda okkar að bregðast við,“ segir Dagný. Hún segir enn fremur að tækj- unum sé vel tekið af arkitektum og vonandi verði þróunin þannig í framtíðinni að áfram verði rauð tæki til að uppfylla reglugerðir en til viðbótar komi fleiri fallegri tæki Betra fallegt en ekkert  Dagný Guð- mundsdóttir, framkvæmda- stjóri Eldvarna- miðstöðvar- innar, segir að ekkert heimili eigi að vera án slökkvitækis. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Léttvatnstækin eru nú einnig til í bronsi, silfri og gulli. MYND/AÐSEND Léttvatnstækið úr kopar tekur sig vel út í íbúðinni. MYND/AÐSEND Ekkert heimili ætti að vera án slökkvi- tækis og þess vegna viljum við gera okkar til að koma til móts við fagurkera. Dagný Guð- mundsdóttir sem verði sett á áberandi staði sem hluti af hönnun rýma. Varðandi staðsetningu tækjanna er mikilvægt að hafa léttvatnstæki við útidyr og dufttæki í eldhúsum eða eldvarnarteppi. Dufttæki má nota ef kviknar í olíu í potti á eldavél en léttvatns- tæki á flest allt annað. Dufttæki er einnig snjallt að hafa í sumarhús- um og í bílum en þau erum þeim eiginleikum gædd að frjósa ekki. Reykskynjarar í öll rými Það er ekki svo langt síðan að talið var nóg að hafa 2–3 reykskynjara á hverju heimili. Í dag eru hins vegar raftæki í öllum rýmum og símar, airpods, fartölvur, spjaldtölvur og sjónvörp víða að finna. „Það er gríðarlega mikilvægt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að hlaða ekki spjaldtölvur eða síma uppi í rúmi eða á flötum sem geta kæft viftur þessara tækja svo þau ofhitni. Við heyrum reglu- lega af íkveikjum rafmagnstækja í svefnherbergjum og allt of oft liggur við stórslysi. Í dag færðu reykskynjara með rafhlöðuendingu allt að 10 árum fyrir mjög gott verð. Það er engin ástæða til þess að spara fjölda reykskynjara í dag, hlutverk þeirra er jú að passa mestu dýrmætin í lífi okkar,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Eldvarnamið- stöðvarinnar að lokum. n Frekari upplýsingar um vörur og þjónustu hjá Eldvarnamiðstöðinni má sjá á oger.is ALLT kynningarblað 5LAUGARDAGUR 10. desember 2022
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.